Ingólfur - 18.04.1855, Blaðsíða 1

Ingólfur - 18.04.1855, Blaðsíða 1
! ^naóífur. í ■t 18. d. aprílm. f ' !«»♦ 4 .1 Kostnaftarmaftur op; útgefari Svb. H allgrí msson. Áríerði. Jegar vjer seinast drápum á árferÖi, sem var rjett eptir Nýáriö, þá var hljóöið í oss heldur dauílegt, er vjer virtum fyrir oss með hverjun> svip árið gamla kvaddi oss, og með hvaða útliti hið nýja gekk í garð. Oss þókti j)á hæði lopt og láð lýsa fremur ískyggi- legu útliti. En það sannaðist j)á sem optar, *að ekki er veður lengi að breytast“. Sú hin hryðjusama veðurátta, sem gengið hafði, frá því fyrir Jólaföstu, hjelzt að eins rúma viku íraman af árinu; þá gjörði hláku og hægviðri, sem hjelzt til hins 20. dags janúarm.; þó leysti ekki svo upp snjó og klaka, að jörð kæmi upp að nokkrum munum, því þegar með Jorra komu gekk veðurátta til hægrar kælu með vægu frosti og heiðríkju. Munu færri menn muna jafn bjartan og heiðskýran "þorra, því svo mátti kalla að eigi sæist ský á lopti i 5 vikur, nema hvað einstaka sinnum brá yfir hrímþoku, er mun hafa verið undanfari hafíss þess, sem þá var að reka að landinu. Nú þegar Góa gekk i garð, gjörðist veðurátta kald- ari, þó veðurreynd væri hin sama; var hún tíðast með noröanstormum, nokkru kafaldi og einstaklegri frosthörku um tíma; fyltist þá allt með hafis fyrir norðan og austan, svo að hann rak vestur með landi. En þegar Góa var á enda, koni batinn fyrst með heiðríkju og sól- bráð, og svo með landsynningum og hláku og hægu skúraveðri; svo vjer gjörum ráð fyrir að í miðjan Einmánuð hafi jörð víðast hvar komið upp að nokkrum notum. Af því sem nú er sagt af veðuráttufarinu vetur þennan ræð- ur að líkinduní, að hanrt hafi verið allþungur og heyfrekur í flestum sveitum; þó ætlum vjer að óvíða hafi orðið tjón að harðindunum bæði fyrir þá sök að flestir, sem heytæpir voru, munu hafa fargað af sjer í tíma, og svo þeir, sem byrgastir voru, hafa hjálpað hinum, sem í þrot komust, og svo loksins fyrir þá sök, að þegar neyðin var stærst, var hjálpin næst, það er að segja, guð gaf batann, þegar nauðin var bráðust. jþegar litið er nú til aflabragða af sjó vetur þennan, þá má það með sanni segja, að vetrarvertíðin hefir allt til þessa verið einhver hin fiskisælasta; á Jorranum var hinn bezti afli fyrir sunnan land, sjer í lagi í Höfnunum; þá sóktu menn og af Inn-nesjum góðan afla af haustfiski suður í Garðsjó. fiegar með Ein- mánaðar kontu fór að fiskast innan Faxaflóa í veiðistöðunum kringum Vogastapa, svo eigi hefur í nokkur ár undan farin aflast eins vel á því sviði; hefur þar verið kallaður landburður tilþessa. Fyrst í miðjan Einmánuð fór að fisk- ast hjer á Inn-nesjum, og hefur þar hvervetna géfizt hinn bezti afli. Jegar vjer þá lítum aptur fyrir oss og fram undan, að því leyti sem út litur fyrir bæði til sjós og lands, þá getum vjer ekki annað sagt, enn að vetur þessi kveðji oss vel, og að vjer eigum að horfa fram á gott árferði eptir því sem ráðið verður af aðgjörðum pess oss til handa, sem sendir skúrirnar niður i dalina og stefnir fiskinum inn á miðin. En vjer verðum að játa það, að vjer eigum kjör vor undir fleiru enn guði einum; bæði fara þau eptir ráðlagi sjálfra vor, svo framarlega sem það er satt, að hver sje sinnar Iukku smiður, og svo hafa líka talsverð áhrif á kjör vor viðskipti vor við aðrar þjóðir, og jafnvel við- skipti og viðureign annara þjóða innbyrðis hafa nokkra verkun á hagi vora, því mjög hefur guð mannheiminn á inarga vegu sam- tengt. 3>að er nú líklegt, að vjer sjeum eigi

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/79

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.