Íslendingur - 16.02.1861, Blaðsíða 4

Íslendingur - 16.02.1861, Blaðsíða 4
172 breyti á móti alþingistilskipuninni, og að hann því hjer eptir, eins og hann hingað til hefur gjört, kjósi ekki aðra fyrir alþingismenn, en landsins embættismenn; sízt er það iagurt af þjóðkjörnum alþingismönnum, aðbrýna hið gagn- stœða fyrir lýðnum, eður breiða út þá skoðun, að kon- ungurinn ekki sje neitt siðferðislega bundinn við alþingis- tilskipunina — því honum fmnst engin nauðsyn á, að hann haldi annað, enþað, sem hann að lögum hafi skuldbundið sig til, og sem hann því verði skyldaður til að gjöra — en eptir alþingistilskipuninni hefur konungurinn tilskilið sjer, að kjósa nokkra alþingismenp, ef sjer sýndist, þó ekki aðra en landsins embættismenn, og ekki fleiri, en 6, sum- sje 4 af landsins verzlegu og 2 af hinum geistlegu; en hvort hann láti þá vera 6, 5, 4 eður færri, eður jafnvel engan, skuli vera komið undir kringumstœðunum í hvert skipti. En hver veit annars nema þjóðólfur skilji tilskip- unina þannig: að hann hugsi, að konungurinn að eins hafi viljað hafa það fastlega ákveðið, hversu marga lands- ins embættismenn hann skyldi kjósa til alþingisins, svo- leiðis að hann aldrei skyldi kjósa af þeim fleiri, en 6, en þar á móti hafa það með öllu óákveðið, hversu marga hann skyldi kveðja til þingsins, þegar hann kysi til þess menn hjer á landi, er ekki hefðu embætti, eður þá menn út um heim, svo sem í Danmörku, þjóðverjalandi, Sví- þjóð, Noregi eður öðrum útlöndum, svo að konungkjörnu þingmennirnir gjarnan gætu verið 20, 30 eður tleiri, þeg- ar þeir einungis ekki væru embættismenn hjer á landi. þessi skilningur á tilskipuninni er þjóðólfi verður, og honum likastur; það er annars bágt að sjá, hvern skiln- ing þjóðólfur hcfur haft á tilskipuninni, hafl hann annars haft hann nokkurn. þegar nú þjóðólfur segir þessunæst, að þó konung- urinn ekki hefði áskilið sjermeiri eður annan rjett, en að kveðja menn sína til þingsins meðal landsins embættis- manna, þá leiði þar af engan veginn, að konungurinn skuli hafa brotið af sjer rjettinn til að inega halda þing- manninum, þó hann seinna veiti honum embætti í Dan- mörku, þá er þetta að vísu dagsanna, en kemur ekkert málinu við; og hver segir það, að konungurinn hafi brot- ið af sjer þennan rjett? enginn ; það er einungis þjóðólfur sem einlægt er að rugla með það og staglast á því, að konungurinn ekki hafl gjört það, eins og þegar drukkinn maður er að tala út á þekju. í enda klausu þessarar, sem vjer nú lásum í þjóð- Ölfi, er sagt, að konungkjörinn alþingismaður ekki geti 343 inn eptir, og skyldi hann þá fá að vita, hver árangurinn yrði. Farquhar hjelt síðan lieim aptur til að borða mið- degisverð; en þegar hann fór að hugsa um, að liann enga peninga hefði, til að borga hann með, missti hann því nær alla matarílöngun. Vjer verðum nú að yflrgefa hann, þar sem hann sat að mat sínum, ekki í góðu skapi, og víkur nú sögunni til kofa nokkurs, er varniðri við sjávarströndina. í hon- um bjó fátœkur flskimaður, að nafni Pjetur Leroux. þar var enginn heima, nema kona hans, sem hjet Katrín, ef vjer á annað borð getum sagt, að hún væri heima; því að hugur hennar var langt burtu; var hún að hugsa um bónda sinn og tvo syni sína unga; þeir höfðu róið snemma um morguninn til flskjar, og dvaldist þeim apturkoman venju lengur; og var Katrín orðin hrædd um þá. »Vesl- ingurinn hann l'jetur minn«, sagði hún við sjálfa sig, »hversu hann hættir lífi sínu dag eptir dag á bátskriflinu. það getur ekki hjá því farið, að honum hafl eitthvað bor- izt á. Ef hann hefði að eins betri bát, þá skyldi jeg ekki vera svo hrædd um hann; en þetta er ónýtt og lekt