Íslendingur - 16.02.1861, Blaðsíða 5

Íslendingur - 16.02.1861, Blaðsíða 5
173 kosningalögunum máttu þjóðkjörnu alþingismennirnir að vísu eiga heima í Danmörku, það er satt, en þeir áttu að eiga jarðir eður kaupstaðarhús hjer á landi, er kjör- rjettgæfu; förguðu þeir fasteigninni og hefðu ekkiútveg- að sjer aðra aptur, áður en til þings kœmu, misstu þeir alþingisseturjettinn. Að eiga fasteign hjer á landi var eptir þeim lögum álitin bezta trygging fyrir þjóðkjörnu þingmönnunum; að eiga fasteign hjer á landi, væri bezta eignin ílandinu; þeim, semættu hana, hvar sem þeirsvo ættu heima, hlyti að vera um það hugað,að hafa allan áhuga á, að landið kœmist upp, og þjóðin mundi geta fundið nógu marga skynsama menn meðal þeirra, efhún leitaði vel, er viturleg ráð gætu gefið fyrirlandið. f>ar á móti var það álitin bezta tryggingin fyrir hinum kon- ungkjörnu, að þeir hefðu embætti hjer á landi, eins og jeg síðar skal geta betur um. þónúlögunum umkosningu hinna þjóðkjörnu þingmanna sje breytt, þá eru þau þó ó- breytt að því, er kosningu hinna konungkjörnu snertir. Og í annan máta sýnir þetta, að þjóöólfur hefur með öllu ranga skoðun um stöðu hinna konungkjörnu þingmanna á þing- inu. það er auðsjeð, að liann heldur, að konungurinn og þjóðin iiggi í einlægu stríði hvort við annað, og eigi að gjöra það; alþingi er vígvöllurinn; þangað senda hvorir- tveggja sráa menn til bardagans; það sje nú ódrengilegt fvrir þjóðina, að meina konunginum að taka sína menn sunnan úr Danmörku, sem hún gjöri þó, eður meina hon- um yfir höfuð að njóta þess frelsis í kosningu þeirra, sem hún nýtur. En staða liinna konungkjörnu þingmanna á þinginu er allt önnur. Menn mega ekki gleyma því, að hjer á landi eru fáir menntaðir menn nú orðnir, nema embættismennirnir; sætu því að eins þjóðkjörnir þingmenn á þinginu, væri ekki fyrir að sjá, nema svo kynni einhvern tíma óheppilega til að takast, að þingið vantaði þá mennt- un og þekkingu, einkum á stjórn landsins, erþví líktþing þarf að liafa, til þess að geta gefið heillasöm ráð fyrir landið. Til þess nú að aptra þessu, að því leyti auðið væri, hefur konungurinn tilskilið sjer, að nefna nokkra af landsins embættismönnum á þingið, þar eð þessir menn eptir stöðu sinni og menntun þeirri, er þeir hafa fengið, mættu álítast að hafa bæðiþá þekkingu á stjórn lands- ins og liögum þess, er nokkurn veginn nœgði fyrir þingið, og eins fullan áhuga á, að stjórn þess mætti fram fara sem bezt, og landið komast upp. Ilinir konungkjörnu þingmenn eru því jafnt þingmenn þjóðarinnar, sem hinir þjóðkjörnu. Aðrir mœta ekki fyrir konungsins höndáþing- inu, en konungsfulltrúinn, og sjest ætlunarverk hans afal- þingistilskipuninni. þó sumir hinna konungkjörnu þing- manna, ef til vill, á stúndum hafi verið miður frjálslyndir á þinginu, þá iiggur það engan veginn í stöðu þeirra þar, að þeir hafi þurft að vera það fremur, en þó þeir hefðu verið þjóðkjörnir, með því dœmi munu og fmnast til, að ýmsir þjóðkjörnir þingmenn enganveginn hafl verið frjáls- lyndari, eður unnt meir sönnu og skynsömu freisi, en nokkrir hinna. það, sem eptir er af greininni í þjóðólfi, á með öllu ekkert skylt við málefnið sjálft, og gjörir ekki annað en höfundinum sjálfum hneisu, hversu Ijettúðlega og gapa- lega hann skrifar, ekki að eins um einstaka menn, held- ur og stjórnina, og hin alvarlegustu málefni landsins, svo sem allt það er, sem snertir rjettindi alþingisins; hjá sum- um mönnum á allt það, er aðrir gjöra, að vera gjört í eigingjörnum tilgangi; en það er Optast ljósasti votturinn um það, að þessir menn sjálfir gjöra ekkert nema af eigingirni tómri. það er þó auðsjeð, að