Ný tíðindi - 23.09.1852, Blaðsíða 5

Ný tíðindi - 23.09.1852, Blaðsíða 5
S1 verða sín eign? Á þá hreppstjórinn aö hafa svarað: „jeg veit ekki; það held jeg“. "þetta tók Jón fyrir fulla heimild og beiddi Gísla bróður sinn, að marka fyrir sig gemlinginn undir brœðranna sameiginlegt mark, hvað hann og gjörði. Seinna var kindin seld sém óskila- kind, og bræðurnir lögsóktir fyrir mörkun hennar. Undirdómarinn Árni sýslumaðu Gísla- son fann j)á ákærðu seka um ólöglega með- ferð á fundnu fje, og dæmdi því 12. nóvemb. árið sem leið: Hinir ákærðu bræður Jón Jónsson, vinnu- maður á Kálfafelli og Gísli Jónsson, vinnu- maður á Hvoli, eiga hver um sig að líða 15 vandarhagga refsingu, greiða, sem einn maður, endurgjald fyrir allait |)ann kostn- að, er löglega leiðir af máli þessu, auk f>ess að hinir ákærðu greiði, livor að sínu leyti, endurgjald kostnaðar {>ess er fram- kvæmd hegningarinnar af sjer leiðir, enn fremur ber Gísla að borga tvo ríkisbánka- dali í málsfærslulaun til talsmanns sins í málinu hreppstjóra Bjarna Bjarnasonar. Dómi þessum skutu þeir dómfeldu til Iandsyfirrjettarins sem ekki fann {>að neitt í aðferð bræðranna, er ollað gæti {>eim lögsókn- ar eða áfellisdóms, þar þeir enga launung drógu á tilkall sitt til kindarinnar, og vitni höfðu borið að liking mikil væri, livað litinn snertir, milli gimbrarlainbs þeirra bræðra og óskilakindarinnar. Loks beíðu orð breppstjór- ans, hver eitt vitni sannaði, og hreppstjórinn ekki harðlega neitaði, verið þeim til styrking- ar. Landsyfirrjetturinn dæmdi því 14. júní 1852 Hinir ákærðu Jón Jónsson og Gísli Jónsson eiga fyrir sóknarans ákæru í sök þessari sýknir að vera. Allur af sökinni löglega Ieiðandi kostnaður, og þar á með- al þau svaramanni hins ákærða Gisla Jónssonar í hjeraði dæmdu laun 2 rbdd., sem og laun sóknara hjer við rjettinn organista P. Gudjohnsen 5 rbdd. og svara- manns Jóns Jónssonar cand. theol. Laur- usar Hallgrímssonar 4 rbdd., borgist úr opinberum sjóði. Um jarðyrkju á Islandi. (Endi). En hvernig getum vjer aflað oes þessarar þekkingar og kunnáttu? Getum vjer fengið hana úr útlendum bókum? Nei! hún er ekki fólgin í fast ákveðnum reglum, sem eiga allstaðar við. Hún er fólgin i lmg- sýni og kunnáttu, til að sjá hvað hezt á við á hverjum stað. Grasvegurinn verður ekki þekktur kennslulaust af bókum; þar það er ekki einhlýtt að fara eptir útlitinu; lieldur verður að leysa moldina upp með sýrum, til að vita hvað mikið er í henni af lrverju efni fyrir sig. Og auk þess, sem bækurnar leggja ekki áhöld til þess konar rannsóknar upp í liöndurnar á mönnum, þá eru þessar ransókn- ir vandasamari enn svo, að menn geti komizt upp á þær tilsagnarlaust. Menn geta að eins lært þessa íþrótt með langri iðn og góðri til- sögn. Og þessi iþrótt er að rannsaka og leysa í sundur efnin í jarðveginum, sem er sú eina sky nsamlega og áreiðanlega undirrót jarðyrkj- unnar. En geta menn ekki lært hjá löndum vorum, sem hafa numið þessa iþrótt ? Nei! ekki vegna þess, að þeir sjeu ekki mæta vel að sjer, heldur vegna hins, að bæði þurfa þeir langan tíma hjer til rannsókna og tilrauna, áður en þejr geta farið að kenna; og svo eru þeir svo örfáir að naumast er von á því, að hjer geti komið upp jarðyrkjuskóli meðan þeir fjölga ekki meira. En þó menn gætu nú lært hjá þeim, vantar samt það sem ekki ríð- ur svo lítið á, — og það er að ferðast hjá ná- granna þjóðunum og kynna sjer háttu þeirra, sem bezt verður; búnaðarhátt, ræktunaraðferð og verklag. Mörg er aðferðin í hverju fyrir sig, og svo mörg, að varla er þess að vænta, að nokkur bókleg menntun geti verið einhlýt í þeim öllum. En náttúran og háttsemi þjóð- anna er sá menntabrunnur, sem aldrei verður uppausinn og sem getur bezt fullnægt þeim, sem ferðast í allri fjölbreytni og vanda. 5eg- ar búið er að nema af bókum er ætíð eptir, að geta framkvæmt það, sem maður hefur numið og til þess þarf ekki litla kunnáttu og æfing. Gildi þekkingar sinnar getur maður bezt reynt með því að bera hana saman við reynzlu annara manna. Sá sem ferðast, at- hugar allt nýtt, sem fyrir hann ber og hvern- ig það geti orðið að liði heima hjá sjer. Með því móti getur hann orðið fær um, að skera úr því, hvaða aðferð sje bezt í öllum bjarg- ræðisvegum manna. Dýrmæt er þessi þekk- ing; því annaðhvort verður það hún, eða ann-

x

Ný tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný tíðindi
https://timarit.is/publication/77

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.