Íslendingur - 16.02.1861, Blaðsíða 1
118®IL
Ferðalög- manna um norðurstrendnr
Amerikn og íslíalið J»ar í'yrir norðan.
J>að er áform vort með greinarkorni því, er lijer
fylgir á eptir, að frœða þá af löndum vorum, sem eigi
hafa verið til mennta settir, lítið eitt um feröalög mnnna
peirra, er fyr og síðar á timum hafa kannað norður-
Strendur Ameríhu Og íshafið mikla þar fyrir norðan.
Vjer göngum reyndar að því vakandi, að af þessari til-
raun vorri verði minna fróðleiks að vænta, en vjer vild-
um, og ber tvennt til þess, fyrst það, að efnið er svo
fyrirferðar-mikið, að frá því verður eigi laglega sagt í
stuttu máli; en tímarit vort getur eigi tekið mjög langar
ritgjörðir. Annað það, að þegar sagt er frá landaskipun
og frá ferðalögum manna um haf og hauður, þá er ómiss-
andi til skilningsauka, að hafa landsuppdrætti við hönd
sjer; en þá hafa fæstir af lesendum vorum. En meðþví
vjer nefnum þetta á annað borð, þá leyfum vjer oss að
eggja landa vora á — vjer eigum hjer einkum tal við
alþýðu vora — að sem flestir þeirra reyni til að eign-
ast landsuppdrætti. J>eir geta fengið allgreinilega mynd
af öllum lieimsálfum, og öllum ríkjum í norðurálfunni
fyrir mjög lítið verð, hjer um bii 3—5 mörk. Má því
fje kalla vel varið fyrir svo fagran og fróðlegan hlut, sem
sagan er og landafrœðin. Áður en vjer hefjum frásögn
vora viljum vjer geta þess, að það eru ensltir menn, sem
mest og bezt hafa gengizt fyrir því, að mönnum er nú
orðið nokkurn veginn kunnugt bæði um lögun Ameríku
að norðanverðu, og um íshaflð fyrir norðan hana; enda
verður aldrei ofsögum af því sagt, hvílíkt áræði og þrek
Englendingum er veitt til allra stórrœða og framkvæmda
um víða veröldu. J>eir hafa brotizt, og brjótast enn í dag
á undan mönnum, eins og foringjar þjóðanna. Ýmist
heyrum vjer Englendinga getið út við heimsskautin, suð-
ur eða norður, þar sem allt líf stirðnar og deyr fyrir ó-
þrjótandi ísum; eða vjer verðum þeirra varir um miðbik
jarðarinnar, suður á Afríku, inn á vatnslausum eyðimörkum
og öræfum, þar sem ekkert kvikindi helzt við, og ekki
vex stingandi strá fyrir ofurmegni sólarhitans. Að svo
mæltu snúum vjer oss að því, sem hjer á að vera um-
talsefniö.
J>ar er þá til að taka, að Kolumbus fann Ameríku
undir endalok flmmtándu aldar (1492), eins og kunnugt
er af sögunni. En ekki var þar með búið. Norðurálfu-
mönnum var ríkt í huga, að ná í auðinn á Indlandi, og
þangað vildu þeir komast sjóveg liina skemmstu leið.
Litlu síðar, en Ameríka fannst, tókst Vasko de Gama
(1498) að komast suður fyrir Afrikuodda (Góðrarvonarhöfða)
austur um haf og allt út til Indlands, en sú leið reynd-
ist bæði löng og ströng. Menn leituðu því vestur á bóg-
inn, en alstaðar varð Ameríka fyrir, enda vantar lítið á,
að hún nái frá norðri til suðurs millum beggja heimsenda.
J>ó gátu menn nokkru síðar siglt fyrir suðurodda Ame-
ríku (Cap Hom)x, og komizt alla leið til Indlands, en
það var ógurleg vegalengd, og erfiðari leið, heldur en
hin suður fyrir Afríku, sem áður var nefnd. Fyrir þvi
kom mönnum til hugar, að leita fyrir sjer norður á bóg-
inn, og freista þannig að ná Indlandi. Voruþá tværleiðir
fyrir hendi: önnur til austurs fyrir norðan Asíu (Nord-
östpassagen); hin til vesturs, fyrir norðan Ameríku (Nord-
vestpassagen). Norðausturleiðina hafa menn fyrir löngu
fundið, en það þykir fyrirsjáanlegt, að hún muni aldrei
koma að verulegu haldi,sökum óþrjótandi hafísa við Nýju-
Zemblu, og fyrir Síberíuströndum að norðan. Norðvest-
urleiðina, norðan um Ameriku, fórn menn snemma á
1) Ferdinand Magellan i'ra Spáni sigldi þá leib fyrstur manna
(1519 — 1521), og er hann kom fyrir suíiurhoril Ameríku, varb fyrir
honum áþekkt og endalaust haf þar fyrir vestan; stýrþi hann þá norbur
og vestur og hjelt svo áfram því nier í 4 mánufei, at) aldrei sa til lands.
