Íslendingur - 08.03.1861, Blaðsíða 1

Íslendingur - 08.03.1861, Blaðsíða 1
8. marz. M iMi stjórnarrnálefnl Islands. (Framhald). Yjer kváðumst áður ætla oss að virða fyrir oss stjórnarskipun þá, er íslendingar höfðu, áðuren þeir gengu á hönd Noregskonungum, og á hinn bóginn breytingu þá, er á henni varð við þetta, eður hvernig stjórn íslands síðan fór fram. Menn mega nú samt ekki gjöra sjer von um, að vjer nákvæmlega lýsum eða gjörum grein fyrir því, hvernig hið forna stjórnarásigkomulag Islands var, meðanþað átti með sig sjálft, nje lieldur eptir að það komst undir út- lenda konunga, því bæði mundi slík rannsókn of löng í blaði voru, og ætti heldur ekki við stefnuna og augna- miðið í ritgjörð þessari. J>að skiptir að eins vort umtals- efni, að benda á hin helztu aðalatriði í hinni fornu stjórn lands vors, er nœgilega sýni mönnum, að hún var lengra á leið komin og fullkomnari en svo, að rjett gæti verið, eins og sumir hafa gjört, og ®örgum mun, ef til vill, liætt við, að bera hana og blanda henni saman við hið ófullkomna og óskipulega sjálíforræði (Autonomie) einna eður annara landshluta erlendis, svo sem í Noregi, í fornöld. Islandi var skipt í 4 fjórðunga, eins og vjer áður gát- um um, fjórðungunum aptur í þing, og þingunum í goð- orð. í fjórðungi hverjum voru 3 þing, nema í Norðlend- ingafjórðungi voru þau 4. Ilverju þingi var aptur skipt í 3 full goðorð, en hverju af þessum fullu eður gömlu goðorðum mátti skipta í íleiri smá goðorð, er aptur stóðu í mjög nánu sambandi hvert við annað. Yílrmennirnir í goðorði hverju nefndust goðar. Goðorðin gátu gengið í erfðir, urðu gefm og látin öðrum eptir; goðann mátti og svipta goðorðinu. Goðinn hafði á hendí alla stjórn, sem að eins snerti hvert goðorð fyrir sig. Hann styrkti goðorðsmenn sína í málum þeim, er þeir áttu við utan- goðorðsmenn, svo eigi væri þeim órjettur gjör nje á þá gengið. I goðorðunum sjálfum skyldu þeir sjá um, að allt fœri í reglu fram, höfðu þar valcfstjórn alla og háðu íjárnámsdóma; þó lieyrðu hreppamálefní undir sjerskilda stjórn; þeir stjórnuðu vorþingum og leiðarþingum með öðru fleiru, er þeir gjörðu. Vorþing voru haldin áður menn riðu til alþingis, og voru þar undirbúin sum mál manna til þingsins. Leiðarþingin voru háð, er menn komu af alþingi, og skyldi þar einkum skýra mönnum frá, hvað gjörzt hafði á því. En dómsvaldið var í hönd- um boenda; þó nefndu goðarnir optast menn í dóma. Aðalstjórn landsins var þar á móti öll í höndum al- þingisins, sem, eins og alkunnugt er, var haldið við Öxará, hinum lielga stað fornaldar vorrar. J>ingheyendur voru bœndur, og þeir, er þingfarar og gagna voru heiman kvaddir. Oddviti þingsins var lögsögumaðurinn, og var hann kjörinn til 3 ára í senn, til að hafa þann starfa á hendi. ]>ar var og lögrjettan. ]>ar rjettu menn lög landsins, gáfu ný lög, breyttu hinum fornu lögum,ognámu þau úr gildi, er þurfa þótti; þar voru og íof öll gefin. I lögrjettunni sat sinn goði úr hverju fullu og fornu goðorði, og því 12 úr Norðlendingafjórðungi, en 9 úr hverjum hinna þriggja fjórðunganna. Goðarnir í þingi hverju