Ný tíðindi - 29.07.1852, Qupperneq 5

Ný tíðindi - 29.07.1852, Qupperneq 5
65 um aftvelja til slíks starfa. Heyrum vjer, aö Norðlendingar muni bráðum halda fund meö sjer um það, hvernig þeir megi gjöra sjer prentsmiðjuna að fullum notum, og er ætlandi, aö Norðlendingar inuni þá ekki standa á baki Sunnlendinga framarí blaða-og bókakaupum. —16. d. m. ráku menn bjer í og við Reykja- vík upp rúmlega 60 marsvín á Kleppsfjöru fyrir innan Laugarnes, og bafa ýmsir verið drjúgir um óhreinlegar aðfarir þeirrá, sem að þvi stóðu. Segja menn, að happ þetta muni alls hafa verið hjer um bil 8 til 10 liundr. dala virði, og er f>að mikil blessun fyrir viökom- endur, sem voru yfir 30 að tölu. — Ileyrzt hefur, að Breiðamerkurjökull í Skaptafellssýslu muni nú vera hlaupinn í sjó fram, og að f>aö sje óvíst, hvert sýslan sje fær, eða jökullinn hafi skipt henni í sundur. — Rangvellingar hafa í vor kannað Torfajökul, og hefur ritstj. Nýrra Tíðinda beðið um skýrslu þar að lút- andi, en ekki fengið hana enn. — 20. d. þ. m. fór danska herskipið, St. Croix, burtu hjeð- an, og með því dátarnir, sem verið höfðu í Reykjavík í vetur. Urðu þeir fegnir mjög að komast í burtu, og kvöddu Island með allrar hamingju óskum, þá er þeir fóru; því þeir Ijetu, sem sjer heíði fallið vel við landsmenn. Og um leið og vjer óskum, aö Reykjavík fái ekki setulið aptur, fyr en hún fiarf jiess, ósk- um vjer og, að hún fái svo ötula lögreglu- stjórn, að henni megi vel sæma. — Ein af hinum helztu tíðindum hjer fiykja oss vera jiau um hestakaup Englendinga, og með þvi Guðmundur bóndi í Skildinganesi hefur góð- fúslega hjálpað mjer um skýrslu viðvíkjandi báðum ferðum fiess hestakaupandans, sem nú hefur komið hingað tvisvar í sumar, þá skul- um vjer fara um f>að nokkum orðum. Eng- lendingur þessi heitir William Youny, og keypti hann lijer fyrst hesta í fyrra sumar. Hann er maður hreinskilinn og ókítinn um verð; greiðir jafnan viðstöðulaust, þegar hóf- lega er sett upp á hross eða greiða, sem hon- um er gjörður. j>ar sem hann liefur gist þyk- ir honum farast mannlega með borgun, því hann gefur jafnan 1 rbd. fyrir mann hvern um nóttina. jiað er því óhapp vort Islend- inga, að sá maður skuli hafa orðiö á leið hans á Kjalarnesi, sem kastað hefur skugga á gest- risni islenzkra bænda, er þeir hafa áður feng- ið mikinn sóma af. En það hafa menn fyrir satt, að Vilhjálmur (William) þessi hafi dreg- ið kolsvart óvirðingarstryk undir nafn annars hreppstjórans í Kjalarnesshrepp í dagbók sinni, en þvert á móti undir nafn hins hreppstjór- ans í sama hrepp, sem nær býr Eyrarfjalii. Kunnum vjer honum þakkir fyrir gestrisni sína, og svo hverjum bónda, sem man eptir því, að breyta sómasamlega við útlenda ferða- menn, eins og þeir mundu kjósa, að sjer væri gjört, ef líkt stæði á fyrir þeim. Enginn taki þó orð vor svo, eins og vjer mæluinst til gjafa handa þeim, heldur til skynsamlegrar sölu og fljóts og góðs greiða eptir efnum. — I fyrri ferðinni keypti Vilhjálmur 40hross, og gaf fyrir þau öll samtals 678 rbdd., en í seinni ferðinni 36 hross fyrir samtals 571 rbdd. 3 mörk. Hann hefur því í sumar keypt hjer 76 hross fyrir 1249 rbdd. 3 mörk, og mælt er, að liann muni enn ætla að koma hingað i haust, ef hann getur og má. — Annar Eng- lendingur, að nafni Duncan, kom lijer og í suinar að kaupa hesta. Hann keypti hjer uni bil 70 hross, flest fyrir austan fjall, og gaf 11 rbdd. að meðaltali fyrir hvert. jþótti hann kítinn og sípingsamur um borgunina, og yfir höfuð viðsjáll í viöskiptum. Hann gjörði ráð fyrir að fá leyfi til að koma aptur hingað í hestakaup, og þá inn á Eyrarbakka. . Aðfaranótt liins 21. þ. m. kom póstskipið hingað frá Danmörku. Með því komu, auk annara, landfógeti V. Finsen, og sýslumaður Borgfirðinga Lassen. J>ar að auki koin og með því ferðamaður einn frá Vesturheimi, sem ætlar að ferðast um Island, og er hann nú farinn til Jiingvalla, og Geisis í Biskupstung- um. Með póstskipinu kom og viður í timb- urþak, sem leggja á í sumar á skólahúsið í Reykjavík; því helluþakið þykir núverafull- reynt. Svo kom og með því Forfepimi o han d a lærða skólanum, til þess að lærisveinarnir gætu numið hljóðfæraslátt, eins hjer, og við aðra slíka skóla í Danaveldi. — Afútlendum frjett- um liefur oss ekki borizt, nema allt hið bezta: árgæzka og friður, og kornið hafi lækkað í verði í sumar. Sú fregn barst og með póst- skipi, að í staðinn fyrir prófessor Madvig er Simony, sem áður var Departementschef hjá innanríkisráðherranum, nú orðinn Cultusmi- nister. Kammerráð Kristjánsson er settur

x

Ný tíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný tíðindi
https://timarit.is/publication/77

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.