Ingólfur - 28.07.1854, Qupperneq 6

Ingólfur - 28.07.1854, Qupperneq 6
130 hve fráleitt Jmft er, að vera svo aumlega seld- ur á vald heimskulegri venju, þegar vjer sjá- um að hún kemur fram hjá Kínverjum í því að meiða og lemstra fæturna á kvennfólkinu, af því það þykir vera merki um yfirburði, sem öll stórmenni eigi að hafa til ágætis sjer. Vjer getum varla trúað þeim sögum, sem vjer heyrum um áþján þá, er Indverjar leggja á sjálfa sig, og sem kastar svo miklum skugga áalltþeirra líf. Vjer spyrjum hve lengi van- inn muni binda fyrir augun á þegnum páf- ans, svo þeir ekki sjái, hve skaðleg áhrif hjátrúin og skrípalætin hafa á hugarfar og ásigkomulag þjóða þeirra, sem fylgja kenn- ingu hans. 3?að vantar ekki vjer erum íljótir til að finna harðstjóra þennan hjá öllum öðr- um, og fúsir á að lýsa honum, eins og hann á skilið. Vjer liggjum öðrum þjóðum á hálsi fyrir það, að þær skuli halda uppi einni eður annari hættulegri venju, sem rutt hefir sjer til rúms, og oss sárnar það, að þær eigi skuli hafna henni, allra helzt þegar hún annað- hvort hæðist að guði, eða svívirðir mennina. En hvernig er því þá varið hjá sjálfum oss? Getum vjer mælt því nokkra bót, þegar litið er á ýmsar venjur, sem haldast uppi og hefð er komin á, bæði í Englandi með allan krist- indóminn, og í Ameriku með alla spekina og frelsið? (Framh. síðar). Veitt verðlaun. Hinn 14. d. júnímánaðar þ. á. er bænd- unum, Ljenharði þorsteinssyni að Gufuskál- um í Gullbringusýslu, Júni Jónssyni að Grjót- eyri í Kjósarsýslu, Byrni þorlákssyni að Forn- haga í Eyjaijarðarsýslu og hreppstjóra Jóni Sveinssyni að Sauðanesi í Húnavatnssýslu af konungi veittur Minnispeningur sá, sem hafð- ur er til þess aö sæma Islendinga fyrir dáð þeirra og dugnað. Útskrifaðir úr Reykjavíkur skóla 1854. 1. Gunnlaugur Blöndal með fyrstu aðaleink- unn, 87 tröppum. 2. Bjarni Magnússon með fyrstu aðaleinkunn, 83 tröppum.. 3. Haldór Melsted, með annari aðaleinkunn, 67 tröppum. 4. Jón Jónsson frá Barði með annari aðal- einkunn, 59 tröppum ___________ w (Aðscnt) í 153.—154. bl. 3>jóðólfs bls. 246 fyrra dálki er þess getið, að stiptamtmaður, greifi Trampe, hafi ferðast um yfirstandandi lestir, og að skrifarinn — Organistinn — hafi gegnf stiptamtmanns embættinu ámeðun. Andinn í þessari litlu grein er hinn sami „óhreini andi“, sem lýsir sjer í öllum þeim greinum Jþjóðólfs, sem um stiptamtmanninn tala; en þessi tekur að því leyti öðrum fram, að hann segir í henni með sinni venjulegu sannleiks- ást, að enginn hafi fengið að vita það fyrir. Ef Abyrgðarmaðurinn tekur ekki þetta tvennt aptur í næsta blaði jþjóðólfs, með þeim um- mælum, að hann hafi hjer afillvilja fullliermt það, sem hann vissi ekki hið minnsta um, þá ætla jeg mjer í næsta blaði Ingólfs, að lýsa hann Iygara að þessu tvennu, og jafn- vel,—fyrst það kvað nú vera farið að tíðkast, að þinglýsa því um hann — láta lesa það bæði við bæjarþingið i Reykjavík og landsyfirrjett- inn, með tilhlýðilegum skilríkjum fyrir.því, að hann hafi logið þessu. Reykjavík d. 10. júlím. 1854. P. Guðjohnsen. Bókalisti. VÆ prentsmiíijuna í Reykjavík fást nelan skrifaí ar bæk- ur hjá undirskrifuíium fyrir hjá sett vert). I. óinnbundnar: Sálmabókin á 72 sk.; Lærdómsbókin á 24 sk.; Passíusáim- ar á 32 sk.; Stafrófskver á 12 sk.; Barnagull á 12 sk.; Herslebs Biblíusógur minni á 28 sk.; Bjarnabænir á 12 sk.; Stúrms 1. partur á 80 sk.; Hallgrímskver á 48 sk.; Handbók presta á 80 sk.; Nýtííiindi, eptir M. Grímsson, á 48 sk.; Nýtt bæna og Sálmakver eptir 0. Indriibason, á 16 sk.; Nýja- testamentÆ á 64 sk.; Rímur af Bernótusi Borneyjarkappa á 30 sk.; 1. ár pjóíiólfs á 40 sk. II. innbundnar: Sálmabókin í alskinni gyltákjöl 1 rd. 16 sk.; Passíus. íalsk. ógyltu 56 sk.; Hallgrímsk. í alsk. gl. á kjöl á 80 sk.; Lær- dómsbókin í velskub. á 32 sk.; Snorra-Edda í kápu á 1 rd.; Ritgjöríiir til Eddu í kápu á 64 sk.; Kvöldvökuruar gömlu í kápu, fyrri parturinn á 40 sk.; sííiari á 48 sk.; NýttBæna- og Sálmak. í pappbandi á 20 sk.; Bernótusar Rímuríkápu á 32 sk., í velskub. á 38 sk.; Fjórar Riddarasögur í kápu á 32 sk.; Islenzk Æflntýri í kápu á 32 sk.; Örvar-Odds drápa í kápu á 40 sk.; Úrsíns Stjörnufrætli í kápu á 32 sk. Reykjavik 21. dag júlímáuatiar 1854. E. þórðarson.

x

Ingólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/79

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.