Ný tíðindi - 28.06.1852, Blaðsíða 8

Ný tíðindi - 28.06.1852, Blaðsíða 8
60 Stiptamtmaður greifi af T r a m p e er nú á ferð l'yrir austan heiði að skoða amt sitt, og biskup H. G. Thordersen er á kirkjuvitjunarferð á Vestfjörðum. Embœttaveitingar. 23. d. seinast liðins aprílm. hefur Hans Hátign kon- ungurinn allranáðugast veitt: Sýslum. í Kjósars. og hjeraðsdómara og sýslum. i Guilbringus. Yilhjálmi Finnsen landfógeta em- bættið á íslandi og bæjarfúgetaembættið í Reykjavikurbæ, frá í. degi júlímánaðar þ. á. ; — Candid. juris NielsWaldemar Lassen Borg- arfjarðarsýslu, frá 6. degi júnimán. þ. á. ; — og Examinat. juris Arna Gíslasyni Skaptafells- sýslur báðar, frá 6. d^ júníni. þ. á. Prestaköll. 0 v e i 11: Staðurí Grunnavík, S t ö ð í Stöðv- arfirði, MeðallandsþingogEyvindarhólar. Mannalát. Jón þorvarðsson, bóndi á Svíra í Andakýl, dó 19. d. seinast liðins niaíni. Hafði hann ]>á búið í Svíra i 30 ár, en alls búið í 52 ár. Ekkjumaður hafði hann verið í 9 ár. A yngri árum sínum var hann um hríð „fálkafangari.11. Hann var fæddur 1762. þ o r s t e i n n Jónsson, bóndi á Broddanesi í Strandasýslu, dó vofeiflega 22. d. seinastliðins maímán. Auglýsingar. Hjá undirskrifuðum er nú til sölu : EðUsfrœði eptir J G. Fischer, sbr. 51. bls, iijer að framan, hept á 2rbdd. Skírnir þessa árs á prentpappír á 32 skk. Reykjavík 28. dag júnim. 1852. ./. Arnason. M. Grímsson. Bifliukjarni. Undir þessum titli hefi jeg áformað að láta prenta að vetri, ef áskrifendur fást nógu margir, bók útlagða úr Jýzku („Geschichten und Lehren der heil: Schrift, bearbeitet von Kohlrausch"), oghvaraflörk er þegar prent- uð, og send nú á lestum sem sýnishorn, út um allt land til allra prófasta, með þeirri bón, að láta hana berast til hvers prestakalls. Verð bókarinnar verður fimm skildingar örk- in, en stærð bókarinnar hjer um bil 36 örk; getur skeð að fyrri hlutinn, sem nær yfir G. T., og verðut hjer 'um bil 28 ðrk, komi fyrst út, af því jeg hafi ekki ráð til að láta prenta meira í einu. Hver, sem safnar áskrifendum og stendur skil á andvirðinu, fær 10. hverja bók í ómakslaun; en ávísan um það, hve marg- ir vilja eignast bókina, er mjer áríðandi að fá, ef mögulegt væri, strax í haust, til þess þar eptir að geta ákveðið stærð upplagsins. Reykjavík 21. dag júnim. 1852. Asm. Jónsson. ?l jilllllVlt, æfin,týri handa börnuin, með 17 mynduin , fæst hjá Egli bókb'milara Jónssyni hept fyrir 24 skk. Hjá sama manni mun og í sumar fást ITý Félagsrit, 12. ár, í kápu á 64 skk. þingvallafundur er af þjóðfundarmöniium í Reykjavík ákveð- inn að byrja skuli 11. dag næstkom. ágústmán. í prentsmiðju landsins er nú yerið að prenta: H a n d- bókpresta, ogllugvekjur Sveinbjarnar Hall- grímssonar. — Barnamóðirin: í sókninni St. Servais í Lúttich er 33 ára gömul kona nýlega búin að ala 22., 23. og 24. barnið sitt. Hún hefur Yerið gipt í 9 ár, og á þeim tíma alið 24 börn, með því hún helur 8 sinnum fætt þribura, sem allir lifa og liður vel. ÖII þessi 24 börn eru dætur. — Kaffiaflinn: er eptir áætlun manna 176 mill- íónir punda á ári hverju. j)ar af eru frá Brasiliu 17ii mill., Java 124 mill., Ceylon 40 mill., St. Domíngo 35 iuill., hinu enska Vesturindlandi 8 mill., og Costa Riea 9 mill. punda. — Risavaxiðdýr. 1 mergelgryfjunum við Húð- sonarflóa í Vesturheimi er fundin bcinagrind af dýri, sem kallað 'er M a s t a d o n. Dýr þetta hefur verið 13 feta hátt og 31 fet i lengd. Iljer um bil 100 manns var í marga mánuði að graí'a upp bein þess¦; síðan voru þau fest saman, og beinagrindin sett upp í náttúru- gripasafninu í Ffladelfiu. þar keypti dr. B e a c h bana og flutti hana til Nj'ju - Jóivíkur, en þaðan komst hún til Lundúnaborgar, og er þar nú til sýnis. þetta dj'r, eða dýra tegund sú, sem það heyrir, er eldri en synda- flóðið. ¦ Leiðrjetting: A49. bls. 2. dálki 13. línu a. n. h i n u m, á að vera h i m n u m, og á sömu bls. sama d. 4. 1. a. n. h o r f i n, á að vera h v o r f i n. Ritstjóri: M. Grímssoti.

x

Ný tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný tíðindi
https://timarit.is/publication/77

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.