Íslendingur - 10.01.1862, Síða 2
122
um, að fískiaflinn getur einnig brugðizt á þiljuskipunum,
og verður þá því tilfmnanlegri, sem svo mikið þarf að
leggja í sölurnar til þeirra. J>að er annað en gaman fyrir
hafnalaust land við norðurskaut heims, að balda úti mörg-
um þiljuskipum, svo vel fari, og menn geti með nokkurn
veginn vissu vænt stöðugs ábata af þeim; reyndar mætti
hjer nokkuð umbœta frá því, sem nú er, en menn ættu
samt ekki að gleyma þvi, að örðugleikarnir eru margir,
og að allar vorar tilraunir með íiskiveiðar eru mjög svo
stopular og fallvaltar.
»En hvað á þá að gjöra«, munu margirsegja, »þeg-
ar hvorki má reiða sig á landbúnaðinn nje sjóinn, svo
vel fari, og vjer þannig virðumst í jöfnum háska staddir,
livernig sem að er farið«? Ilið beina svar npp á þetta
er það, að fyrst eigum vjer að bœta landbúnað og sjávar-
útvegvorn, sem framast að verða má, en svo eigum vjer
og jafnframt þessu að stunda alla þá atvinnuvegi, er oss
mega að gagni koma, og vjer eigum að stunda þá svo,
að þeir gefí oss sem mest og jafnast manneldi, svo að
vjer getum frelsazt frá þeim hörmungnm, er bjargræðis-
skorturinn og sulturinn með sjer fœrir, þessi bjargræðis-
skortur og sultur og manndauði, sem svo opt hefur eytt
land vort og lagt þúsundir meðbrœðra vorra í gröfina.
Vjer sjáum reyndar Ijóslega fram á, að mörgu þarf
að breyta á landi voru, ef þessu á að verða framgengt,
og það er gamalt máltak, að það sje eigi »minni vandi,
að gæta fengins fjár en afla þess«, og á þetta sjer full-
komlega stað hjá oss; það stoðar oss lítið, þótt jörðin og
hafið gefi oss blessun sína, þegar notkunin og hagtær-
ingin á því er eigi, eins og hún á að vera. Vjer höfum
sannarlega illa nolkun á ágóða Vinnu vorrar, þegar vjer
fleygjum honum burtu, eigi að eins fyrir óþarfa og gling-
ur, heldur og jafnvel fyrir þær munaðarvörur, sem oss
eru til falls og óhamingju. það má í þessu efni virðast
oss nokkuð sjerstaklegt, að þótt það sje sýnt og sannað1,
að ágóðinn af landi voru er fullt eins mikill eptir fólks-
tölu og í Danmörku, þá vantar oss þó allt, er þetta og
önnur lönd hafa, svo að þegar eitthvað á að gjöra al-
menningi til góða, þá er ekki neitt til neins, heldur hverf-
ur allur ágóði landsins, eins og honum væri fleygt í sjó-
inn, eða hann brenndur upp til kaldra kola; bjargræðis-
skorturinn, sulturinn, allsleysið, allt lendir við sama; vjer
höfum, þegar bezt lætur, úr hendinni í munninn, en lengra
nær það aldrei.
1) Sbr. dr. SchJeisner um Island.
115
fengið eittbvert það embætti, er samboðið væri mæti hans
og mannkostum, í stað þess, að verða að eins fulltrúi,
sem hann nú var orðinn, þar sem jafnaldrar hans voru
komnir langt fram úr lionum í tign og embættum. Jeg
varð þess áskynja, að hann var búinn hinum margbreytt-
asta fróðleik og þekkingu, og það eigi að eins lauslegri
kynningu. Hann var svo mikill starfsmaður, að nær var
ótrúlegt, og eins var hann fljótur að sjá það ljóst, hver
aðalatriði málanna voru, og sökum þessa gat hann á
skömmum tíma kynnt sjer til lilítar hin vandasömustu
mál. Jeg sá, að jeg stóð á baki honum; jeg laut hon-
um, og það var afarmikill munur á, hvernig jeg ávarpaði
liann og aðrir. Ilann tók eptir því, og fjekk jeg þá fulln-
aðargjörð, að hann varð eigi eins feiminn við mig, og
hann hafði áður verið. |>egar tímar liðu fram, var um-
gengni okkar allt önnur en sú, er leiddi af samvinnu okk-
ar einni, uns hún varð að einlægri vináttu, eftilvill, enn
innilegri frá minni hálfu en hans, því að liann gleymdi því
aldrei, að jeg varyfirmaður hans. Mjer tókst þó að bræða
Vjer ætlum oss eigi í þessari ritgjörð, að fara að
grennslast nákvæmar eptir aðalundirrót allra eymdavorra.
