Ný tíðindi - 23.09.1852, Blaðsíða 6

Ný tíðindi - 23.09.1852, Blaðsíða 6
82 arskostav ekkert, sem reisir lancl vort á fætur. llaunar er hún kostnaðarsöm, en mikið skal til mikils vinna. En hvernig getum vjer kom- ið þvi við, að ná jiessari þekkingu? Fyrst getur orðið mikið lið að jarðabótum og rækt hjá mönnum, fm þeir hafi ekki svóna itarlega {cekkingu; ef jieir eiga kost á að leita ráða og leiðbeiningar hjá einhverjum í sveit sinni, sem er fullnuma í jarðyrkju. Vjer álitum jiví komið i æskilega gott horf, ef í hverju hjer- aði væri lærður jarðyrkjumaður. En til fiess að það geti orðið, liljóta nokkrir að gefa sig fram til að læra búnaðarfræði. Ekkert gæti verið fegurra fyrirunga menn, sem hafa nokk- urt bein í hemli, en að ráðast í slik fyrirtæki. Austur yfir hafið láu frægðarspor feðra vorra; en fiau eru afmáð og enginn vill kannast við fiau, affiví niðjarnir hafa ekki viljað feta fiau. Sá fiótti enginn maður, sem ekki hafði kynnst fremdarháttum útlendra manna. BJeg uni fiví lítt, að sitja lieima eins og kona“ var viðkvæði fornmanns; „vil jeg fara úr landi og leita tnjer fjár og frægðar". Nú er sá frami vor mestur að komast nokkrar vertíðir í fiskiver; og heitir sá góður drengur, sem hefur fengið nokkur hundruð af jiorski áður en hann verð- ur húsbóndi. Feður vorir leituðu sjer fjárog frama, af f>ví þeir voru ríkir, segja menn. En það er ekki svo; þeir voru rikir af því þeir gjörðu það. fjeir höfðu nógan metnað sómatilfinning til að halda í við aðrar þjóðir; og stóðu því ekki á baki annara þjóða i mennt- un og díígnaði. En vjer niðjar þeirra erum eins og örverpi, og höfum ekki mannrænu heldur en skrælingjar. Enginn kánn að liag- nýta sjer gæði náttúrunnar. Er þá ekki sæmra fyrir oss að taka upp frægðar og blessunarsið feðra vorra? Að sönnu fáum vjer ekki giill og gersepar höfðingjanna. En vjer fáum þekkinguna, sem getur aílað oss allsnægta úr skauti jarðarinnar; og hún getur hvorki eyðst nje glatast. Vjer íáum ekki frægð fyrir hreysti og framgöngu. En.vjer fáum frægð, sem er miklu dýrmætari, frægð af þeirri kunnáttu, sem skynsömum verum sæmir. Vjer fáum ekki herfang; en.vjer getum aílað oss kunn- á'ttu til að eignast auð íjár, án þess að fje- fletta nokkurn, án þess að granda lífi eða gæfu annara manna. Vjer biðjum því alla, sem í einhverju vilja reynast fósturjörð sinni góðir drengir að efla þetta málefni; því vjer vonum að þeim muni flestum sýnast á einn veg, að það sje helzti sómavegur fyrir ætt- jörðu vora að koma jarðyrkjunni á fót. En af þvi auðnum eru ekki ætíð samfara gáfur og náttúrufar sem útheimtist til þessar- ar þekltingar; af því líka þetta er ekki meira til hagnaðar þeim, sem lærir heldur en þeim, sem njóta tifsagnar hans og leiðbeiningar, er þess brýn nauðsyn að efnahændur í sveit skjóti saman til að koma efnilegum mönnum á framfæri til að læra jarðyrkju. Ef að þeir skuldhinda þá til að setjast að hjá sjer, þeg- ar þeir koma aptur, skera bændur sjálfir upp arð af tillögum sínum, þessi maður sem þeir lxafa styrkt tii að nema jarðyrkjuna, getur þá sagt þeim hvers jarðir þeirra jiurfameð; liann getur kennt þeirn allt- verklag, sem þarf til að nota ný verkfæri og nýja aöferð. Og hvað getur verið því til hindrunar að menn leggi nokkuð í sölurnar, þar sem ágóðinn er viss, þó kostnaðurinn sje töluverður? Jað er lík- legast að 3 ár þurfi til lærdóms; og er tilætl- andi að á vetrum sje numið bóknám, en á sumrum sje gengið að landvinnu, og ferðast um Noreg, Sviþjóð og England. Ef að mað- urinn er í Danmörk, veitir honum valla af 200 ríkisdölum árlega, þó að stjórnin kynni nokkuð að styrkja hann. Lærði maöurinn hjer og vildi ferðast, veitti honum ekki af 400 dölum í ferðakostnað. Væri nú 12 menn, sem vildu fá efnilegan inann, sem væri fjelaus, og styrkja hann til að nema jarðyrkju., þá kæmu 50 dalir á livern, það er mikið aö sönnu; en ef þeir gætu fyir hans tilstuðlun bætt tún sitt unt eitt kýrfóður þá hafa þeir kostnaðinn upp borinn á fyrsta ári, og ágóðann hinna áranna hafa þeir eins og verðlaun fyrir at- orku sina og þekkingu. Frjettir höfum vjer ekki miklar að segja, nema árgæzku lijer á landi svo mikla, að menn þykjast varla niuna betri. Veðurátta og grasvöxtur hefur í sumar fylgst að hver- vetna sem til hefur spurst, nema í Skapta- fellssýslu er mælt að miklir óþerrar hafi verið síðast um túnaslntt, og þar á eptir framan af engjaslætti. — Til þess er tekið livað mjög jökullinn á Skjaldbreið hefur þiðnað í sumar, og

x

Ný tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný tíðindi
https://timarit.is/publication/77

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.