Ingólfur - 18.03.1853, Blaðsíða 3
19
skjrslur konungsfulltrúa og forseta frá [)íng-
inu. Jað sýndist því vera helzt reynandi, að
upplýsa málið og þess sönnu meiningu. Hin
helztu biöð í jiýzkalandi og Noregi skýrðu
frá uppástungum meira liluta nefndarinnar, og
ýmsu öðru um málið, og ljetu llestir vel yfir
vorum málstað. Jetta virðist og hafa lirifið
svo mikið, að stjórnin hafi séð, að framferðir
konungsfulltrúans og frásagnir vaeri ekki með
öllu gallalausar; hvar fyrir almennt vartalað,að
Kosenörn hefði verið falaður til Islandsferðar
til að rannsaka allt f>etta mál, og kalla hefði
átt Trampe heim; en þegarþað fjekkst ekki af
Rosenörn, [)á hafi til hins verið tekið, að halda
Trampe og fullnægja ráðum hans. Stjórnin
mótmælti samt ekki neinu því, sem skýrtvar
frá um málið af vorri hendi, og jafnvel ekki
ágripi úr erindisbrjefi, sem konungsfulltrúa
átti að hafa verið skrifað í fyrra vetur, og
mörgum þótti nokkuð liarðorðað oss til handa,
einkum þar sem honum átti að vera lagt
fyrir að skýra stjórninni frá, hverjir em-
bættismenn mælti móti stjórnarfrumvarpinu,
og stinga upp á hversu þeim skyldi hegnt
verða. En svo leit út sem það ætti nokkuð
skylt hjer við, að land-og bæjar-fógetinn var
settur frá með konungsúrskurði án dóms og
laga, og amtmönnum bannað að setja Jón Guð-
mundsson í nokkuð embætti. Mælt var að fleir-
um hefði verið ætlað hið sama, en að það hefði
farist fyrir. Merkilegt er, að stjórnartíðindin
liafa aldrei frá þessum konungsúrskurði skýrt.
Jón Guðmundsson kom til Kaupmanna-
hafnar í október, og sendi áður enn hann lagði
af stað stiptamtmanninum með brjefi eptirrit
það af ávarpi jnngmanna til konungs, er við gát-
um fyrri; nokkru seinna fengum við að vita, að
Eggerts sýslumanns Briems væri ekki hingað
von; var [>að að okkar ætlun })ó ekki lítill
hnekkir erindi voru, að svo fór, því hann var
sá af oss öllum, sem helzt leit út til að myndi
geta komið stjórninni í hinn rjetta skilning á
málunum. Jegar hann ekki kom, gátum við
heldur ekki sótt um að koma fram fyrir kon-
ung með ávarpið á þann hátt, sem til var ætl-
ast, heldur urðum að sæta tækifæri til að ná
fundi hans einstaklega til viðræðu. I nóvem-
berm. urðu nú á ný ráðgjafaskipti og margt
var þá tvísýnt; þá var og hjer um bil út séð
oni frumvarp það, sem lagt var fyrir gæðinga-
fundinn i Flensborg í fyrra, og kallað hefir
verið ,Notabel“-frumvarp, að það myndi aldrei
gildi ná; og síðan kom breytingin á Frakk-
landi. Jess vegna fjekkst ekki færi á að ná
konungsfundi fyr enn í desember, og varaði
viðræðan við konung heila stund. Hann reynd-
ist þar, eins og hann mun hveijum reynast,
hreinskilinn, hjartagóður, skynsamur án allrar
tilgerðar. Enginn hefir eins einlæglega og
hann sagt frá því, sem liann hafði heyrt um
þetta mál, og liann hafði lesið það og mundi
mikið af því; en hjer á ekki við að hafa það
eptir; en þó getum við ekki varizt að greina
það eitt, sem bezt lýsir hvílíkur undarlegur,
og reyndar að okkar viti óskiljanlegur mis-
skilningur, rógur og missagnir hafi verið uin
þetta mál, að konungur sjálfur ljet í ljósi, að
það hefði verið talið erindi þeirra, sem sendir
voru, að segja sér upp tryggð og hollustu;
var því ekki kyn þó honum hefði dottið í hug
að láta setja þessa menn í varðhahl. Við er-
um samt. þeirrar fullrar vonar, að hann hafi
sannfærzt um að Islendingar eru honum trúir,
og myndi ekki elska hann síður enn fóður
lians, ef honum auðnaðist að veita landi voru
það gott, sem við vitum hann hefir vilja til;
og það vitum við, að það er ekki honum að
kenna, heldur ráðgjöfum hans, ef íslendingar
fá ekki verzlunarfrelsi eða aðrar óskir sínar
uppfylltar; en óskum vorum verður aldrei fram-
gengt eða framfylgt n^eð skynsemi, fyr enn ís-
lenzkir menn verða ráðuneyti konungs í ís-
lenzkum málum; og höfum við seinna haft
tækifæri til að láta i ljósi við stjórnina, með
bréfum þeim, er við höfum ritað með bænar-
skrám frá Islandi, að þetta sje bæði álit al-
mennings á Islandi, eins og bænarskrárnar
sýni, og svo sjálfra vor. Konungur lofaði
svari upp á ávarpið, en ítrekaði að vér yrðum
aðhafa þolinmæði, því hér væri í margt horn
að líta; hann ljet og í ljósi að sig langaði til
að koma út til Islands, og vonaði liann að
Islendingar sfnir myndi skiljasig, og hann þá,
ef þeir talaði saman; það myndi og verða ef
svo bæri að, því hreinskilni og tryggð eiga
ætíð hægt með að skilja hvor aðra. Með
þessu var þá hið eiginlega aðalmið fararinnar
náð svo sem auðið varð; það hefði getað náðst
enn betur, ef Briein sýslumaður hefði getað
komið, og ef stjórnin lieíði viljað nota okkur