Ingólfur - 18.09.1854, Blaðsíða 3

Ingólfur - 18.09.1854, Blaðsíða 3
135 sted, {)á má ekki kenna landsbúum ernum um inálalokin*. Út af fiessari grein í Föðurlandinu fer Jjóðólfur svo feldum orðum: „Jað mun flest- um verða óskiljanleg fiessi mispóknun stjórn- arinnar, sem hjer bryddir á; {>að mun flest- um verða að {>ykja óskiljanlegt, að danskt blað (Föðurlandið) — {>ó {>að sje mótspyrnu- b/að stjórnendanna, sem nú sitja að völdum—, skuli nú telja það jafnmikil afglöp af hendi stjórnarinnar, að setja herra Melsteð fyrir kon- ungsfulltrúa, eins og þegar hún setti greifa Trampe til þess, og leiða grun að því, að herra Melsted hafi leitt þingmenn að nokkru afvega, — hann, sem þó kom fram á þinginu í sumar með svo miklum velvilja og hrein- skilni, eins og vjer höfum leitt rök að hjer að f'raman“. Jessi svigurmæli í „Föðurlandsgreininni“, sem ^jóðólfi voru með öllu óskiljanleg í marzmánuði, þegar hann tók upp greinina, það er að sjá sem honum verði þau að iniklu leyti skiljanleg í júnimánuði, eptir að skip eru komin hjer til landsins; því hann talar þá um orðasveim, sem flogið hafi hingað í vor með skipum, og sem bendi á það, hvort „Föðurlandsgreinin* eigi kyn sitt og upptök að rekja. Og er það hverjum einum nokk- urn veginn ljóst, að Jjóðólfur dróttar því að amtmanni líavstein, að hann hafi búið til þessa grein í hefndarskyni við amtmann Melsted. Að minnsta kosti hefur amtmaður Havstein tekið þetta til sín, og vill ekki liggja undir þeim meiðandi áburði Jjóðólfs. 5ess vegna hefur hann beðið útgefara Ing- ólfs að lýsa því yfir í nafni sínu: „að hann (amtinaður Havstein) eigi engan þátt í grein þeirri í Föðurlandinu, sem Jijóðólfur er að tala um“. Og um leið og jeg lýsi þessu yfir, segi jeg líkt og Sveitapresturinn í Jjóðólfi: Jeg vona að Ábyrgðarmaður Jjóðólfs ljái ekki optar þeim ritgjörðum rúm í dagblaði sínu, sem bera íalskan vitnisburð á móti ná- unga hans. Ltgefarinn. (Aðsent). Til Sveitaprestsins i þjóðólfi 158.—159. Jjer hafið, velæruverðugi bróðir, deilt á útgefara Ingólfs og einn af rithöfundum hans fyrir grein þeirra gegn Jjóðólfi, út af fráfalli Baldvins heitins llinrikssonar; og jeg skal ekki neita því, að þjer talið allfagurt í fyrsta áliti; en þegar maður fer betur að gæta að, gægist fram úlfur úr gærunni. Jví þegar þjer segið, að Jjóðólfur hafi liaft öldungis rjett í því, að taka fram hið hryllilega við dauða Baldvins heitins, þá vil jeg spyrja yður: hafði Jjóðólfur þá enga skyldu á hendi aðra, enn að hræða menn með ósköpunum? Ef það kæmi einhvern tíma fyrir yður sem prest, að tilkynna sóknarbarni yðar voveiflegt fráfall nátengds ættingja hans eður vinar, munduð þjer þá gjöra það með þvi, að lesa strax upp fyrir honum kalt og tilfinningar- laust allt, sem þjer vissuð hryllilegast við fráfallið, og afsaka það með því að þjer gjörð- uð það honum og öðrum til viðvörunarV Find- uð þjer enga skyldu yðar í því að fara vægi- legum orðum um málið, og því vægilegri sem atburðurinn í sjálfu sjer væri hryllilegri? Já, muniluð þjer ekki jafnvel reiðast hverjum þeim, sem hlypi á undan yður og segði sög- una með þvi kaldlyndi og tilfinningarleysi, sem ekki gæti annað enn sært hlutaðeigendur, jafnvel þó maðurinn aldrei segði neina sattí Ef þjer hafið sjálfur enga tilfinningu fyrir slíkri mannúð og miskunsemi, þá er ekki að furða, þó þjer eigi saknið hennar hjá 3?jóð- ólfi; en ef þjer hafið hana sjálfur, því hræsnið þjer þá eins og þjer gjörið í grein yðarV Jeg segi því: Varið yður á úlfinum, velæruverð- ugi bróðir! Og jeg vildi það yrði að á- hrínsorðum! Sjávarprestur. Nettmemiið lierra II. K, Friðriksson, sem „á að heita kenn- ari við latínuskólann hjerna*, liefur í seinasta blaði jþjóðólfs gengið í berhögg við útgefara Ingólfs út af Stafrófskveri sínu, með þeirri mannúð og kurteisi, sem kennara þeim er lagin. Og víst er um það, að ef sá herra skólakennari er eins „hæfur til að leggja grund- völlinn í öðrum vísindagreinum hjá ungling- um á 12. árinu, og lítið eldri“, eins og hann með grein sinni i Jjóðólfi sýnir sjálfur, hve hæfur hann er til að kenna unglingum mann-

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/79

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.