Íslendingur - 19.02.1862, Qupperneq 1

Íslendingur - 19.02.1862, Qupperneq 1
ANNAÐ ÁR. 19. febrúar. o Um notknn ýmislegs manneldis, sem nú lig'g'iir l>vi nær ónotað lijá oss. y. (Framhald). 10. Fjallagrös «ÍAchen islandicus« eða »Cetraria Islandica«. Af landjurtum þeim, er hjá oss vaxa, er engin, sem meira almennt er við höfð til mann- eldis en fjallagrösin, og þó eru þau eigi nærri eins notuð, eins og skyldi og vera bæri. Vjer sleppum að lýsa þeim; því að allir þekkja þau, og að það eru 4 höfuðtegundir, sem almennastar eru tilmannafœðu;það eru sl-œðagrös, klóungur, brekkugrös ogkræöa; enhin grasafrœðislegu nöfn(botaniske Navne) eru: íyrir skœöagrös »Cetraria Islandica«; fyrir klóung nCetraria tenuifolia« ; fyrir brekkugrös »Cetraria rigida*, og fyrir krceöu «Cetraria nigricans«. það mun óhætt að fullyrða, að til manneldis er hvert pund af þurrkuðum fjallagrösum fullt eins drjúgt og gott eins og pund af mjöli eða jafnvel hveiti, og mega því kynjar þykja, hversu lítið almenningur gefur sig við að safna þeim. Vjer höf- um heyrt suma segja, að það væri orðið svo lítið til af þeim, en oss þykir mikill efi á, að þau sjeu stórum minni en áður. Vjer höfum enn þá eigi sjeð neina gambur- mosa á fjöllum uppi, og eru oss þó margar fjallbyggðir kunnar, að eigi haft þeir verið meira eða minna settir fjallagrösum og klóungi. þegar verið er að tala um fjalla- grasaleysið, þá detlur oss opt í luig það, sem Jónas heit- inn Hallgrímsson kvað: »Ókunnugt allt er flestum upp tim þann fjallageim« o. s. frv. það er svo sem lítið að marka, þótt smalar eða þeir, sem eru í kindaleitum (og þeir eru það þó helzt, sem fara um fjöllin), ekki detli um þau í hverju spori, heldur þykist sjá lítið af þeim, því að þeim er allt annað betur gefið, en vera grasafrœðingar. Vjer erum sannfœrðir um, að ef menn með ástundun fœru hvert ár á grasafjall, eins og fyrrum var venja til, þá mundi mega finna nærfellt eins mikil fjallagrös nú og áð- ur, og er það heyrum kunnugt, livilík búdrýgindi þau voru talin á fyrri tímum. það er nú allt af verið að kvarta um það meir og meir, hvílík sveitarþyngsli sjeu orðin lijer á landi, en því taka sveitirnar þá ekki ómaga sína, þá er skriðfráir eru, og gjöra þá út á grasafjall á vorum og sumrum í góðu veðri? það er þeim skriðfráu þó enginn þungur kostur, hvort sem heldur eru konur eða karlar, ungir eðagamlir, að liggja í tjöldum uppi á fjölium um hásumar, þegar þeim er sjeð fyrir nœgum klæðnaði og góðu viðurværi. En hvílíkur Ijettir væri það eigi fyrir sveitirnar, ef þessir aumingjar þannig gætu haft ofan af fyrir lífi sínu, meðan þeir væru skriðfráir. það er engan veginn ætlun vor, að menn ættu að fœða fátœklingana á eintómum fjallagrös- um; það mundu gjörast nœgir kaupendur að þeim, ef þau væru að fá til sölu. Yfir höfuð að tala þekkjumvjer enga hollari og meir nœrandi fœðu fyrir veiklaða og las- burða, en fjallagrasamjólk, og eigi munu það neinar öfg- ar, að hver mörk af mjólk, sem 3 eða 4 lóð af fjalla- grösum sjeu soðin í, verður tvöfalt meira nœrandi, en mjólkin mundi vera án grasanna. Hjer af leiðir þá, að heimili, sem að eins hefur 10 inerkur mjólkur í mál, get- ur tvöfaldað fœðuafl