Ingólfur - 18.04.1855, Blaðsíða 8

Ingólfur - 18.04.1855, Blaðsíða 8
156 Gestrisni er aöalkostur allra villimanna i Kanada. 3>eir láta þeini allt í tje, sem juirí'andi er; bjóöa þeir gestuin sínum bæði hús og vistir, enda segja það inargir Evrópu- menn, aft f»eir hafi kunnaö betur við sig hjá þessum villimönnum enn lieima á ættjörð þeirra mitt innan um hinar siðuðu þjóðir. íþess vegna eru höfðingjar þeirra opt fátækari enn allir aðrir, {iví átroðningur lendir mest á þeim, og svo geta {»eir ekki heldur stundað eins dýra- veiðar og fiskiafla, sem er þeirra eini atvinnu- vegur, er þeir verða að annast um landsins gagn og nauðsynjar. Misheppnist einhverj- um dýraveiðar, eða bregðist honum uppsker- an, eða brenni upp skáli hans, þá finnur hann ekki svo mikið til þess, því þá koma allir ættbræður lians og hjálpa honuin eptir megni. Jeir eru líka tryggfastir í vináttu, og hafi þeir gjört sáttmála halda þeir hann órofinn til æfiloka. En að því skapi eru þeir líka hefndarnjarnir; því hefndir taka þeir, þó svo 10 ár sjeu um liðin, og þeir þurfi að ferðast til þess margar mílur. Jeir eru mjög ná- kvæmlega aðgætnir um alla hluti, og minni bregzt þeim varla; þess vegna geta þeir jafn- vel eptir mörg ár haft orðrjett eptir ræður, sein þeir einu sinni hafa heyrt. Jeir tala mikið með samlíkingum bæði sköruglega og virðuglega, og stundum er tal þeirra kryddað findni og nokkurri hæðni. Villimennirnir í Kanada eru yfir höfuð að tala mjög svipaðir því sem fornmenn voru á Norðurlöndum í Evrópu, þess vegna hatast þeir við ánauð og öll skylduverk. Jess vegna gjöra þeir líka lítið úr Svertingjum, og leggja fyrirlitningu á sjerhvern þann, sem ekki er eins frí og frjáls og þeir þykjast sjálfir vera. Jeir álíta sig mestu menn á allri jörðunni, og geta ekki látið af þeirri ímyndun, að þeir gætu unnið allan heiminn, ef þeir bara vildu! (Frainh. síðar). í öllu suðuramtinu eru við sáttanefndirn- ar árið 1854 fyrirtekin til sáttatilraunar 72 mál sætt eða látin detta niður .... 54 — vísað til ijettarins aðgjörða , . . 18 — og af þeim komin fyrir rjettinn . . 8 — Við pólitírjettina í suðuramtinu eru aptur á sama ári fyrirtekin einkamál 25 — af þeim sætt eða látin falla ... 23 — frestað................................ 1 — dæmt ....................................1 — Bókalisti. Við prentsmiðjuna i Reykjavík fást neð- an skrifnðar bækur hjá undirskrifuðum fyrir hjá sett verð. I. óinnbundnar: Sálmabókin á 72 sk.; Lærdómsbókin á 24 sk.; Passíusálmar á 32 sk.; Stafrófskver á 12 sk.; Barnagull á 12sk.; Herslebs Bifliusögur minni á 28 sk.; Bjarnabænir á 12 sk.; Stúrms 1 part- ur á 80 sk.; Hallgrímskver á 48 sk.; Ilandbók presta á 80 sk.; Nýtíðindi eptir M. Grímsson, á 48 sk.; Nýtt Bæna og Sálmakver eptir Ó. Indriðason, á 16 sk.; Nýjatestamenntið á 64sk.; Riinur af Bernótusi Borneyjarkappa á 30 sk.; 1. ár Jjóðólfs á 40 sk. Nú nýprentaðar Rím- ur af Reimari og Fal enum sterka á 42 sk. II. innbundnar: Sálmabókin í alskinni gylt á kjöl 1 rd. 16 sk.; Passíus. í alsk. ógyltu 56 sk.; Hallgrímskv. í alsk. gl. á kjöl á 80 sk.; Lærdómsbókin í velskub. á 32 sk.; Snorra-Edda í kápu á 1 rd., Ritgjörðir til eddu í kápu á 64 sk.; Kvöld- vökurnar gömlu í kápu, fyrri parturinn á 40 sk.: síðari á 48 sk.; Nýtt Bæna og Sálmakv. í pappbandi á 20 sk.; Bernótusar Rímur í kápu á 32 sk., í velskub. á 38 sk.; Fjórar Riddara- sögur í kápu á 32 sk.; Islenzk Æfintýri í kápu á 32 sk.; Örvar-Odds drápa í kápu á 40 sk.; Úrsíns Stjörnufræði i kápu á 32 sk.; Rimuraf Reimari og Fal enum sterka í kápu á 45 sk., í stifub. 48 sk., og velskub. 50sk. Nú er alprentuð fyrri deildin af Ilíons- kviðu, og kostar hún innfest i kápu lrd. og 12 sk. Reykjavík 1G. dag aprilm. 1855. E. Þórðarson. Prentaíiur í prentsmiíju íslands, hjá E. J> ó it arsyni.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/79

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.