Íslendingur - 19.06.1861, Blaðsíða 1
ANNAÐ ÁR.
1;
19. jönf.
M 1
Ferðalög; maiina um norðurstreiHlur
Ameríku og- inhaííð J>ar íyrir norðan.
(Framhald). Nú er þar til máls að taka, er Jón lloss
situr heima á Englandi og unir illa sínuin hag. Hann
tók nú að eldast, en skorti hvorki hug nje áræði. Hann
bauðst að mju að fara í norðurleit, og freista, hvort kom-
izt yrði norðan um Ameríku. En stjórnin enska viidi
með engu móti taka lilboði hans, því hún gat eigi gleymt
missýningum hans í Lankastersundi. Hún hafði áður
heitið hverjum þeim manni verðlaunum (20000 pund ster-
lings), er fyrstur kœmist sjóveg alla leið norðan um Ame-
ríku. Nú var aptur lekið loforðið um þau verðlaun. Eigi
ljet Jón letjast fyrir það, og þar kom, að göfugur maður
þar í landi Felix Boolh, kaupmaður og vel fjáður, lagði
fram 17000 pd. sterl., til þess Jón gæti keypt skip og
gjört út til fararinnar. Jón lagði sjálfur til 3000 pd., og
var það því nær aleiga hans. Nú kaupir harm skip með
gufuvjel, og liefur á matvæli til 2 ára. Skipið hjet Victory.
Skipverjar voru alls 24 manns. Jón var sjálfur foringi,
en James Ross bróðursonur hans honum næstur. j>eir
ljetu í haf frá Englandi á öndverðu sumri 1829; segir
eigi af ferðum þeirra, fyr en 6. ág. samsumars, að þeir
lögðu inn á Lankastersund; hjeldu þeir vestur eptir því,
þar til er Prinsregent-suncl laukst upp á vinstri hönd;
lögðu þeir suður eptir því, höfðu land á stjórnborða, og
hjeldu svo nærri því, sem þeir gátu fyrir isum. J»eir tóku
land við Fury-nes, þar sem annað skip Parrys (Fury) brotn-
aði (ár 1825); fundu þeir þar nœgar vistir, er Parry varð
að láta þar eptir, eins og áður er sagt; voru þær að mestu
leyti óskemmdar. j>að sáu þeir, að þangað höfðu mýs
komið, og refar og birnir, en bitt þóttust þeir vita, að
Skrceliugjar (Eskimóar) höfðu eigi þangað fœti stigið.
[>egar hjer var komið, hætti segulnálin (kompásinn) að
duga þeim Jóni, fyrir þá sök, að segulskaut jarðar
hið nyrðra (den magnetiske Pol) var þá mjög í nánd;
var þá næsta vandrötuð og viðsjál leiðin millum ísanna,
og með ókunnri strönd. j>ó bjeldu þeir enn lengi suður
með landi. Nokkru fyrir sunnan Fury-nes skarst vík mikil
vestur í landið. Ilana nefnduþeir Brentfords-vík; en það
duldist þeim Jóni, að þar gengur sund (Bellots-sund) vest-
urúrlandinu, og skal þess síðar getið. þá er komið var
fram í lok sept.mánaðar, varJónkominn suður á 70. mæli-
stig norðurbreiddar. Yarð þá skipið fast í ísum og fraus
inni í höfn þeirri,' er hann kallaði Felix-höfn (.Felix-har-
hour). þar gekk Jón á land og nam það undir Englands-
konung, og kallaði það Boothia felix í höfuð á vin sín-
um Felix llooth. Land þetta er mjög gróðurlítið og lítið
um dýr og fugla, þó veiða menn þar stundum úlfa, tóur
og liirni, hjera og hreindýr. j>ar voruþeir þann vetur
(1829—1830). Sjer til skýlis lögðu þeir þak yfir skipið,
og hlóðu ísveggi að utan. Frostið var hart, en þó áttu
þeir þar allgóða æfi, enda hafði Jóu Ross frábæra stjórn
og fvrirhyggju á hverjum hlut. Ilann hjelt skóla á skipi
sínu, og kenndu yfirmennirnir hinum ýmsar menntir ádegi
hverjum; hjelt hann því á fram á vetrum alla þá stund,
sem hann var í útlegð þessari, og urðu hásetar vel að
sjer um marga hluti. [>eim hinum sama sið liafa síðan
aðrir norðurfaramenn haldið, er átt hafa vetursetu þar
norður í íshöfum. þá er leið frain um vetrarsólstöður,
var það einhvern dag, að einum af skipv erjum varð reikað
nokkuð frá skipinu. Ivemur sá aptur og kveðst sjeð hafa
menn skammt þaðan í burtu. Jón Ross heldur þangað,
og getur að líta, hvar 4 Skrælingjar standa undir borgar-
jaka einum miklum, og er þeir sjá þá Jón, lilaupa þeir
í felur og gægjast fram undan jakanum. Gengur Jón Ross
þá einn til móts við þá. Skrælingjar ganga þá frain í
móti honum, og eru 10 saman; hefur liver þeirra spjót
í annari hendi, en hníf í liinni. Jón nemur staðar, þá
er 100 álnir voru í milli; kastar kveðju á þá og segir á
þeirra tungu: „tima, tima!“ þeir svara liinu samaámóti.
