Íslendingur - 02.11.1860, Side 2

Íslendingur - 02.11.1860, Side 2
114 á náttúru og eðli lands þessa, heldur og á náttúrlegu eðli læknisfrœðinnar yflr höfuð. Margir menn, og það jafnvel þeir, er menntaðir eru, halda, að allt sje komið undir því, að maður læri læknisfrœðina eptir þcim þá gildandi háskólareglum og skoðunarhæJtti; þeir halda, að þá sje öllu vel fyrir komið, hafl menn lært utan að þessi algengu háskólanöfn fyrir sjúkdómana og hin útvortis einkenni þeirra, rjett eins og þegar menn eru orðnir leiknir í, að finna einhver reskript, stjórnarbrjef, eða kunna utan að einhverjar lærdómssetningar í heimspekinni, sem við gang- ast á þeim eða þeim tímum, eru vel heima í einhverri biflíugreinaþýðingu, sem innleidd er af einhverjum há- skólalæriföður um þann eða þann tíma; en vjer verðum að hiðja þessa menn, að muna eptir því, að sjúkdóma- frœðin er ekkert reskriptasafn, sálnaregistur eða heim- spekileg draumabók, sem menn geti við haft, eins og orð- in liggjá, til að hegna þjófum og bófum, vísað mönnum inn í himnaríki eða í neðri staðinn, eða ráðið heimspekis- draumana eptir ákveðnum reglum, heldur er hún nákvæm þekking á öllu því, er skerðir heilsu manna, hvar sem þeir eru staddir á jarðarhnettinum; en með því hin skað- vænlegu áhrif, sem menn eru undirorpnir frá náttúrunn- ar hálfu, eru eins ýmisleg og margbreytt eins og jarðar- lag, loptslag, veðurátta með sínum ýmislega hitamæli, loptþyngdarmáli, vatnsgufuástandi, rafurmagnsstraumum og ioptstraumabyltingum á ýmsa vegu breytist á óákveðinn hátt, eins og á hinn bóginn uppeldi, alvinnuvegir, lifn- aðarliættir manna og allt ásigkomulag yflr höfuð, bæði með tilliti til malarœðis, drykkja, híbýla og klæðn- aðar, er svo margvíslegum og margbreyttum breyting- um undirorpið, svo er það eigi auðið, að vega allt slíkt á rjetta vog, nema því að eins, að menn á stað og stundu geti sjeð, hvernig öll þessi margbreyttu áhrif sýna sig í hverju Iandi út af fyrir sig. Af þessum rökum er það, að menn á hinum síðari tímum hafa myndað vísindi þau, er menn kalla: „landafrceði sjúhdómanna“ (Medicinsk ~Geographie), og þó hún sje enn þá í byrjun sinni, þá sýnir hún mönnum ljósast fram á, að það er eigi auðið, að læra sjúkdómafrœði nokkurs lands, nema í Iandi því, er þeir eiga heima; þess vegna þykir það og mikið spak- mæli, er hinn nafnfrægi rómverski læknir Celsus sagði: „Differunt pro natura locovum genera medicinae“ (það er: tegundir læknisfrœðinnar mismuna eins og staðir þeir, er menn lifa á), en af þessu leiðir það, að það er nokk- urn veginn stórgjört axarskapt, að halda, að menn geti 227 ingarvarði Lúters 'er fullkomnun og endahnútur þeirra allra. Smíði þetta er svo auðugt að myndum og djúp- skyggnum hugsunum, svo undrunarvert í ástœðum sínum, og þó svo ljóst og forkunnar-haglega hugsað, að vjer getum öruggir sagt, að enginn listasmiður hefur hætt sjer út í slíkt stórvirki, og jafnvel eigi Rauch við minnisvarða Friðriks mikla, síðan Michel Angelo gjörði hinn mikla uppdrátt til minningarvarðans á leiði Jiilíusar 2., sem hann því miður eigi fjekk fullgjört. Minningarstöpull Lúters í heilu h'ki er hjer uin bil fjörutíu fet að þvermáli. Smiðurinn hefur sýnt hugvit sitt í því, að hann hefur hugsað sjer umgjörðina þannig, að pegar í henni fælist lmgmyndin um minningarvarða, enda hefur honum tekizt að fylla þessa ætlun sína. Undir- staðan að stöplinum eru tveir miklir riðpallar, livor ofan á öðrum; er sú undirstaða mjög rammgjör, og þó for- kunnar-fögur; er hún næsta tignarleg á að sjá og hefur á sjer einhvem helgiblæ, þar sem hún gnæfir upp yfir allt heimslegt og vanheilagt, sem umhverfis er. Undir- stöpull þessi líkist næsta