Íslendingur - 12.11.1861, Qupperneq 8

Íslendingur - 12.11.1861, Qupperneq 8
104 af sjá, að hann hefur tekið leiti í sömu merkingu sem hluti. Báðir hinir staðirnir eru í hinni alkunnu Flat- eyjarbók, er rituð er á árunum 1387 —1395, og geymd í hinu sama bóksafni sem Iíonungsbók. í íslenzkum ann- álum, Kmh. 1847, bls. 348, stendur við árið 1391 (eptir Flateyjarannál): »Landskjálfti svá mikill fyrir sunnan land, um Grímsnes, Flóa ok Ölfos, sva at fjórtán bæi skók niðr at nokkuru leiti«. Á þessum stað, við árið 1391, er og ritað leiti í Fiateyjarbók. þriðji staðurinnerí Flateyjar- bók á 416. dálki, í Fóstbrœðrasögu: »Vinna mun ek hiut- verk mitt at mínu 1 e i t i«. í Fóstbrœðrasögu Kmli. 1852, bls. 62, stendur: »ok er þat líkaz, at ek vinna hlutverk mín at mínum hluta«; en í Fóstbrs. Kmh. 1822, kap. 27., bls. 130: »ok er þat líkligast, at ek vinna blutverk jnitt at minu 1 e y t í;« en eigi mun vera mikið að marka rithátt þeirrar útgáfu. þótt Flatevjarbók sje með yngri liandritum og ritliáttur hennar sje eigi hinn bezti, þá greinir hún vandlega I og y, og er vitni hennar fullgilt í því efni. Hafa tveir menn ritað hana, sem kunnugt er, Jón prestur þórðarson og Magnús prestur þórhallsson. Jón hefur ritað Fóstbrœðrasögu, en Magnús Flateyjarann- ál, og liafa þeir báðir ritað orðið leiti á sama hátt. Reykjavík 1861. Jón Þorkclsson. (Aðsent). Af því jeg lief heyrt þess getið, að nálægt 6 til 700 expl. gengju árlega út að meðaltali af Sálmabókinni, er kostaði 72 sk., og 7 til 800 af Lærdómsbókinni á 24 sk., og mun eigi of talið, þá þykir mjer vel mega minnast á, hvernig þessar bœkur eru nú seidar, og þakka stjórnend- um prentsmiðjunnar fyrir þá tilhögun, er nú hefur verið gjörð á verði þessara almennings-bóka, þar sem það bef- ur verið sett niður á Sálmabókinni um 24 sk., svo hún kostar nú 48 sk., og á Lærdómsbókinni 8 sk., erkostarnú 16 sk. Við þetta sparast landsmönnum, eptir því ofan- greinda, árlega í kring um 225 rd. þegar nú litið er á bókaverð það, sem átti sjer stað í Viðey fyrir rúmum tutt- ugu árum síðan, þar sem Sálmabókin var þá seld óinn- bundin á 1 rd., og Lærdómsbókin óinnbundin á 32 sk., svo að sami bókafjöldi, og til er tekinn að framan, kostaði þá landsmenn árlega 450 rd. rneira, en þær kosta nú. þetta er nú veruleg framför og sparnaður fyrir landsmenn, og vonast jeg því til, að þeir sjeu mjer samdóma í því, að þetta sje virðingar- og þakklætisvert. I’.itnt, í okt«ber 1861. Sunnlendingur. Frjettlr. þeir Guðmundur alþingismaður Brands- son og mágar hans, brœðurnir Magnús og Jón Egilssynir, er druknuðu ll.f.m., eru síðan allir fundnir. Brœðurnir fundust hvor lijá öðrum skammt frálandi, þar sem bátur- inn fórst, en lík Guðmundar rak á land nokkru síðar og lítið eitt innar með sjónum. Kn þann dag, er Guðmund- ur fannst, dó yngsti sonur hans Guðmundur, 5 eða 6 ára, úr barnaveikinni. — Nýkomnir eru hingað bæði norðan- og vestanpóst- ur, og segja góða haustveðráttu alstaðar að, og að öðru leyti engin sjerleg tíðindi. Austan úr Skaptafeilssýslu iiöfum vjer einnig nýfrjett allt hið sama, og má með sanni segja, að sumarið, sem nú er úr garði gengið, haíl eigi orðið endasleppt, heldur verið eitthvert hið bezta ogblíð- asta, sem lengi hefur komið yflr þetta land. — Veðurátt er um þessar mundir œrið stormasöm, opt- ar við norður, og er mikið mein að því, þar sem menn nmndu að öðrum kosti fiskavel í ílestum eða öilum veiði- stöðum lijer við Faxaflóa, því sjómenn vorir segja tals- verðan fisk' fyrir landi. Ilafa menn brotizt á sjóinn með mesta harðfylgi undanfarna daga, sumir aflað allvel, sumir miður, en legið við hrakningum og tjóni. — Eitt af því, sem eigi hefur sjezt í Reykjavík um nokkur undanfarin ár, er barnaskóli; en nú lítur út fyrir, að hans upprisutími fari að nálgast, enda er eins og mönn- nm er kunnugt, komin út »tilkskipun um stofnun barnaskóla í Ileykjaviku, 12. desembr. 