Ingólfur - 18.04.1855, Blaðsíða 4

Ingólfur - 18.04.1855, Blaðsíða 4
152 vjel eru uppslitin, og hin tindust í veðrinu, sem við áttuni von á. Allt fyrir {>etta örvænti jeg ekki um það, aðjeg með guðs hjálp kunni að afbera harðneskju hins rússneska vetrar; en ekki er nú orðið eptir af mjer nema skugg- inn; og sú hin bjarta vonarstjarna, sem gleð- ur oss í hörmum vorum, hún er þvi nær slokkn- uð út af í brjóstum vorum að því leyti sem snertir þetta líf; en vjer huggum oss þá við bjartari og betri von, að ef það er guðs vilji, að vjer eigi skulum aptur sjá ættjörðu vora, og ekki framar faðma þá, sem oss eru nærstir og kærstir, þá munum vjer þó á siðan finnast á sælla landi. Mín kæra systir, jeg skyldi hafa skrifað þjer fyr enn þetta, því jeg veit vel, hversu ykkur er öllum annt um mig, en þú mátt trúa því, að jeg hef eigi haft tíma til þess fyrri. Vjer erum einlægt á verði og höfum sjaldan tima til að búa oss til heitan mat, svo vjer verðum að snæða hrátt svína- kjöt, eða nautakjöt og svartabrauð. En jeg verð nú að hætta. Heilsaðu hjartanlega frá mjer foreldrum minum. Jeg kvíði því mest að þú getir eigi lesið þetta brjef, því jeg er svo skjálfandi af kulda og sit í forupp í ökla. 3. Brjef. 3. d. desemberm: Síðasta brjef mitt. sendi jeg burt í morgun þegar í dögun; það var þá þunga rigning, en birti upp um hádegi; en bráðum brast á aptur ofsa rigning, svo vatnið streymdi í lækjum niður af hæðunum. Jeg sje ekki, hvernig nokkur maður af öllu liðinu á að geta haldið út vetrarlangt; hraustustu mennirnir eru farnir að láta undan. Og hvernig á það öðru vísi að vera, þar sem ntenn verða að lifa, eða reyna til að lifa, næstum klæð- lausir í for og bleytu, dauðdrepnir af erfiði, og sjer ekki í þá fyrir rússneskri lús. Að þessu verður ekki gjört, en svona er það, og það er ekki til neins að fegra það. Heima í Englandi vita menn ekki hið minnsta af skorti herliðsins, sem nú á að mæta hinum árvökr- ustu, ötulustu og einbeittustu óvinum. 5eir eiga að berjast fyrir hús og heimili, og eins og jeg sagði í upphafi, sleppa ekki einum þumlung af lóð, sem þeir geta varið. Jeir skeyta ekkert um líf eða dauða, æða yfir háls og höfuð í opinn dauðann, og ef vjer missum einn mann á móti hverjum sex þeirra, þykjast foringjar þeirra góðir. Með alvörugefni og þolinmæði horfa mínir menn á allan sinn skort. og manntjón. Jeg heyri þá aldrei mögla. Jeg sagði í dag, er jeg gekk fram hjá nokkr- um af þeim, þar sem þeir voru að reyna til að brenna dálítið af kaffibaunum i óveðrinu: „bág er tíðin, drengir mínir, verið glaðirleptir skúr kemur skin“. — „Guö hjálpi oss, sögðu þeir; vjer verðum að þreyja; þeir hafa það ekki mikið betra, foringjarnir okkar"1. 5að er hægðar leikur fyrir menn lieima á Eng- landi að skrafa og skeggræða um slíka hluti, er þeir sitja að víndrykkju eptir máltíð; en harla lítið vita þeir um hin dæmalausu bágindi, sem vjer eigum við að búa hjá Sebastópól. (Sami maður, sem þetta hefur ritað 3. des- ember, segir í sama brjefinu 6. desember:) Ekki veit jeg hvar allt þetta lendir; en vjer erum í miklum vandræðum, og oss skjátlar það ekki, að England hefur stofnað í háska gjörvöllu liði sinu, já áliti sínu og heiðri, því hjer deyja menn niðrí for og bleytu. Allt, sem vjer getum gjört, er að hætta lífi voru, og það gjörum vjer daglega, og að standa hjá merkjunum. Vjer höfum nú staðið 52 daga i rennunum, og er það svo hörð her- þjónusta, að ekki eru dæmi til í annálum. Vjer höfum hálfa skamta i dag; líkast til fá- um vjer engan skamt á morgun. Menn sökkva upp í knje á öllum vegum, því jarðvegurinn 14- mílur á lengd og 3 til 7 míiur á breidd er ekki annað enn einn sökkvandi af leir og bleytu. Jeg er hræddur um, að þú getir ekki lesið þetta hrafnaklór, en jeg er svo loppinn, að jeg get varla haldið á pennanum. liðurlag; friðarávarpsins, er samið var í Lundúnaborg 8. d. desemberm. 1854. ... „Vjer skulum nú ekki lita til baka yfir hörmungar umliðinna tíma, sem stríðin hafa ollað, en ef vjer virðum fyrir oss allar þær hörmungar smáar og stórar, sem leiða af því striði, sem land vort á nú í, og skoðum þá skelfilegu þrautabyrði á sálu og líkama, sem lögð er á hina særðu og deyjandi, og á saklausar ekkjur og börn, — þegar vjer sjá- um kristna menn af einni þjóð berjast upp á líf og dauða við samkristna bræður sína af

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/79

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.