Íslendingur - 08.03.1861, Blaðsíða 3

Íslendingur - 08.03.1861, Blaðsíða 3
179 ungsveldið hlaut og að hafa allt aðra þýðingu á íslandi, en í hjeruðum þeim, er vjer nú nefndum, þar sem reglu- bundið og viðurkennt œðsla vald (Souverainitet) fyrst varð til við konungsveldið þar, en sem fyrir löngu var fullmynd- að á Islandi, svo að hinir útlendu konungar, er íslendingar játtu, fengu að eins það vald, er hin frjálsa og reglubundna þjóðstjórn þeirra seldi þeim í hendur. (Framh. sftar). (A cfsent). Hvaða gagn er að alþingi? þannig eru margir farnir að spyrja á hinum seinni árum, af því þeim virðist ekki sá árangur, sem tillögur alþingis liafa fyrir landið, samsvara þeim kostnaði, sem þinghaldinu er samfara, og sem talsvert liefur aukizt lnn seinustu þing, bæði vegna lengingar þingtímans, og þar af leiðandi stœrðar þingtiðindanna, og hefur þetta orðið því tilfmnanlegra fyrir almenning, sem nokkur ár að und- anförnu hafa verið mjög hörð, og margt hefur stuðlað til þess, að rýra landbúnaðinn, eyðileggja fjárstofninn og gjöra peningshöldin ill. |>egar menn því spyrja, hvaða gagn sje að alþingi, þá er ellaust meining manna sú, að það sje bezt, annaðhvort að leggja það gjörsamlega niður, eða hreyta tilhögun þess þannig, að það geti borið meiri á- vöxt fyrir landið, og er þetta álit orðið svo almennt, og málið í sjálfu sjer svo mikilvægt, að það vissulega á heimt- ing á því, að því sje geflnn gaumur. f>að er ekki ásetn- ingur minn, að heíja kapprœður við alþingismenn eður aðra út af alþingi; ekki hef jeg lieldur tíma til, nje fœri á, að rannsaka málið til hlítar, með því líka það yrði lengra mál en svo, að »lslendingur« sæi sjer hag í, að ljá því öllu rúm; jeg ætla einungis að reyna til, að benda á nokkur atriði, sem mjer virðist helzt ætti að taka til greina. I>ó það yrði ekki sýnt nje sannað, að alþingi hefði komið nokkru góðu til leiðar heinlínis með tillögum sínum, þá er það almennt viðurkennt, að það er ómetanlegur á- góði fyrir hverja þjóð, að eiga þess konar þing, til að vekja áhuga þjóðarinnar á almennings málefnum, þekk- ingu á lögunum og virðingu fyrir þeim, en þar að auki inundi vera hœgt að sýna, að alþingi hefur beinlínis með tillögum sínum komið mörgu góðu til leiðar, og átt veru- legan þátt í því, að þarfleg lagahoð hafa út komið (t. d. verzlunarlögin), svo það bíður engra svara, að nokkur gæti fyrir alvöru lagt það til, aðþingið væri af tekið, eða lagt niður. En hitt er annað mál, hvort alþingi gæti ekki komið meiru góðu til leiðar, en það nú gjörir, og hvort ekki sje nauðsyn á, að breyta tilhögun þess, ogverð jeg fyrir mitt leyti að kveða já við þessu. Orsakirnar til þess, að alþingi gjörir ekki það gagn, sem það gæti gjört, má, að minni ætlun, sumpart kenna alþingismönnunum sjálf- um, sumpart fyrirkomulagi þingsins, og sjer í lagi þing- sköpunum. f>að er nú fyrst, að þingið tekur of mörg mál til meðferðar, því þó það liefði meiri vinnukrapta og lengri tima, en það hefur, þá væri það lítt auðið, að af- greiða þvílíkan málafjölda með þeirri vandvirkni, sem meðferð þeirra heimtar, eigi hún að geta verið þinginu til sóma og stuðningur fyrir afgreiðslu málanna lijá stjórn- inni. En það lítur stundum svo út, eins og þingið meti það meir, að afgreiða sem flest mál, en að vanda sig á þeim, og það er hœgt að sýna, að sum nefndarálit eru svo fljótlega úr garði gjörð, og svo kastað tilþeirra hönd- unum, að það er eigi auðið, að afgreiðsla þeirra frá þing- inu með jafn-ófullkomnum þingsköpum geti farið í lagi. Af þessu leiðir líka, að sum af hinum helztu málum verða á hakanum, og eru látin bíða þangað