mjög hinum haglega gjörðu und- lært að þekkja íslenzka sjúkdóma á háskólanum eða á spitulunum í Iíaupmannahöfn, því að þeir geta að eins rjettilega þekkzt, þar sem þeir koma fyrir, en livergi ann- arstaðar. þeir, sem standa á móti íslenzkri læknakennslu, standa því á móti því í raun og veru, að íslenzkir sjúk- dómar geti nokkurn tíma orðið þekktir í hinu rjetta eðli sínu. Iteyndar er það satt, að Island og Danmörk liafa ýmsa sjúkdóma lika, bæði í raun og meðferð ; en með því orsakirnar eru opt harðla ólíkar, mismuna þeir og opt mjög í atferli sínu, og á liinn bóginn er það víst, að eins og Danmörk hefur marga sjúkdóma algenga, er sjaldan sem aldrei koma fyrir á Islandi, svo hefur og Island all- marga, er aldrei sjást í Danmörku. Háskólinn danski mætti því frá vísindanna hálfu, allt eins og Island sök- um læknaleysisins, óska þess, að læknakennsla kœmist sem fyrst á hjerálandi. J>að væri ávinningur fyrirhvort- tveggja, hvort sem það er skoðað frá sjónarmiði mann- úðlegleikans (Humanitetens) eða vísindanna. J>að, sem sumir hafa sagt, að hjermundi vantatœki- fœri til líkskurða, þá er slíkt, með þeim fólksfjölda, sem nú er koininn, öldungis ástœðulaust, en það styðst aptur á móti við óhrekjandi ástœður, að orsakirnar til hinna íslenzku sjúkdóma vcrða aldrei herðar eða fundnar, eins og vera þarf, i Kaupmannahöfn. í stuttu máli: það stend- ur enn þá fast, sem Celsus gamli sagði: „Differunt pro natura locorum genera medicinae“. J>egar útlendir læknar koma hjer, er liafa numið læknisfrœðina í Parísarborg eða Lundúnum, þykir þeim þó engin minnkun, að frœðast af þeiin læknum hjer, er þeir geta við talað,- um eðli og náttúru íslenzkra sjúkdóma, því þeir viðurkenna, eins og satt er, að hvert land hafi sína sjerstöku sjúkdóma, sem þurfi að finna á sínum rjetta fœðingarstað, og eins og þeir sýna sig í náttúrunni, en ekki eins og þeir standa í hinni eða þessari útlendri lækn- ingabók. J>að er trú margra, að þegar menn sjeu orðnir vel heima í forspjallsvísindum læknisfrœðinnar, þá muni mönn- um veita hœgt, að átta sig í sjúkdómum sjerhvers þess lands, er menn koma í, en þetta er langt frá svo auðvelt; því bæði er það, að forspjallsvísindi læknisfrœðinnar, t. a. m. ýmsar greinir náttúrufrœðinnar, eru langtum ófull— komnari en vera bæri, enda er og sumum greinum þeirra þann veg háttað, að þær verða eigi numdar nema í lönd- unum sjálfum. þannig getur enginn lært náttúrufrœði Islands, nema á Islandi sjálfu, og þó er náttúrufrœði sjer- 228 irstöðum grískra mustera; standa á fjórum hornum hans verndarmenn og veitendur mótmælatrúarinnar; á fremra horninu til vinstri handar stendur á liáum stalli Friðrik hinn spaki; en á horninu til hœgrihandar Filip iHessen. Á eptri hornunum eru: vinstra megin lleuchlin, en hœgra megin Melanchthon; það eru hinir riddaralyntn landstjór- ar, sem með vopnum, og hinir miklu lærdómsmenn, sem með ritum sínum og afii menntunarinnar hörðust fyrir hinu nýfengna liugarfrelsi. Framhliðin er ætluð til inn- göngu, og er því ber á millum líkneskja Friðriks hins spaka og Filips liins veglynda. Á liinum þremur hliðun- um aptur á móti er hlaðið forngrýti allt á millum liorn- róðanna, og er sá veggur nær 6 feta hár, og allur lím- settur; en ofan á honum eru hlaðnar skrautlegar burstir. Á innanverðar burstir þessar eru höggin merki tuttugw og níu borga, sem víðfrægar eru orðnar fyrir vernd þá, er mótmælatrúin naut í þeim. Efst á miðburstunum á öllum þremur hliðum undirstöpulsins eru enn súlustallar, og eru þeir að eins nokkrum fetum grennri og lægri en hornstallarnir. Ofan á þessum þremur miðstöllum sitja

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.