Ný tíðindi - 23.09.1852, Page 2

Ný tíðindi - 23.09.1852, Page 2
78 framliðna, og stillum vjer oss ekki um, að lýsa yfir þeirri ósk vorri og von, að ættingjarnir muYii, sem fyrst gefa út á prenti æfisögu hans, sem og smákvæði þau og lausar vísur, sem finnast kynnu í handritum hins framliðna, eða sem menn vissu af og kynnu. 3) Öll þessi Iiin svörtu tjöld vo'ru Ijeð og lánuð hing- að og þangað að, mest klæði frá kaupmönnunuin, og hafði herra Nielsen timbursmiður annast um fyrirkomu- lag þeirra, og heyrum vjer ekki annað, en að öllum hafi þókt það vel fara hjá honum. það má nærri getn hvaða ómaksauki í því er, að slík tjöld skuli ekki vera til eða fylgja kirkjunni. En kirkjan mun nú hafa nóg við sitt fje að gjöra, þó hun fari ekki að efna sjer upp á sorgartjöld, sem síðan yrði, ef til vill, sjaldan við höfð. Oss þykir því vert, að hreifa því við Reykvíkinga hvort þeim virðist ekki þetta þess vert, að menn skjóti saman dálitlu fje til þess að kaupa fyrir sorgartjöld handa dómkirkjunni, sem vjer getum ekki trúað, að kostuðu nein ósköp En það er ekki efunarmál, að kaupmenn geta farið sem næst um þetta, og ekki er þeim vantreyst- anda til þess að bregðast vel við þessu, ef þeim eða öðrum málsmctandi mönnum þykir það þess vert, og einhver vildi gangast fyr.ir því. t Hér liggur duptiö jaröneska sem dáið gat, lijúpur ódauölegs anda SVEINBJAMAR EGILSSONAR Drs. Hann fæddist 6. Marts 1791; giptist 20. Júní 1822 Jómfrú Helgu Benedictsdóttur fæddri Gröndal, varö kennari við Islands lærða skóla 27. Marts 1819. Lærifaðir í guðfræði 27. Nóv. 1843. Skólameistari í Keykjavikur lærða skóla 27. Apríl 1846 flutti alfari til andanna föðurs, hvar Ilans arfahluti og hugur var, 17. August 1852 eptirþreyir ekkja Hans og 9 börn 3 biöu föður síns í blíð- heimum. Hans lærdómur, gáfnasnild og smekkvíai, hæversk glaðværð og hjartagæðska, Hans tállausa tryggð, tilgjörðalaust lítilæti og ljúfmennska, áunnu honuin frægð og heiður utanlands og innan, ást og kærleika og sáran söknuð vandamanna og vina. þegar allt það hversdagslega er fyrir laungu gleymt, mun Hans um aldur gctið verða, mcðal Islands helztu merkismanna; því „Sá vísi eptirskilur meira nafn enn þúsund aðrir, og þó hann gángi til hvíldar, eykur hann það.“ , Sírak 39. v. 15. Svo minntist vinar síns þ. Svb. ( Aðsent). það hefur aldrei verið ætlun mín að svara þjóðálfi, þó hann kynni að hafa eitthvað það meðferðis, frá sjálfum sjer eða öðrum, sem að mjer mætti lúta, því jcg hefi í því falli haklið það rjettast, að fylgja lífsreglu gainals spekings hjá Gyðingum. Mjer hcfur líka sem optast ckki verið annað hægt, en að þegja, því ekki er nú svo ríkur staðurinn, að jeg eigi þjóðúlf, og les jeg hann þvi ekki, neina ef hann af hendingu verður fyrir mjer við og við annarstaðar. það er þannig rjett nýlega, að jeg rak mig á hans 4. árgangs 77. og 78. blað, hjá kunningja mínum, og las þar langa rollu „frá nokkrum Arnesingum“. A hún að mjer virðist, að gefa landsmönnum mínuin hugvekju um það, hve hraparlega sje misfarið með fje það, sem Suðuramtsins húss - og bústjórnarfjelag liefur til meðferðar. Að þessir „Arnes- ingar“ hafi lagt fjelagi þessu fjárstyrk í upphafi, tel jeg nú sjálfsagt, því annars gæti það verið vafamál, hvort þeir ættu sókn á því, hvernig fjelagið ver eiguin sínum. En þó nú svo væri, að þessir heiðruðu „Árnesingar* hefðu ekkert lagt til íjelagsins fyr eða seinna, neina þessa rollu, þá finn jeg mjer þó skylt, vegna þeirra mörgu, bæði í Árnessýslu og annarstaðar í suðuramtinu, sem án endurgjalds hafa rjett fjelaginu hjálparhönd, að sýna fram á það, af hvaða toga þessi klögumál sjeu spunnin; í öllu falli er það skylda mín við Ijelagsins fulltrúa í Árnessýslu, að firra þá þeim vítiftn, sem þeir ekki eiga skilin, og sem máske hvergi eiga heima, nema hjá mjer, sem samið halði skýrslu fjelagsins frá 1851, sem verið er að ásaka. það ^em virðist, að taka þessa „Árnesinga sárast“, er vcrðlauna útbýtíngin til prestsins á Klausturhólum sjera þórðar Árnasonar, og þorgils bónda Olafssonar á Stóruhorg í Árnessýslu. Að þeir líka fara að tala um gjöfina fjelagsins til Guðbrandar bónda Jónssonar á Gamlabæ í Skaptafellssýslu, virðist að vera gjört svona til málamyndar og til blekkingar, til að gefa í skyn, að ekki sje umvöndun þeirra eingöngu bundin við tak- mörkin áKlausturhóla og Rúrfells sóknura, þó þeim kunni að vera þar kunnugt. En hvað þessa gj ö f til Guðmundar snertir, er mjer óhætt, fjelagsins vegna, að svara þeim heiðruðu „Árnesingum“: Ef þið e k k i eruð fjelagsmenn, þá kemur ykkur þetta ekkert Yið; það er hver bær um að ráða sínu, en cf þið eruð

x

Ný tíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný tíðindi
https://timarit.is/publication/77

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.