Ingólfur - 28.07.1854, Page 2
126
Ieika við stafrofið í kveri þessu, aft þar vantar
rneð öllu tvo algenga stafi, c og q, sem
enn eiga sjer þó víða stað í íslenzkum bókum,
bæði prentuðum og skrifuðum. Mynd og
heiti þessara stafa er ekki svo mikið sem sýnt,
fyr enn á bls. 51 innanum útlendu stafina.
Vjer getum nú vel ímyndað oss, og vitum
jafnvel til þess af reynslunni, að f)ó að ein-
hver almúgamaður fari að kenna barni sínu að
stafa og stauta á kveri þessu, þá láti hann
ekki barnið þræða það orð fyrir orð aptur fyrir
51. blaðsíðuna; og getur svo barnið, ef til vill,
orðið stautfært, að eigi þekki það c eða q,
fyr enn það rekur sig á útlaga þessa í húsvit-
jun hjá prestinum. En höfundarnir hafa lik-
lega heldur viljað, að börnin lærðu ekki einu
sinni að þekkja þessa stafi, enn að þau á síð-
an skyldu óprýða bókmál vort með þeim, er
þau færu sjálf að rita!?
Næst á eptir stafrófi því, sem vjer höf-
um nú lýst, koma, eins og lög gjöra ráð
fyrir, atkvæði og atkvæðisorð í 36 flokkum
og á 13 blaðsíðum. Og af því að höfundarn-
ir segja í reglum þeim, sem þeir hafa gefið
í formála kversins fyrir brúkun þess, „að ekki
megi láta börnin ganga frá atkvæðunum, fyr
enn þeim er orðið liðugt uin að lesa þau, hvar
sem í þau er tekið, því það sje svo mjög á-
riðandi*, þá verður oss fyrst fyrir, að biðja
guð að gefa kennurunum þolinmæði, og börn-
unum lyst til gott að læra, ef þeir annars leggja
með ungana út í þennan atkvæðasjó. Mjer er
sem jeg heyri hann Gvend Hölluson á Búr-
felli vera að kenna niðursetningnum, að stafa
atkvæðinþau arna í fjórða flokki atkvæðanna:
ing, ugl, urg, urð, urp, ups, uml, úlp, úlf;
og er þó þetta ekki nema ein lína af sex í
þessum flokki. Eptir því sem jeg þekki skaps-
muni Gvendar, þá gæti jeg vel trúað þvi, að
Kári litli, þó hann sje kallaður Bárðarson,
fengi eins mörg hnefahögg hjá honum, og
hljóðstafir eru í línu þessari. Og hversu mörg *
höfuðhögg haldið þjer þá ekki, höfundar, að
þjer hafið búið Kára litla, áður enn Gvendur
kemst með hann í 36. flokkinn, og sezt þar
niður í rtröllskessusæti“? 3>rátt fyrír skoðun
höfundanna á nauðsyn þessara atkvæða, erum
vjer allt af betur og betur að sætta oss við
þann kennslumáta, að komast megi hjáþess-
uni margbrotna og meiningarlausa atkvæða-
Ilestri, með þvi lika vjer sjáum, að nýustu
stafrófskver Dana eru farin að sleppa, að kalla
má, ölium atkvæðum, en taka í þess stað
hrein og bein hluta heiti, sem næst liggja
þekkingu ogskilningi barnsins, líktog Staf-
rofskver h. m. m. b. — guð blessi bæði hús
og menn! — hefur farið fram á. Og vjer erurn
vissir um, að börnin skulu eins vel, en fljótar
komast niður i bóklestri, með því að stauta
fyrst, þó ekki sje nema á 2, eða 3 blaðsíðum,
skrítnar smásögur með tómum eins atkvæðis
orðum, eins og er t. a. m. Páll og Jón í kveri
Bjarnar, eða fíarn og Mús i kveri Svein-
bjarnar, heldur enn þó þau sjeu látin rugla
innanum 36 atkvæðaflokka á 13 blaðsíðum
í þessu kveri þeirra, Friðrikssonar og Gríms-
sonar.
5egar Stafrófskver þessara manna er
þannig skoðað í því tilliti, að kenna börnum
að þekkja fyrst stafi og taka saman, þá álit-
um vjer það ekki lagað til þess, og að það
hefði rjettilega átt að heita: Efni í Staf-
rófskver handa börnum, en ekki Stafrófs-
kver handa peim. j>ar á móti þegar vjer
skoðum það sem Lestrarkver handa ungling-
um, sem farnir eru að geta fleytt sjer í lestri,
þá álitum vjer það í mörgum greinum gott og
fróðlegt, eins og búast var við af höfundun-
um, að þeir mundu þá hitta á lagið, þegar
þeir ekki tóku svo niður fyrir sig. að fara
að kenna börnum að stafa og stauta; því til
þess þarf sannarlega aðra köllun enn þá, sem
kemur til manns frá fastri áskorun annara.
•Teg -(- ^ú.
Brjef til útgefara lngólfs.
(Framhald.) Og það er sjer í iagi þessi
kaldi og ómannúðlegi andi, sem svo opt
kemur fram í Jjóðólfi, er mjer hefur einna
vest fallið við; jeg gef honum það eptir, að
hann hafi nokkra ástæðu til að setja út á og
rífa niður sumt hvað, sem í ólagi fer; en þegar
allt sýnist miða til þess, að gjöra stjórnina og
yfirvöldin tortryggileg í augum alþýðunnar,
sem af því einstaka—hvort sem vera kann
satt eða ósatt — hættir svo mjög við að meta
mennina eins í öllu, þá sje jeg ekki betur,
enh að tilgangurinn sje eigi sem hreinastur,
og í rauninni engum þeim verðugur, sem vill