Hann fjekk eiulæg góbviþri áhafl þessu, og fyrir því gaf hanri því nafu
og kallaþi kyrra hafií). Svo heitir þat) sííian. Um sí<)ir hitti hanu
fyrir eyjaflokk einn; þat) voru Uadrones (Víkingseyjar). Lengra í vest-
nr fann hann abrar eyjar, þær heita Filippinur; þar var hann veg-
inn af eyjarskeggjum. pá var skammt eptir vestur álndland; þaDgab
hjeldu skip Magellans, og komst eitt þeirra loksins heim til Spánar.
pab var hib fyrsta skip er farit) hatííi alla leií) umhverfls jarbarhuótt-
inn.
337
Fjalla-Eyvi ndur. —
(Niðurlag). Síðan vjer rituðum það, sem áður er
sagt i »Islendingi« um Fjalla-Eyvind, liöfum vjer frœðzt
umtvö atriði í söguhans: Annað er lýsing á þeim
hjónum, Eyvindi og Iiöllu. Hitt er æfilok þeirra. Lýs-
ing þeirra flnnst prentuð i lögþingisbókinni frá ár-
inu 1765, dagsett Öxarár-landsþingi, 9. dag júlím. það ár,
og er undir ritað nafn Jóns Jónssonar, er þá gegndi
sýslumannsembætti í Strandasýslu; þar segir svo: aLýs-
ist hjer með sakapersónunum Eyvindi Jónssyni og konu
hans Höllu Jónsdóttur, ervorið 1764 burtstruku frá sýslu-
manni, signor Halldóri Jakobssyni. Eyvindar auðkenni eru
þessi'. hann er grannvaxinn, með stœrri mönnum, útlima-
stór, nær glóbjartur á hár, sem er með liðum að neðan, bólu-
grafinn, toginleitur, nokkuð þykkari efri en neðri vör, mjúk-
máll og geðþýður, liirtinn og lireinlátur, reykir mikið tó-
bak, liœglátur í umgengni, blíðmæltur og góður vinnu-
maður, hagur á trje og járn, líttlesandi, óskrifandi, raul-
ar opt fyrir munni sjer rímu-erindi, optast afbakað.
338
Ilalla er lág og fattvaxin, mjög dimmlituð í andliti
og höndum, skoleygð og brúnaþung, opinmynnt, langleit,
og mjög svipill og ógeðsleg, dökk á hár, smáhent og
grannhent, ólesandi, brúkar ekkert tóbakn. Eru sýslu-
menn beðnir að handsama þau og senda nefndum Jóni
Jónssyni. Fyrir sakir þessarar vangeymslu á þeim Eyvindi
dœmdi Sveinn lögmaður Sölvason 12. júlímán. það ár
Halldór sýslumann Jakobsson í fjebœtur, 60 lóð silfurs,
til konungs. En það varð Ilalldóri eigi geflð að sök, þó
Arnes Fálsson stryki úr varðhaldi um það leyti, því Hall-
dór gat sannað með vottum, að Arnes hefði verið í geymslu
Jóns sýslumanns Jónssonar.
Frá æfilokum þeirra Eyvindar og Höllu er það að
segja, og með sanni, að þau dóu bæði á Hrafnsfjarðar-
eyri. Sá bœr er í Staðarsókn í Grunnavík og ísafjarðar-
sýslu. Eyvindur ljezt nokkru fyr en Ilalla kona hans, en
eigi vitum vjer með vissu, hvert ár það var. J>ó mun
sönnunæst, að það liaft verið nálægt 1780. Halla dófá-
um árum síðar, litlu eptir 1780. J>að var venja Höllu, þá
er embættað var á Stað í Grunnavík, að standa fyrir utan
169