Ingólfur - 18.03.1853, Page 5

Ingólfur - 18.03.1853, Page 5
21 firrtist svo aft hún leggi árar í bát, og ekki heldur trúi neinuin lausum og óá- reiðanlegum fregnum nje ágizkunurn, eða láti þær á sjer festa hvaðan sem koma, heldur leiti sannleikans og fylgi fastlega hinu rjetta, með leiðsögn góðra manna. Jað höfum við fyrir satt að umbót sú, sem nú er á komin, að póstskip gangi Qór- um sinnum á ári til Islands, sje árangur af margteknum kvörtunum yfir samgönguskorti og óskum um endurbót á |>ví. —■ 3>annig munu smáinsaman verða bættar póstgöngur í landinu sjálfu, verzlanin og fleira, ef við lát- uin ekki þreytast að halda fram máluin vor- um af öllu afli og með góðu samheldi. Kaupmannahöfn 15. apríl 1852. Jón Guðmundsson. Jón Sigurðsson. lljett afskript vitnar Jón Sigurðsson. Jetta er nú Skýrslan um sendiför herra Jónanna á konungslúnd, og hef jeg jiví einu við hana bætt, að jeg hef sett fyrirsögnina fyrir henni, því hún var alls engin í liandrit- inu. Jaö ætlaði ekki að ganga alls kostar greitt, að fá Skýrslu jiessa prentaða, f>ví að kveldi hins 9. d. þ. m. kom bæjarfógetinn sjálfur, herra Finsen, til mín upp á skrifstofu fngólfs og tilkynnti mjer, að herra Jón Guð- nnindsson liefði ritað sjer brjef, jiar er hann óskaði þess, að fógetinn leggði löglegt bann bæði á prentun Skýrslunnar sjálfrar í Ingólfi, og eins aðalinntaks hennar. Oskaði herra Finsen, að við báðir blaðamennirnir kæmum j>á þegar saman um kveldið, svo að hann fengi að heyra ástæður okkar hvors um sig. Mætt- um við þá, og var rjettur settur hjer um bil kl. 5 um kveldið. 3>á er herra Finsen hafíii lesið upp fyrir mjer brjef ábyrgðarmannsins, spurði hann mig, hvort jeg hefði þar nokkuð um að segja; jeg kvaðst alls ekki geta tekið brjefið til greina, eða fyrir það vikið frá ætl- un minni að láta prenta Skýrsluna. Síðan færðuin við fram ástæður vorar á víxl, blaða- mennirnir, en fógetinn bókaði jafiióðuin. Stóð þetta þjark yfir í 3 klukkustundir. Færði jeg það helzt til míns máls, að par eð S/ýrs/an hefði verið send flestöllum pjóðfundarmónn- umog par eð pað var Ijóst, að hún hefði verið lesin upp bœði d þingvallafundi og á mannfundum heima í hjeruðum, gœti jeg ekki annað dlitið, cnn að Skýrslan væri almanna- mál, og pjóðinni heimil sem blaðamál og blaðamatur. Ekki man jeg neitt af ástæðum berra Jóns á móti þessu, en víst hafa þær lýst bæði gáfum og lærdómi. Nú endaði þá svo þjark þetta, að við skutum því til fóget- ans að leggja úrskurð á málið. Fógetaúr- skurðurinn var birtur 11. d. þ. m. og stendur síðast í honum á þá leið, „að fógetarjetturinn geti ekki betur sjeð, enn að heimild sækjand- ans, til að segja verjandanum prentunarfor- boð Skýrslunnaf á höndur, sje eptir öllum á- stæðum, sem fram eru komnar, svo ósönnuð, að hin umbeðna fógeta gj'órð ekki getur dtt sjer stað. Utgefarinn. (Aðsent). Góð meining og gersakir þjóðólfs. Af j)ví svo lítur út, sem 3>jóðólfur með grein einni í 106. bl., um spítalafiskinn í Ár- nessýslu, beini því að Stiptsyfirvöldunum, að þau hafi á sölulagi hans einhverja skrítna að- ferð, og sem þeim mætti þykja tortryggileg, er eigi þekkja til, þá j)ykir vert að geta þess, að með brjefi dagsettu 27. d. janúarm. 1852, bað hiskupinn sýslumanninn í Árnessýslu, að selja spítalafiskinn annaðhvort undir hendinni eða við opinbert uppboð, eptir því sem sýslu- maðurinn áliti hentugast spítalans vegna; og var fiskurinn seldur við opinbert uppboð lit í Jorlákshöfn 7. d. aprílm. Ilæstbjóðandi varð Magnús bóndi Magnússon að Ilrauni. I ár 1853 hefur sýslumanninum verið ritað brjef 26. d. janúarm. um þetta hið sama; og er þar jafnframt skotið til álits sýslumannsins, hvort eigi sje betur fallið að halda uppboðið í Iljálm- holti, til þess að sem flestir geti verið við.— llvernig getur því Jjóðólfur í nafni nokkurs Árnesings grenslast eptir orsök til þess, að þeiin þar austanfjalls sje aldrei boðinn spí- talafiskurinn á uppboðsþingi, svo að þeir geti eigi fengið hann, sem mest kynnu vilja fyrir hann gefa? 5að mun ekki mega renna grun í það, að þjóðólfur sje svo skrítinn, að vilja gjöra Stiptsyfirvöldunum gersakir, til þess að geta komið við sinni góðu meiningu, að gjöra gis að Árnesingum? X.

x

Ingólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ingólfur
https://timarit.is/publication/79

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.