til seinustu dagana, sem þó væri síður tiltökumál, ef þau gætu unnið viðbið- ina; en það virðast þau alls ekki gjöra. Ánnar gallinn er það, að það erkomið uppívana, að dyngja sem flest- um málum á fáeina menn, og velja sömu mennina í flest- allar nefndir, svo þeir verða að neyta allra krapta til, að koma málunum einhvern veginn frá sjer í tíma, með því þeir einnig verða optast nær fyrir því, að semja nefndar- álitin; en þó það ekki væri, þá eyðist tími þeirra í að rœða málin á nefndarfundum. Jeg kalla þetta vana, því reynslan hefur sýnt, að sumir leikmenn eru vel fœrir um, að meðhöndla mál og semja nefndarálit. (>að ætti því, að skipta málunum sem jafnast niður á alla þingmenn; því þó eitthvað kynni að farast miður höndulega í fyrst- unni, þá vinnst þó tvennt við það, bæði œfing fyrir hina óvönu, og tími fyrir liina til að vanda fráganginn á hin- um erflðari málum. Alþingi hefur og verið borið á brýn, að þingmenn störfuðu of lítið framan af þingtimanum, og er það, ef til vill, ekki með öllu tilhœfulaust, en einkum má þó kenna það þingsköpunum og annari tilhögun. Á meiri rökum virðist sú ásökun byggð, að margir þing- menn eyði tíma þingsins með löngum tölum og óþarfleg- um málalengingum. Á hinum fyrstu þingum, einkum 184 A, var miklu minna talað, og menn hjeldu sjer þá vel við efnið, en á liinum seinni tímum liefur þetta farið út um þúfur, og kemur það ekki einungis til af því, að menn nú hafa fengið meiri leikni í að halda rœður, heldur öllu 357 kið, sýndi gullpeninginn föður sínum, móður og brœðrum, og kyssti sjálf á hann nokkrum sinnum; því næst hljóp liún út, og sýndi gamalli konu, sem bjó í næsta liúsi, liversu fallegt gull að lávarðurinn hefði gefið henni. »Nú hef jeg«, sagði Furqvhar, uborgað barninu, sem fann punginn, það sem það átti skilið; en jeg verð líka að gefa þeim manni, sem skilaði honum, sœmilega borgun. Jeg get eigi gefið yður allt fjeð, svo jeg bíði eigi óhagnað af; en helminginn gef jeg yður fúslega«. þegar hann hafði þetta mælt, stakk hann 25 gullpening- um í hönd l'jetri og mælti: »IIafið þjer þetta; vildi jeg óska, að það fengi yður jafnmikillar gleði, að taka á móti því, og það fær mjer, að láta það úti.«. Pjetur fór að reyna að tala, en undrun og fegins- grátur tók svo fyrir mæli hans, að liann kom eigi upp einu orði. Állt, sem hann fjekk sagt, var: »Jeg verð- skulda það eigi, herra! þjer eruð of góðir; jeg hef ekk- ert gjört. þctta er allt of mikið«. Katrín var liðugri í rod'i. Hún ætlaði næstum því að gjöra út af við Far- quhar; svo var hún áfergjulegí að þakka honum, og Far- 358 quhar varð feginn, þegar hann slapp út. þegar hann varfarinn, tókPjetur íhönd konu sinni og mælti: »Mun- um við eigi njóta meirigleði af fje þessu nú, er við get- um með sanni sagt, að við eigum það, heldur en við mundum hafa notið af öllu fjenu, ef við hefðum haldið því með röngu?« Sagan um punginn barst til allra Eng- lendinga, er bjuggu þar í bœnum, og allir sóttust fyrst eptir fiski Pjeturs þar á markaðinum. Hann kevpti sjer nýjan bát, og það var bezti báturinn í því fiskiveri. Ilann varð ríkur maður í samanburði við aðra fiskimenn, og fluttist með hyski sínu í vænt og hagkvæmt hús. Börn hans ólust upp, og voru góðir og ráðvandir menn; á- málgaði hann það við þau jafnan, að halda ávallt ráð- vendni sinni óflekkaðri; það væri hinn bezti arfur fátœkl- ingsins. Svo að jeg orðlengi þetta eigi meira, þá sýndi dœmi Pjeturs, að orðtœkið enska: »Honesty is the best polícij« (Ráðvendnin er hin hezta vizka), sannast eins á Frakklandi og á Englandi.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.