Ingólfur - 18.04.1855, Blaðsíða 2

Ingólfur - 18.04.1855, Blaðsíða 2
150 sjálfuni oss svo illir, aft viija spilla blessan drottins með heimskulegu og syndsamlegu ráð- iagi sjálfra vor. Samt skulum vjer gæta vor nákvæmlega í því tilliti, og leggja það allt fram, sem í voru valdi stendur, til að efla hagi vora og heillir. En minna getum vjer í því efni ráðið, {>ar sem um er að gjöra við- skipti vor við aðrar þjóðir; því þar verðum vjer að taka þvi sem að höndum kemur, líkt og þeir sem verða að lúta, af þvi þeir hafa lægri dyrnar. Sjaldan höfum vjer, Islending- ar, haft eins orsök og nú, til að horfa milli vonar og ótta út i heiminn fyrir utan oss; sjaldan höfum vjer átt að taka nokkru sumri, sem virðist hafa átt að fela meir í skauti sínu, enn sumarið, sem nú fer í hönd. Vjer eigum von á frjálsri verzlun í sumar, og vjer vitum ekki betur, enn álfan vor sje öll i upp- námi og undirbúningi til stríðs og styrjalda. Siglingin og sumarið verður að sýna oss reynd á þessu. Hvað hinni frjálsu verzlun viðvíkur, þá erum vjer enn sem fyrti vongóðir um að hún verði Iandi voru til blessunar, og byggjum það mest og bezt á þessari einföldu skoðun, að guð hafi ætlast til, að hvor þjóðin skipti bróðurlega og bandalaust við aðra, og að íslendingar skyldi ekki lengur eiga viðskipti við Díini eina, enn rneðan þeir væri að læra af peim að verzJa. Nú eruin vjer jafnvel svo vongóðir í tilliti til frjálsu verzjunarinnar, að vjer ímyndum oss, að styrjöldin geti orðið henni fremur til efl- ingar enn fyrirstöðu; því skyldi stríðið halda á fram, og það, ef til vill, með meira kappi enn í fyrra, þá leiðir af þvi enn meira hapt á verzl- uninni i austurhluta álfunnar; og hvað er þá liklegra enn að kaupmanns andinn, sein lengi hefur verið viðbrugðið fyrir kænsku, og það jafnvel fram yfir syni Ijóssins, hann leiti fyrir sjer á vesturbóginn og virðist að leita vor, svo auinir sem vjer erum. Jað er nú auðvitað, að þetta er ekki annað, enn getgáta; en er bónd- anum láandi, þegar liann á mikið hey undir, þó hann spái þvi að morgni, þó dimmt sje í lopti, en Ijósar undir, að það kunni að skína af þegar á líður? Jað er-SJálfsagt vjer vitum ekki hverja stefnu stríðið tekur, en sagt get- um vjer nokkuð í hverju horfi það var undir árslokin, því póstskipið færði blöð frá Eng- landi allt að 28. desember f. á. jbeir banda- menn, Englendingar og Frakkar, höfðu lítið að verkum gjört í allt fyrra sumar, er ynni það svig á Rússum, sem þeir vildu. Tilraun sú, sem þeir voru að gjöra í haust, að ná fótfestu á rússneskri lóð, þar sem þeir settust um borg- ina Sebastópól suður við Svartahaf, þá gaf bún eigi von um neinn góðan árangur, þegar seinast frjettist. Jað var eins og höfuðskepn- urnar væri upp á móti þeim bandamönnum. Vindurinn reif og tætti í sundur fyrir þeim tjöklin og herbúðirnar; sjórinn bramlaði og braut fyrir þeim seglskip oggufuskip; eldur- inn — úr skotfærum Rússa — eyddi og drap fyrir þeim herliðið; og svo var kólera og rúss- neskur óþverri, sem aetlaði að gjöra út af við hina, sem höfuðskepnurnar hlífðu. Eymdin í herliði bandamanna var óumræðileg, og til merkis um það höfum vjer snarað á íslenzku 2 brjefum frá dátum, sem þeir sendu lieim til Englands, og komu út í Tæmsblaðinu (Times) 28. des., og kafla úr brjefi frá liershöfðingja einum, sem kom út 27. d. s. m.; oglátumvjer prenta þessi brjef hjer á eptir. Jieim bánda- mönnum mun lika liafa litist svo á blikuna, að eigi væri fyrir þá við Rússa að eiga, nerna þeir gæti fengið fleiri þjóðir í lið með sjer; um árslokin höfðu þeir góða von uin Aust- urríkismenn, að þeir myndi snúast í lið með þeim, og voru þeir jafnvel búnir að lofa góðu um það; og svo voru blaðamenn þeirra að telja allar likur til þess, að bæði Svíaríki og Norvegur, Danmörk og Prússland myndi fá- anleg til að snúast í móti Rússuin líka. Um Sviariki segja Times 26. des. „I Svíaríki er allur lýður á okkar máli“ þ. e. bandamanna. Um Danmörk segja þau: „1 Danmörku er bændum og aðalsmönnuin lítið gefið um lið- semd við okkur bandamenn, en borguruin öll- um er vel í þeli niðri til Englands og Frakk- Iands“. Um Prússland segja þau: „I Prúss- landi er allur lýður mjög fráhverfur Rússum, nema bændur í þeim bjeruðum, þar sem er annaðhvort lítil eða engin þekking og hugsun“. 5egar Times eru búin að skoða þetta með mörgum athugasemdum, segja þan: „Fyrst svona stendur nú á, sýnist tíminn næsta hent- ugur til að reisa þjóðirnar í norðurhluta Ev- rópu í samband gegn Rússum. Austurríki hefur og riðið á vaðið með |iað með samningn- um 2. d. desemberm., og má svo heita að það hafi jarðað hehja sambandið og hringt það

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/79

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.