Rœturnar eru margar og liggja í ýmsar áttir, svo að vjer,
sem nú erum uppi, naumast munum komast fyrir endann
á þeim, og því verður það, er vjer viljum um tala, ein-
ungis það, hvernig vjer með hinum litlu kröptum, sem
nú eru fyrir hendi, megum nokkuð bœta úr neyð þeirri,
sem auðsjáanlega þrengir því meir að landinu, sem það
verður fólksfleira, og sem nú á mörgum stöðum sýnist
ætla að stofna lífi og heilsu landa vorra í mikla liættu, og
draga kjarkinn úr fólkinu.
Ilið fyrsta, sem íbúum sjerhvers lands liggur á, er
það, að allt það manneldí, sem til er, sje notað og við
haft sem haganlegast, og hvert það land, sem ekki fylgir
þessari reglu, þarf aldrei að búast við öðru en sulti og
seyru. Vjer hyggjum, að vjer Islendingar höfum hingað
til verið langt frá því, að fylgja þessari reglu, því að bæði
er það, að mikið manneldi liggur hjer alveg ónotað sökum
vankunnáttu vorrar, enda er og notkunin á því, sem til
er, ekki nærri eins hagkvæm og hún gæti verið og ætti
að vera. það er eins og það sje rótgróið meðal landa
vorra, að fiskur og kjöt, feiti, mjölmatur og mjólkurmatur
sje hið eina manneldi, er menn geti fram dregið lífið á,
og það er fyrst á síðari tímum, að kál, róurog kartöplur
þykja fullboðin mannafœða. Vjer munum þá tímana, og
margir sögðu fyrir 30 árum, þegar þeir áttu að borða
kálgrauta, að þeir væru engir grasbítar, en þeir vissu eigi,
vesalingar, að allt mjöl og hveiti eru grös jarðarinnar.
}>essar litlu holur af kálgörðum, sem eru allvíða, bera og
Ijós vitni um það, að Islendingar eru enn þá langt frá
því, að meta rjettilega gagn og arð kálgarðanna, og það
er hörmulegt til þess að vita, að menn skuli eigi taka
sig betur fram með kartöplurœkt og kálgarðarœkt, en enn
er orðið. Fólk skilur auðsjáanlega enn þá ekki, hversu
heilnæmt og mikið manneldi er í hverri tunnu af kartöpl-
um og róum, og hefur þetta þó með góðum og ljósum
ritgjörðum þráfaldlega verið brýnt fyrir þeim á síðari tím-
um1, og þeir uppörvaðir til þess, bæði með áminningum
og verðlaunum.
1) Vjer eigum hjer eitikanlega vib tvær ritgjiiríiir, er prentabar voru
hjer í Iieykjavík 1858, og iinnur geflrt út af suburamtsins húss— og bú-
stjórnarfjeiagi. I annari þessara ritgjóriha, þeirri, er ritní) er af herra
sktiiakenrtara H. K. Friíirikssyni, er nákvæmlega tekiií) fram, hvert sje
jafnvægi manneldisins af hverri matartegund út af fyrir sig, enda
hefur og ritgjiirí) þessi margar géibar hugleftingar ttm atvinnuvegi vora,
og væri tiskandi, at) hún væri setn inest lesin og útbreidd meíial landa
vorra.
116
ís þann, sem í fyrstunni virtist eins og að drepa niður
hverri velvildartilfinningu, sem vaknaði hjá hverjum sem
var; jeg hjelt vináttu minni til hans, og hann bar virð-
ingu fyrir mjer og velvild til dauðadags.
Ilann kom til heima míns, þessa liins unaðsfulla heim-
ilis míns, sem kona mín og börn hafa gjört að sönnum
sældarstað, og sem hefur heillarík áhrif á hvern þann, er
kynnist þvi. í>að er eigi mjer að þakka, heldur þeim, og
alla mína æfi hef jeg verið sæll. }>að var um vetur, síð-
ari hluta dags, að hann ltom heim til mín í fyrsta skiptið;
jeg hafði því nær þröngvað honum til þess; vjer höfðum
nýlega borðað miðdegisverð, og vellukannan stóð suðandi
á borðinu, því að vjer ætluðum að fara að drekka kaffi.
Kona mín sat við gluggann, og börn okkar þrjú Ijeku og
veltu sjer á gólfinu, og tók undir í stofunni af raust þeirra,
er lýsti sakleysinu sjálfu. Ilann nam staðar litla stund, og
eins og rjetti úr sjer, líkt og hann í ævarlangan tíma hefði
eigi andað að sjer fyr hinu hressandi og heilnæma lopti,
sem er á hœglátu og rósömu heimili, líkt og hann hefði