Íslendingur - 08.03.1861, Blaðsíða 2

Íslendingur - 08.03.1861, Blaðsíða 2
178 landsins liafl eigi verið beinlínis í höndum alþingis, er og var við að búast eptir eðli hennar og fyrirkomulagi þingsins, heldur var hún í hjeraði í höndum hvers goða; en með því hver maður átti kost á, að bera sig upp und- an órjettvísi eða stjórnleysi goðanna á alþingi, og fá dóm yflr honum, er jafnvel gæti vikið honum frá völdum, þá liggur það í augum uppi, að alþingi hafði full áhrif á stjórn iandsins. |>ess má og hjer geta, að Islendingar lögðu á sig almenna skatta, til þess að geta staðizt stjórn landsins, svo sem þingfararkaupið, tíundirnar, m. m. |>að, sem vjer nú höfum ístuttumáli sagtum laga- skipan og stjórn íslands í ströngum skilningi (den speciflke Retsorden), meðan það átti með sig sjálft, ætlum vjer að nœgi til þess að sýna, að íslendingar voru vel skipað þjóðfjelag (organiseret Stats-Samfund), er lög- gjöf, dómar og valdstjórn landsins fram fór hjer eptir vissum lögskipuðum reglum, er aðalþing allrar þjóðarinnar, alþingi, sumpart myndaði, og sumpart lijelt vörð á og sá um að fylgt væri og eptir væri breytt. Liti maður á hinar œðri og andlegu þarfir mannlífsins (de aandelige og intellectuelle Interesser), sjáum vjer og, að hinir gömlu forfeður vorir hafa verið komnir lengra á leið, en menn skyldu getaímyndað sjer, eptir því sem ástatt var í öðrum löndum um sama leyti, er stjórnin hjer á landi kom ýmsu skipulagi á, er bein- línis miðaði til að efla og auka andlegt og vísindalegt líf. Að vísu voru hjer á landi engar vísindalegar stofnanir, er nú kallast svo, er eigi var heldur við að búast, úr því önnur lönd höfðu þær því nær hvergi um þær mundir. Hins má geta, að lögsögumaðurinn var skyldur til að skýra mönnum á alþinginu lög landsins, og skyldi það fullgjört á hverjum 3 árum, en þingsköp öll skyldi hann segja mönnum á ári liverju. Svo skyldi hann og segja mönnum í hjeraði lög, þeim er um þau spurðu. Svo voru og stofnaðir hjer 2 biskupsstólar og mörg önnur andleg embætti, ogþeim lagðar nœgar tekjur og uppeldi. |>að er næsta einkennilegt, hversu hin fornu landslög vor báru umhyggju fyrir fátœkum, er þau gjörðu náungun- um að skyldu, að sjá fyrir liinum uauðstöddu, og þegar náunga-framfœri þryti, skyldi almenningur eptir vissum reglum gjöra það, og í þessu skyni var fátœkum gefin '/4 tíundar og matgjaflr, m. m. Sýnir þetta berlega, hversu langt íslendingar voru komnir áleiðis í því, að skipa al- mennum málefnum sínum, og höfðu ljósa hugmynd um skyldur þær, er hvíla á hverju þjóðfjelagi sem er, og er merkilegt að bera saman við þetta lög Dana og fleiri Ianda um sama efni, er sýna, að menn þar hafa ekki á- litið það skyldu þjóðfjelagsins, að gefa lög og reglur um slík mál, fvr en á seinni tímum. Eptirtektavert er það og mjög, er hin fornu lög vor kváðu á um, að hver hrepp- ur skyldi vera cins konar skaðabótafjelag, er bœtti þeim skaðann, er af einhverjum óhöppum urðji fyrir mikilvægu fjártjóni af eldsvoða, eða ef drepsótt eyddi búsmala þeirra, er þvílík skaðabótafjelög sem þessi vitna jafnvel um nánari fjelagsskap meðal manna hjer á landi í fornöld, en fundinn verður almennt í öðrum löndum nú á dögum, þar sem stjórn- irnar venjulega að eins óbeinlínis styrkja þvílíkan fjelagsskap. Vjer þykjumst nú hafa leitt nœg rök að því, að ís- lendingar hafi verið skipulegt og lögum bundið þjóðfje- lag, áður en þeir gengu Noregskonungum á hendur, og haft mjög Ijósa hugmynd um nauðsyn og helgi stjórnar sinnar, og leiðir þá aptur af því, að þeir alls eigi hafa gengið á hönd konungunum í blindni, nje heldur til þess, að koma hjer á reglulegri stjórn og fullkomnari, en áður var, heldur að eins lil