í Yestfirðinga-, Sunnlendinga- og Austflrðingafjórðungi kusu aptur I mann til lögrjettunnar hver, er þar höfðu sama vald og goð- arnir, og urðu við þetta 12 rnenn úr fjórðungi liverjum, eður alls úr landinu fernar tylftir manna. Ilver goði og hver þeirra, er þannig voru nefndir í lögrjettuna af goð- unum, kaus sjer aptur tvo menn til ráðaneytis í lögrjett- una, og var lögrjettan þannig skipuð 12 tylftum manna eða 144 manns. Auk þessa sat lögsögumaðurinn í lög- rjettu sem oddviti þingsins. Sátu þar og biskupar, en þó mun það mest hafa verið fyrir heiðurssakir. Á alþinginu d œ m d u menn mál manna, þau er þang- að komu. Voru til þess 4 dómar, fjprðungsdómar, eða sinn dóniur fyrir hvern fjórðung landsins. ]>ar var og flmmtardómur, sem var fyrir landið allt. Goðarnir nefndu menn í alla þessa dóma alþingisins, og stóðu þeir í sam- bandi og tengdum hver við annan, eins og lika dómstól- arnir í hjeraði stóðu aptur í sambandi við þá. En eigi virðist þess þörf, að útlista þetta nákvæmar lijer. Menn geta sagt, að valdstjórn (Administration) 353 Ráðvendnin er hin bezta vizka. Eptir Mrs. Markham. (Snuií) úr ensku). (Framhald). Iljeraðsstjórinn var að eins nýkominn úr rúminu, og sat í slopp sínum og talaði við menn, og liafði hann eigi enn þá kembt hár sitt. Pjetri var hleypt inn til hans fyrirstöðulaust; sagði hann hjeraðsstjóra hreinskilnislega upp alla sögu, og dró eigi fjöður yfir á- stríðu þá, er hann hafði átt við að berjast, hvað þá lield- ur annað. Hjeraðsstjórinn þekkti undir eins punginn af lýsingu Farquhars. llann taldi peningana, og voru þeir, eins og Farquhar hafði sagt, og vantaði eigi einn pen- ing. »J>jer eruð ráðvandur maöur, Pjetum, sagði hjer- aðsstjóri, »og eigið einhverja borgun skilið fyrir ráðvendni yðar. Á jeg að segja eigandanum, hverra launa þjer vœntið ?« »Jeg þarf engra launa við, herra!« sagði fiskimaður- inn. »Mjer þykir vænt um, að vera orðinn lausviðfjeð; því að jeg held í rauninni, að ef við hefðuin haldið því 354 Iengur í húsi okkar, þá hefðurn við deilt út úr því, hún Iíatrín mín og jeg, og höfum við aldrei deilt fyr, eða þá, ef til vill, eytt fjenu, og það hefði verið enn verra«. »Pjetur hjelt þá niður til hafnar, og var honum svo Ijett um hjartarœturnar, að hann söng á leiðinni frakk- neska vísu, og er þetta upphaflð að: »]>egar jeg dansa«, o. s. frv. ]>egar hann var þangað kominn, sá liann, að net sín voru eigi svo ónýt, sem hann hafði hugsað. Veiðarfœri hans voru allnotandi, og enda báturinn lians virtist hon- um eigi jafnhrörlegur og áður, og allt, sem hann átti, þótti honum betra en fyr. Var það þá í rauninni breytt? nei, eu bann var sjálfur breyttur. ]>að var einhver ró yflr huga hans; ’hann hafði unnið mikinn sigur og haldið sakleysi sínu óspilltu. Á meðan þetta fórfram, sat veslingurinn hún Katrín lieima,og var mjög áhyggjufull. Hún hafði saknað pungs- ins, og ímyndaði sjer, að Pjetur hefði látið sigrast af á- stœðum hennar; mundi hann liafa farið og keypt sjer nýjan bát, og ýmislegt handa henni og krökkunum, og

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.