Ingólfur - 18.03.1853, Page 4
20
til að styrkja til einhvers góðs í landsins þarf-
ir; en henni hefir ekki þóknazt það, og
geta þar til reyndar verið fleiri enn ein orsök;
þar á meðal það, að hin íslenzka stjórnardeild
hefir ekki verið í vetur á fuilkornlega föstuni
fæti fyr enn nú; ennúvonum við lika, að sá
maður, sem hefir fengið liana til forstöðu og
erí flestum greinum ágætlega til þess kjörinn,
beri auðnu til að styrkja mál lands vors, og
koma því marga í lag, sem lagfæringar þarf;
en það er skylda vor að styrkja hans góðan
vilja og viðleitni, því þar með að eins verður
lionum auðið að fá fullt það atkvæði í vorum
málum sem hann þarf og á að hafa, ef hann
á að geta gjört fullt gagn.
Bænarskrár þær, sem okkur hafa verið
sendar úr flestum hjeruðum á Islandi, höfum
við sent með dönskum útleggingum til stjórn-
arráðskrifstofu Ilans Hátignar konungsins, svo
þær kæmu honum sjálfum í hendur; en svar
upp á þær er enn ekki komið, og mun það biða
málanna úrgreiðslu, og er góð biðin ef til góðs
er beðið, sem við vonum að verði. Múlasýslu-
búar hafa gengið á undan öðrum með þessar
bænarskrár, og hafa þær án efa sýnt stjórn-
inni að hjer er ekki að tefla um álit fáeinna
manna, heldur að það er eindreginn vilji allra
þeirra meðal þjóðarinnar, sem nokkuð hugsa
eður þora að hugsa, og tala máli þjóðernis síns
og rjettinda og velferðar landsins. Frá Múla-
sýslum hefir okkur og verið sent ávarp til þjóð-
fundarmanna, og aðrar fleiri ritgjörðir um þetta
efni, sem allar votta innilega ást til föður-
lands vors, og einlægan vilja til að styrkja
til að málefni þess geti fengið liappalegan
framgang. Nú mun það og vera ætlun stjórn-
árinnar, sem lögin sjálf og gera ráð fyrir, að
alþing verði að sumri, en þá á að kjósa í
haust eð kemur eptir alþingistilskipuninni, og
á stiptamtmaður að gæta þess. Við þurfum
ekki að segja yður, hversu áriðandi þessar
kosningar eru, því heldur sem færri verða þá
þingmenn enn seinast, og þingið fyrir því í
mörgu veikara. Hitt leiðum við ekki í get-
gátur, að stiptamtmaður muni gæta skyldu
sinnar eptir lögunum, þó hann yrði ekki á-
minntur um það.
Við látum blaði þessu fylgja reikning, sem
sýnir hvað goldið eraf samskotum þeim, sem
þingmenn gerðu í fyrra og hversu þeini hefir
verið varið. Við álitum rjettast að öll tillög-
in verði goldin, og að síðan verði ákveðið af
þeim, sem saman liafa skotið, hvernig með
skuli fara það sem af gengur. Væri Jing-
vallafundur vel til þess fallinn, ef þjóðfundar-
hald drægist, og inætti þar gera uppástungur
um högunina og leita síðan skriflega atkvæða
þeirra, sem ekki kæmu. jþað virðist auðsætt
að þessu fe verði ekki varið til annars enn.þess,
sem sje í alls landsins þarfir.
Við leyfum okkur að benda til nokkurra
atriða, sem við ætlum nú helzt áríðandi í bráð
að hugsa um:
1. að þingmenn haldi samheldi með sjer, og
ieitist við að upplýsa alla hina beztu
menn og alla alþýðu um það, hversu nauð-
synlegt samheldi og þolgæði er á liættu-
sömum timum.
2. að þingmenn láti sjer ekki síður annt um,
að skýra fyrir sjer og öðrum hugmynd-
irnar um stjórnarmálefni landsins og upp-
ástungurþær, sem um það eru framkomnar.
3. að þingmenn leitist við að koma á sam-
göngum milli sín og um allt land, og það,
ef mögulegt væri, eptir vissum reglum
og á vissum timum.
4. að nú í sumar verði rituð sem allra Qöl-
mennust bænarskrá að mögulegt er, um
verzlunarfrelsi við allar þjóðir, eptir upp-
ástungum þjóðfundarins í fyrra.
5. að fundir verði haldnir alstaðar í þessu
skyni, og svo jafnframt til að glæða hjá
mönnum áhuga á öðrum mikilvægum mál-
efnum, svo sem á endurhótum í jarðar-
rækt og öllum greinum landbúnaðarins,
almúgaskólum eða bændaskólum, sjó-
mannaskólum, frjálslegri og reglulegri
sveitastjórn og fleira þess konar.
6. Efmönnum sýndist, myndi það ekkispilla,
að bænarskrár um stjórnarbótina yrðu
sendar fleiri, einkum úr þeim sýslum,
sem ekki hafa sent í vetur.
7. En fyrst og fremst verðum við að taka
það fram, að þjer gjörið allt til þess að
alþýða hvorki láti skelfast nje hugfallast,
og ekki heldur láti kvikna hjá sjer ueitt
liatur til stjórnarinnar eður hinnar dönsku
þjóðar, svo sem þeirra, er með vilja og af
vonzku traðki rjetti vorum, því þessu er
víst engan veginn svo varið, ekki heldur