hennar, með því daglega að leggja til hennar 3 eða 4 merkur af fjallagrösum, og verður slíkt naumast gjört með hveiti eða mjöli, en orsökin til þess er sú, að mjöl og liveiti eru þvalari, og hafa talsvert meira vatn í sjer en fjallagrösin. Flestum húsmœðrum vorum mun kunnugt, livernig fjallagrösin á ýmsan hátt má matreiða, og vjer sleppum því, að tala um það nákvæmar, einungis viljum vjer geta þess, að þegar tjallagrösin eru við höfð sem mauk handa veikum, þá er tilbúningurinn þessi: »tak 2 lóð af muldum fjallagrösum, eða reglulegu fjallagrasa-dusti, og sjóð með pela af vatni, til þess jafnþykk kvoða er orðin, eður, tak smá-söxuð fjallagrös, 2 lóð, af vatni 1 pela, og eins mikið af mjöli, sjób þetta þar til þykknar, sía síðan hið þunna frá, og er þá þetta mauk borðað með nýmjólk út á, mátu- legur skamtur fyrir brjóstveika kveld og morgna«. Ilinir nýjari efnafrœðingar hafa í fjallagrösunum fundið nýtt efni, er þeir kalla fjallagrasa-sýru (Acidutn cetrari- 177 Ferð Norðra til tunglsins. (Framhald). Ætla það hafi eigi farið að verða nokkur ókyrrleiki innan í þessum glóandi hnetti, þegar þessi litlu ósköp af vatni, er vjer köllum útsæinn, steyptust inn í hinn glóandi geim, sem nú var orðinn einum fimmtugasta hluta rninni en áður? og jarðarskorpan, þetta eggskuru, sem spekingurinn kallar hana, hún stóðst allt þetta? livilft- ina, sem varð í hana, og gufuaflið af öllum höfum jarðar- innar1, er voru orðin að gufu? Seigt má þetta skurn } vera, því skulum vjer alls eigi neita, fyrst jarðartetrið eptir þessa áreynslu (sem nær því verður að yflrganga í- j myndunarafl vort) ekki sprakk í þúsund mola og lleygðist út i geiminn. Til að skilja þessar vitleysur hjá tungl- l7 f þvi ber ölluin nattúrufrófcuin inúiinum saman, a&sjórinn sje til samans tekinn 3 fjúrbu hlutar af ullu j-flrborbi jarbar, svo ab skvett- Ur liefur nú orbib ab koma inn í hnattartetrií), þegar mörg hundrut) inílna stór rifa komst á hann svona allt í oiuu. Tuuglib hefur þá orbii) at) skilja eptir dáiudis-þokkalegt sponsgat, þegar þat) þaut út í kÍHiingeiminn. 178 ferðamanninum ljóslega, viljum vjer ráða herra »Norðra« til, að fá sjer stóran sprengihnött, fylla fimmtugasta hluta hans með bræddum málmi og jarðartegundum hvítglóandi, og bœta svo á það, sem vantar, með því, að fylla hann á barma með köldu vatni; en þegar herra »Norðri« fer að gjöra þetta »experiment«,\>á. viljum vjer þó ráða hon- um, að standa eigi mjög nærri sprengihnettinum, hvað sem upp á kynni að koma. þegar la Place bjó til heimsbyggingu sína (Systeme du monde), þá Ijet hann tunglin fœðast utan af jarðhnött- unum, en ekki innan úr þeim, meðan þeir voru að mynd- ast, og þó allir verði að játa, að öll hans heimsbygging sje eigi annað en fallegt ímyndunarverk, sem vjer alls enga vissu eða sannanir höfumumað verulegt gildi hafi, þá stríða hugsanir lians eigi á móti heilbrigðri skynsemi, eða því, er vjer vitum um frumefni og náttúru þeirra með vissu. Heimshygging hans (hversu fráleit sem hún að öllutn Hkindum er hinu rjelta og sanna í þessu efni, sem hinn mikli og alvísi himins og jarðar höfundur einn veit

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.