þess, eins og líka sögurnar og gamli sáttmáli sýna, að fá öfiugan verndarskjöld stjórnar sinnar og laga sinna, þar sem Noregskonungar voru. Og þó nú stjórnin hlyti að breytast nokkuð við það, að þeir tóku konung yflr sig, liggur það í augum uppi, að allt það hlaut að standa óhaggað í stjórn landsins, er staðizt gat með því, að íslendingar viðurkenndu Noregskonung sem konung sinn. Heim við þetta kemur það og, sem órækar sannanir eru fyrir, að Noregskonungar fengu ekk- ert einræði hjer á landi, lieklur urðu hvervetna að semja við Islendinga og leita samþykkis þeirra, bæði í stjórnar- og löggjafar-málefnum, og sneru sjer í því að alþinginu, sem hafði ásamt með konunginum œðsta vald yfir land- inu (Souverainitet). Af þessu er þá auðsjeð, að ísland, sem áður hafði fulla þjóðstjórn, hefur geflð sig undir takmarkaða eður lögbundna konungsstjórn, er íslendingar gengu á hönd Noregskonungum, er alls ekkert átti skylt við fyrirkomulagið í Noregi. f>að er og auðsjeð, að eins og hin einstöku hjeruð í Noregi eða annarstaðar hjer á Norðurlöndum á miðöldinni aldrei mynduðu slík skipuleg og lögbundin þjóðfjelög, er vjer höfum sjeð að verið hef- ur á Islandi, þannig skiptir og allt öðru máli um reglur þær og viðleitni, er urðu til í hjeruðum þessum, en um lög þau, er gefin voru hjer á landi, þar sem reglulegt þjóðveldi (Republik), og því einnig löggjafarvald var búið að ná fullri festu og viðurkenningu um land allt. Iíon- 355 hlakkaði mjög til alls þess, er hún bjóst við að hann mundi kaupa og koma heim með. Að síðustu fór hana að furða á því, hve lengi liann var í burtu; því næst varð hún hrædd um hann, og vissi eigi, hvað hún álti að hugsa. Henni datt í hug, að hann kynni að hafa fundizt með punginn á sjer, og verið handtckinn fyrir þjófnað. Hún varð ávallt órórri og órórri; en í sama bili kom inn mað- uraðhenni óvarri, og var það auðsjeð á honum, að hann var útlendingur. f>að var Farquhar; hann hafði komið til hjeraðsstjóra að ákveðinni stundu, og fjekk hann þar pung sinn; varð hann við það glaðari, en frá verði sagt. Ilann heyrði þar einnig söguna um ráðvendni flskimannsins; komst hann svo mjög við, að hann ásetti sjer, að leita hann uppi tafarlaust. Ilann talaði illa frakknesku, og veitti honum örðugt að koma fyrir sig orðum á þá tungu. Allt um það skildi Katrín svo mikið, að hann mundi. vera eigandi pungsins; hjelt lnin, að hann væri kominn til að heimta liann, og varð fjarskalega hrædd. »Pjetur hafði þó rjett að mæla«, hugsaði hún. »Hefði það eigi verið rangt, að halda pungnum, þá hefði jeg nú eigi þótzt vera eins 356 sek, ogjegþykist vera, og eigi skammazt mín eins mikið«. Yænst hefði henni þótt um, hefði hún getað skilað pungn- um. Hún var farin að bera eitthvað í bœtifláka fyrir sig, en það fór allt í ólagi, en þá tók Farquhar punginn upp úr vasa sjer, og snerist henni þá hugnr allt í einu, er hún þekkti hann. »Guð veri lofaður«, mælti hún, »að þjer haflð fengið hann aptur«, og þótti henni, semþung- um steini v'æri af sjer ljett. í sama vetfangi kom l’jetur inn, og leiddi Janneton, dóttur sína, við hönd sjer. »Er- uð þjer Pjetur Leroux?« sagði Farquhar. Pjetur kvað svo vera. »þjer eruð maður ráðvandur, og jeg er hjer kominn, til að launa yður fundinn á pung mínum«. »j>að mál nær eigi til mín, herra!« sagði Pjetur. »Litla stúlkan þarna fann hann«. »j>á verð jeg að borga henni það«, sagði Farquhar. »IIjerna, litla stúlka mín! það er Napóleonsgyllini eitt; það gef jeg þjer fyrir það, að þú ert gott barn, og fœrðir forcldrum þínum punginn minn, undir eins og þú fannst hann«. Janneton hoppaði af gleði, rjett eins og ungt fjalla-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.