Ingólfur - 18.03.1853, Page 2

Ingólfur - 18.03.1853, Page 2
18 manns lóð eigi að meðhöndlast sem einka- niál, þegar frá er skilið æðarfugla dráp, eða skot og veiði í eggverum og nótlögnum. 5að var því í umtali við rjettinn, að meðferð og dóm í málinu ætti að dæma ómerkt, af því að það hefði verið meðhöndlað og dæmt sem opinbert lögreglumál, í stað þess að f»að ætti að vera einkamál, og að sakarkostnaðurinn ætti að lúkast úr opinberum sjóði. Að lykt- um rjeði þó afl með landsyfirrjettardómemlum, og var því þann 13. sept. árið sem leið, dæmt rjett að vera: „Undirrjettardómurinn í þessu niáli á ó- „raskaður að standa, j)ó svo, að ákærði að „eins greiði 2rbd. bætur. Sóknara við lands- „yfirrjettinn kand. theol. Lárusi Ilallgrims- Bsyni bera 4 rbd., en organista P. Gudjobn- „sen 3 rbd., sem borgist af ákærða“. Sendifarar - SKVIISI A Herra Jónanna. ið finnum okkur skylt að skýra yður í stuttu máli frá, liversu þjóðmálefnum vorum hefur vegnað siðan í fyrra, og einkum hvernig við höfum leitazt við að reka erindi það, er þjer fáluð okkur á hendur eptir þjóðfundinn 12. ágúst í fyrra sumar. Yður er kunnugt, að Jón Guðmundsson tilkynnti jafnskjótt stiptamt- manni um kosningu sína, og beiddist farar- leyfis og bauð alla mögulega ábyrgð embættis síns; um kvöldið sem þingmenn lögðu af stað leitaði bann svars, en náði ekki fundi stipt- amtmanns. Daginn eptir að þingmenn voru farnir fjekk bann svar, að leyfið fengizt ekki; og eptir að hann baíði þar að auki sannað, að bann hefði ekki heilsustyrk til aðþjónajafn- örðugu embætti, og reynt enn til að bjóða mann í stað sinn, neyddist bann til að afsala sjer embætti það, sem hann var í settur, þar eð bann vildi ekki sjást fyrir um neina hags- muni sjálfs sín, þegar fylgja átti fram þessum þjóðmálefnum vorum. Nokkrum dögum eptir að þingmenn skildust, fór Jón Sigurðsson af stað til Kaupmannahafnar með skipi frá Bal- lum i Slesvík; skildi liann eptir afskript af ávarpi þingmanna til konungs, sem hann ætl- aðist til að stiptamtmanni yrði afiient. Hann kom til Kaupmannahafnar 14 dögum siðar, og var þá herskipið nýkomið þangað með söguna um þjóðfundinn; gengu um það ýmsar fregnir og þó fáar sannar, en þó bætti það nokkuð, að eitt af helztu blöðunum í Kaupmannahöfn BFædrelandet“ hafði grein nokkra uin fundar- slitin, og sagði þar, að konungsfulltrúinn virt- ist hafa verið nokkuð bráðlátur, eða jafnvel hlaupið á sig, þvi þingið hefði ekkert ólög- mætt aðhafst. Nokkurt þýzkt blað, sem menn hafa álitið að stæði í sambandi við stjórnina, hafði tekið grein nokkraum fundinn, sem leit út til að vera byggð á skýrslum til stjómar- innar; þar var þingmönnum kennt um allt, og aðferð þeirra talin sem hlægilegt apaspil eptir Ilertogadæmunum, að gera upphlaup móti kon- ungi sínum. Jegar Jón Sigurðsson kom til Kaupmannahafnar, talaði hann við nokkra hina helztu af stjórnarherrunum, Tillisch, Sponnec/; og Madviy, og leit reyndar svo út sem Tillisch að minnsta kosti ætlaði sjer að trúa betur ann- ara sögum enn hans. Hann snjeri sjer því til blaðanna, og ljet prenta í „Fædrelandet“ danska útleggingu af brjefi þjóðfundarmanna til Is- lendinga, og af nefndarálitinu með uppástúng- um bæði meira og minna hlutans. Ávarpið til konungs vildi hann ekki bera fram, þar eð hann vænti félaga sinna, og beið þess að þeir allir bæri ávarpið sameiginlega fram fyr- ir konung. Samt sem áður sendi hann með „privat* brjefi ávarpið og danska útlegging þess til forstöðumanns hinnar íslenzku stjórn- ardeildar, herra Oddgeirs Stephensens, svo það yröi stjórninni kunnugt; því það var auð- sjeð á öllum lotum, að reiði sú, sem á stjórn- armönnunum var að merkja við oss, meira hluta þingmanna, væri annaðhvort sprottin af því, að ráð stjórnarherranna í frumvarpinu um stjórnarskipunarmálið hafði ónýzt — (því það er ætíð óþægilegt að djúpsett ráð ónýtist) — eða af einberuin inisskilningi um sanna mein- ingu vora, sem hefir aukist enn meira við

x

Ingólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ingólfur
https://timarit.is/publication/79

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.