Ingólfur - 28.07.1854, Page 5

Ingólfur - 28.07.1854, Page 5
129 stvi&ið gengi. En lagt hefur Nikulás rikt á við hlutaðeigandi embættismenn að sjá um ftað, að þessar bænda skýrslur bærust sem minnst út úr landinu. Jykir þjer nú ekki von, f)ó að Ingólfur tortryggi frjettirnar um stríðið, og sje tregur til að bera f>ær út um þetta sannleikselskandi land? En svo að f>ú fáir jió eitthvað í frjettanna stað, f>á ætla jeg að láta Ingólf færa f)jer eitt eða tvö ol.iuviðarbliið. Maður heitir Elihu Burritt, og á heima, að mig tninnir, í Vesturlieimi; hant> er einn af þeim mönnum, sem þykir kristindómurinn hafa of litil áhrif á hugarfar þjóðanna, og gjörir þvi allt sem hann getur til að greiða honum veg inn í hjörtu inannkynsins. Meðal annars ritar hann í blöðin smágreinar, sem hann kallar olíuviðarblöð til lýðsins. Stjórn- arblað Dana hefur opt meðferðis slíkargrein- ir; nú hef jeg snarað nokkrum af þeim á ís- lenzku, og sendi þjer tvær sem sýnishorn. 1. Olíuviðarblað til lýðsins. Flóðið. Mikla hugvekju geturílóðið gefið oss, þetta hið þögula, óransakanlega og ómót- stæðilega afl, sem setur í hreifingu djúp sjáf- arins og lyptir honum upp, svo hann smá- hækkar þumlung fyrir þumlung, og fet fyrir fet. Vjer sjáum hvernig aðfallinu miðar áfram, og að allar skorður, sem vilja tálma fyrir því, mega til að hverfa fyr eða síðar. Em fjöruna gnæfa klettar og sker upp úr sjónum; en fyr enn varir fellur hann að rótum þeirra og fær- ist ofar og ofar. Jau streitast við um stund að halda sjer upp úr og verjast ílóðinu, en loksins hverfa þau og fara í kaf. jiað er lika til eins konar ílæði í mannlegum efnum, og það er bæði gaman og gagn að gefa gaum að því. Jegar þetta aðfall sýnir sig í vexti og viðgangi einhverra almennra sanninda, þá ris upp á móti því fávizka, hleypidómar og ill- girni, allt eins og klettar og sker; og þessar steinhörðu mótspyrnur sýnast ekkert skeyta um, þó farið sje að bresta að; þær gjöra gis að aðfallinu, og inana flóðið til að koma. jþær kalla það öllum nöfnum, því til fyrirlitningar ogsmánar; segja, að það sje vitleysa, draum- ur, ógjörningur, óhæfa. A meðan fellur að, og flóðið nálgast. Jað tjáir þá eigi lengur að gjöra gis að því, það eru komin seinustu forvöð, og verður þá annaðhvort að hrökkva eða stökkva. Baráttan getur nú staðið leng- ur eða skemur, en hvernig leikar fara, er eng- inn efi á. Enginn hlutur megnar að standa í móti straumi sannleikans. Ilann grefur uin sig, berst og sigrar og rennur svo hægt og hægt á fram yfir sjerhverja mótspyrnu, sem hann kæfir jafnóðum undir sjer. Hin mikla hugmynd um alheimsfrið og bræðraljelag hef- ur komið að mannkyninu, eins.og þegar fyrst feraðbresta að; lengi hafa trúmennirnir hlust- að á og heyrt niðinn álengdar; en vantrú manna, hrekkvísi og illgirni hefur hæðst að hugmyndinni og kallað hana vitlausa. Eigi að siður hefur hún rutt sjer til rúms með hinu hægfara en ómótstæðilega afli sannleákaris; og verður því hvorki neitað eða varnaö, að hún komi fram. Almenningsálitið berst enn á móti henni og hefur reynt til þess með of- beldi og harðneskja, að bæla hana niður; en af því uppruni hennar og afl er himneskt, þá ryður hún sjer til rúms, færir sig upp á skapt- ið og kæfir niður allar mótspyrnur; og óðum nálgast morgunroði þess dags, er friðurinn fyllir jarðríkið, eins og sjórinn hafsdjúpið, þá er mannkynið kannast hvervetna með lotningu við sannleika þessara orða: Guð hefur skapað alla menn af einum ættstofni, til þess þeir skyldu búa saman á jörðunni eins og bræður. 2. Oliuviðarblað tll lýðsins. „Valdi vanansa er daglega viðbrugðið; daglega, því ol'ríki hans hefur meira eða minna vald rjett að kalla yfir öllum mönnum. 3>jóð- ir þær, sem eiga fullu frelsi að hrósa bæði í borgaralegum og trúarlegum efnum, og sem með mesta heiðri og sóma ganga á undan öðr- um í sifeldum framförum á vegi vizku og frels- is, þær eru þó eigi að síður svo Qötraðar af vananum, að heita mega bundnar á höndum og fótum; því einmitt frjálsustu þjóöirnar eru enn í dag þrælbundnar af einkisverðum og svívirðilegum venjum, svivirðilegum fyrir þær sem frjálsa inenn með nokkru sálarþreki, og öldungis ósæmilegum fyrir þeirra andlegu full- komnun og þá trú, sem þær játa. Enginn getur neitað því, að þessi harðstjórn vanans á sjer stað í lífsháttum allra þeirra þjóða, sem vjer þekkjum. Vjer föllum í stafi yfir því,

x

Ingólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ingólfur
https://timarit.is/publication/79

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.