optar getur eins að borið og nú, að konungkjörinn embættismaður hætti að hafa embætti hjer á landi, og orsakirnar til þess geta verið margar aðrar, en að hann hafi gjört sig sekan í svívirðilegum glœp, er hafi í för með sjer embættistöpun og glötun mannorðs og annara borgaralegra rjettinda, til dœmis að taka, hann getur verið dœmdur frá em- bættinu eður misst það fyrir smáyfirsjónir í embættis- fœrslunni eður breytni sinni, svo sem presturinn fyrir barneign í lausaleik, sem ekkert meiða mannorð manna, en Iöggjafinn hefur tekið hart á hjá embættismönnum sínum; hann getur hafa verið settur frá embættinu af konungi án dóms og laga, af sjerstökum ástœðum, er ekkert meiða mannorð hans, svo konungurinn seinna veiti honum annað embætti; liann getur hafa sótt um lausn, og fengið hana; embættið getur hafa verið upphafið, og hann við það oröið embættislaus; hann getur hafafengið embætti utanlands af konungi vorum, eins og nú kanse- líráð V. Finsen, o. s. frv. Hvernig getur nú nokkur al- mennilegur maður, eður þá sá, sem nokkuð er annt um sóma alþingisins, látið sjer koma það til hugar, að sá, sem skrifar opinberlega um svo almennt málefni, sem þetta er, og leitast við, að skýra það með lagastöðum og öðrum röksemdum, hvernig skera eigi úrþví lögum sam- kvæmt, svo alþingið síður ekki hlaupi á sig, þegar það á að fara til þessa, sje að þessu af tómum eigingjörnum hvötum? Hvernig getur nokkur maður látið sjer þetta 345 klettinum, til að vita, hvort jeg sæi bátinn hans föður míns koma; og sá jeg þá, hvar eitthvað rautt lá á sand- inum rjett hjá stóra steininum, sem sætið er höggvið i. Jeg hoppaði þá niður, og hjerna er það. Mikil ógn er pungurinn fallegur! og svo troðfullum. Katrín var þegar búin að hella öllu úr pungnum, sem í honum var; taldi hún þá fjörutíu og níu Napóleons- gyllini, en hvert gyilini gildir 15 eða 16 franka. þar að auki voru þar nokkrar enskar hálfkrónur og enskir skild- ingar (shillings). Af þessu var það auðsætt, að enskur maður mundi eiga punginn og fjeð. Pungurinn sjálfur bar þess líka vott; því að það var auðsjeð á honum, að liann var eigi frakkneskur. líatrín hafði aldrei augum litið annan eins auð, og gat hún varla truað augum sínum. Ilún taldi peningana eitthvað tólf sinnum, til að sann- fœrast um, að sig væri eigi að dreyma. llún var ráð- vandasta skepna sem orðið gat, og fór það fjærri, að hún hefði viljað stela nokkrum hlut, hvað sem í hoði liefði verið. En það gathenni eigi skilizt, að það ættiínokkru 34« skylt við stuld, þó að einhver skilaði því eigi, er hann fyndi. Henni hugkvæmdist það ekki, að hún var eigi löglegur eigandi að peningunum, og fór því að ráðstafa þeim í huga sjer, til að bœta úr nauðþurftum sínum og sinna, sem margar voru. það, sem henni þótti bráðasta nauðsyn á, það var að kaupa nýjan bát; því næst hugs- aði hún sjer að kaupa falleg föt handa sjer og börnun- um; að því búnu ætlaði hún sjer að kaupa rúm, borð, mynd hins helga Nikulásar, með gylltri umgjörð utan um, járnrist, kú, og að síðustu betra og stœrra hús. Hún renndi huganum yfir allt, sem hana vantaði, og sem hana kynni að vanta. Henni kom það svo fyrir sjónir, sem peningarnir væri óþrjótandi, og á tíu mínútum var hún búin í huganum að eyða tíu sinnum meira fje. Meðan hún sat í þessum unaðslegu hugsunum, komu þeir feðgar heim, Pjetur og synir hans; voru þeir bæði votir, þreyttir, kaldir og svangir; það lá illa á Pjetri; því að hann hafði ekkert fiskað. »Vertu eigi hugsjúkur út úr fáeinum fiskum«, sagði kona hans. »Jeg hef lijerna nokkuð, sem er eins mikils virði, og allur sá fiskur, sem

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.