Einn af þeim Skrælingjum sat á sleða; kölluðu hinir til
hans; hann stóð upp þegar, og gekk fram fyrir þá. Hann
var foringi þeirra. Jón gekk nú nær, kastar byssu sinni
á isinn og segir: „aja tima!“ Skrælingjar gjörðu slíkt
81
]>áttur
Crafar-Jóns og Staðar-manna.
(Eptir Gísla Konráíisson).
(Framhald). En það varð á meðan, að maður sá, er
Rrynjólfur hjet Brynjólfsson frá Bjarnastaðahlíð í Skaga-
tjarðardölum, bróðurson Tómásar gullsmiðs í Ráðagerði
syðra, fann beinin í grasaleit á grjótmel einum, ei all-
skammt frá tjaldstað Staðarmanna; því sagt er, að aurmál
sjáist hans enn, bæði grjótvarði og bein; hellur og grjót
nokkurt var ofan á beinunum, þó sum væri uppblásin; setti
Brynjólfur þar merki upp og gat þessa. þá bjó að Sveins-
stöðum í Tungusveit Jóhannes bóndi Jóns&on frá Bala-
skarði; hafði Jóhannes áður búið víðar í Húnaþingi; liann
ijet þau Einar umboðsmann og Ragnheiði konu hans vita
um beinafundinn, er þá voru farin að búa á Reynistað,
og bauðst að sœkja þau. þau tóku því vel; en sagt er þau
bæði hann fyrst hljótt með fara. Jóhannes reið síðan á
fjöllin, og fann beinin að tilvísun Brynjólfs; ílutti liann þau
í skinnbelgjum norður til Staðar; vantaði sumt af þeim
82
smæstu. þau Einar sendu síðan eptir Jósef lækni Skapta-
svni vestur til Ilnausa; kom hann að skoða beinin, og taldi
þau af manni um tvítugsaldur og unglingi; þóttust menn
þá víst vita, að vera mundu bein Staðarbrœðra. Eptir það
ljetu þau Einar smíöa að þeim kistu litla, og buðu til erfis
þessa mönnum nokkrum, en fengu til Ilalldór prófast í
Glaumbœ, að syngja vfir þeim; alls voru þar 1G manns að
boöi þessu: Jón þjóðhagi Samsonsson, Jón hreppstjóri
Bjarnason frá Eyhildarholti, Magnússynir frá Glaumbœ, þeir
Halldór i Geldingaholti, Stefán, Einar frá Húsabökkum og
Nikulás. þar var og Gísli Konráðsson, og Jóhannes, er
beinin sótti; söng prófastur yfir þeim og rœddi eptir þau
snillilega, sem honum var lagið. þá kvað eptir þau einn
gestanna að bón þeirra Ragnheiðar og Einars þannig:
Hátííllegt sjest ug heyrist hjer, í blóma dánir aldiirs síus,
hending hvort eíja forlög er, afsprengi lögmanns Vídalíns.
tveggja brau)ra því bein úr jiirt) Eptir sextíu ár og sex
blessast mí undir helgum svörl). vflr þeim jarþar haddur vex.
Bjarni’ og Einar eru þaí), Dárlegt var þeirra aþ dylja hel,
arfar llalldórs á Ueyuistaþ, dysjalíir lyrri’ á eyþi-mel.
41