1860. það hafa sumsje tekið sig saman 3 menn hjer í bœnum: konsul E. Siemsen, faktor A. P. Wulff og skólakennari H. Iir. Friðriksson, fengið ljeð hið tilvonandi hús barnaskólans, og láta nú kenna þar í vetur, svo mörgum börnum, piitum og stúlk- um, sem fengizt geta: lestur, barnalærdóm, biflíusögur, landafrœði, reikning, o. s. frv.; til þessa hafa að eins 18 börn verið send í skóla þennan, og er það heldur lítið, ef það er satt sem sagt er, að það sje hátt á annaö hundrað börn í Reykjavík á því reki, er í skóla geta gengið. En Reykjavíkurbúar eru menntavinir, og teljum vjer það sjálfsagt, að börnin verði miklu fleiri orðin í skól- anum, þegar vjer getum bans í næsta skipti. j>eir, sem ségja til í skóla þessurn, eru skólakennararnir II. K. Friðriksson og Jónas Guðmundsson, samt kandídatarnir Isleifur Ein- arsson Ilákonsen, Isleifur Gíslason og Eyólfur Jónsson. Keunslutíminn er 4 stundir á dag. Kennslukaupið er 2 rdd. um mánuðinn fyrir hvert barn. J>að er vonandi og óskandi, að þeir, sem geta, sitji eigi af sjer þetta tœki- fœri til að afla börnum sínum hins þarfasta hlutar, sem er menntunin; enda munu allir þeir, sem hlut eiga að kennslunni, leggja allt kapp á, að börnin, sem tilsagnar- iunar njóta, hafi sem mest not afhenni, og taki sem mestum framförum að auðið er. Iíaupið má eigi minna vera fyrir þá, sem nokkurs eru megnugir. AnslýsÍHSar. Eins og jeg hef augiýst ao undanförnu, gefst hjer með ölium til vitundar, sem kynnu að vilja kaupa fisk þann, sern væntanlega tilfellur Kaldaðarnesspítala i Rang- árvalla, Árnes, Gullbringu og Kjósar og Borgarfjarðar- sýslum samt Reykjavíkurbce, á næstkomandi vetrarvertíð 1862, að lysthafendur geta sent mjer skrifleg tilboð sín um kaup á nefndum fiski í fyrgreindum sýslum, þannig, að þau sjeu til mín komin fyrir kl. 6 e. m. þann 31- desember þ. á. En þau boð, sem siðar koma, geta ekki orðið tekin til greina. Um leið eru það tilmæli mín, að kaupendur viiji þegar í fyrstu til taka hið hæsta verð, er þeir vilji gefa fvrir hvert skippund hart af fiskinum, sem álitið er að samgildi 4 skippundum af honum blautum, eptir fornri venju. Skrifstofu biskupsins yflr íslandi 1. mivember 1861. 11. G. Thordersen. — Mig undirskrifaðan er búið að vanta í þrjú missiri rauðan fola stjörnóttan, nú 4 vetra, góðgengan, mark: standfjöður aptan vinstra; bið jeg það athugað, ef satt væri, semjeg hefheyrt, að bóndi fyrir ofan Hvalfjörð eigi sammerkt við þetta mitt rnark á hrosstim sínum. Ilvern þann, sem hittir þennan fola, bið jeg að halda honum til skila til mín, að Helgafelli í Mosfellssveit. * Jón þorsteinsson. Utgelendur: Benidikt Sveinsson, Einar Þórðarson, Ilalldór Friðriksson, Jón Jónsson Hjallalin, Jón Þjetursson. ábyrgfcarmaW. Fáll Pálsson Melsteð, Pjctur Gudjolmson. Prentóur í preutsmiljuiini i Iteykjavík 1861. Eíuar pdrtbarcon.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.