skrifli. misst alþingisseturjett sinn við það, að hann fái — eður, eins og þjóðólfur orðar það, þiggi af konunginum — embætti í Danmörku, eins og ef hann drýgði svívirðileg- an glœp, er hefði í för með sjer embættistöpun og glöt- un mannorðs og annara borgaralegra rjettinda. Er það þó ekki með öllu dœmalaust, hvað þjóðólfur er ókunn- ugur sjálfri alþingistilskipuninni? menn skyldu þó vænta, að hann einhvern tíma hefði litið í hana, þó bann ekkert víssi í öðrum iögum; en það er samt ekki á að sjá; hann vissi þá, að alþingismaðurinn getur misst alþingisseturjett sinn, þó hann ekki hafl drýgt neinn glœp, til að mynda, ef hann verður gjaldþrota, er geturhent hinnbeztamann; eins gat jarðeigandinn og húseigandinn misst alþingis- seturjett sinn, meðan kjörgengin var bundin við fasteign- irnar, ef þeir förguðu eign sinni, og eins leiguliðinn, ef hann flutti burt frá jörðunni, sem gaf lionum kjörrjettinn. Eða skyldi þjóðólfur í raun og veru álíta, að menn við það að verða gjaldþrota, selja fasteign sína, eður við það að flytja sig burt af konungsjörðu, kirkjujörðu og öðrum, er kjörrjett gáfu ábúendum sínum, drýgi svívirðilega glœpi, er liafl í för með sjer embættistöpun, og glötun mann- orðs og annara borgaralegra rjettinda? það virðist annars, sem þjóðólfur ekki fyllilega hafi treyst þessum sönnunum sínum, að V. F. ekki liafr getað misst alþingisseturjett sinn, þó hann hætti að vera lands- ins embættismaður, nema því að eins að konungurinn hefði brotið af sjer rjettinn, að mega hafa hann á alþing- inu, eður hann þá drýgt einhvern svívirðilegan glœp, og því grípur hann að lokunum til þeirrá úrræða, að brýna fyrir mönnum, að þeir verði þó að lofa konunginum að njóta sanngirni, og hafa líkt frelsi í kosningum sínum og þjóðin, og farast honum í þessu tilliti þannig orð: »Kjós- endr þjóðarinnar mega kjósa þíngmenn suðr í Dan- mörku og hafa þá þar ytra alltaf; það væri sannarlega hart, ef konúngrinn sjálfr rnætti ekki eiga neinn sinn þíngmann suðr i Danmörku við embætti, þó hann væri frá upphafl kvaddr til þíngs þá verandi í embætti á ís- landi«. En hvar er það fyrst og fremst sagt, að þjóð- kjörnu þingmennirnir megi eiga heima suður í Danmörku, eður í útlöndum eptir nýju alþingiskosningarlögunum? hvergi. Jeg lield hið gagnstœða mætti útleiða af þeim; annað mál er það, að konungsfulltrúinn á seinasta þing- inu hafði ekkert móti þeim þjóðkjörnu þinginönnum, er þá mœttu þar og heima áttu i Danmörku, svo menn mega hjeðanaf vænta, að þetta verði að fullrivenju. Eptir eldri 344 Jeg vildi, að vjer hefðum peninga, til að kaupa annan bát, eða að minnsta kosti til að gjöra að þessum. En veslings-börnin þurfa eitthvað til viðurværis, hversu fá- tœklegt sem það er; drengirnir þurfa að fá treyjur, og allt það, sem við getum nælt saman, gengur til þess að bœta netin, sem orðin eru gömul og fornfáleg. Guð minn góður! Líf fiskimannsins er hryllilegt, einkum á gömlum bát og lekum«. Hún hætti þá að tala við sjálfa sig; þvi að í sömu svipan kom dóttir hennar Janneton inn. Hún var hálf- nakin og berfœtt; hún var hjer um bil átta vetra; voru fatagarmar hennar sniðnir eins og venjaerí hennar landi hjá fiskimönnum; hún hafði snjóhvíta húfu á höfði, og langa gullhringi í eyrunum. »Móðir mín góð, sjáðu, hvað jeg heffengið«, sagði stúlkan, og hjelt upp hárauðum silki- pung, og leit hann út fyrir að vera œði-fullur. »Hvernig hefurðu komizt að þessu?« sagði móðirhennar; »þúhef- ur sjálfsagt eigi stolið því«. »Nei, nei!« svaraði stúlkan; jeg mundi verða mjög sorgbitin, ef jeg breytti svo óguð- lega. Jeg fann *punginn. Jeg var að klifrast upp eptir

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.