Íslendingur - 19.02.1862, Blaðsíða 2

Íslendingur - 19.02.1862, Blaðsíða 2
154 rum), og er hún skuld í remmubragði því, sem grösin hafa; lmn er í húðinni utan á grösunum, og má taka hana burtu með þvi, að leggja grösin í vatn, sem uppleyst sje í dálítið af hreinsaðri pottösku eða »soda«. Sumir taka líka þessa remmu úr grösunum með því, að hella á þau heitu vatni, og láta standa á þeim svo sem fjórðung úr klukkustund. f>að er ætlun lækna, að bitra efnið, eða þessi fjallagrasa-svra valdi því, að þau heldur auka hœgð- ir, ef sterkt seyði er drukkið af þeim, og víst erum það, að fjallagrasaseyðið virðist opt að auka matarlöngun. Auk liins bitra efnis, sem nú var talið, hefur og í fjallagrös- unum fundizt nokkurs konar fitukennt efni, er menn kalla ■ilJchemtearin«, og enn er fundið í þeim nokkurs konar samdragandi efni (Principium adstringem), sem iiefur styrkjandi eiginlegleika á sh'mhimnurnar í maganum og Iungunum, og vegna þess verður það hœgt að skilja, að þau eru ágætt lyf í ýmsum lungna- og mnga-sjúkdómum. |>að þykjast efnafrœðingar vita fyrir vist, að þau að öllum jafnaði hafi í sjer í hverjum hundrað mörkum að þunga fullar 80 merkur af hinu smágjörvasta og einna mest nœr- andi hveitisefni, enda er það trú ýmissa lækna, að magrir sjúklingar lifni varla jafnfljótt af neinni fœðu, eins og af vel tilbúinni fjallagrasa-mjólk, eða fjallagrasamauki með nýmjólk og sykri út á. |>að er og gagnmerkilegt, að lyfefni fjallagrasanna hafa engin skaðleg áhrif á líkama mannsins, svo það er auðsjeð, að hinn mikli og alvísi náttúruhöfundur hefur í þeim geflð oss eigi að eins ein- hverja hina mest nœrandi jurtafœðu, heldur og ágætt lyf, er styrkir líkamann og getur varið hann ýmsum sjúk- dómum. Efnafrœðingum telst svo til, að ef 2 merkur af þurrk- nðum fjallagrösum sjeu soðnar með 8 inörkum af vatni, og sje haldið í suðu svo sem fjórðung úr klukkustundu, og seyðið eptir það siað frá fjallagrasahýðinu, þá verði þetta að stinnu mauki, er það kólnar, og þetta mauk má þá borða með mjólk út á, en þeir, sem vilja krydda mauk- ið, hafa smámulinn kanelbörk eður aðrar kryddtegundir með sykrinu. Til þess að remmubragðið alveg hverfi af mauk- inu, þarf, eins og áður var sagt, eigi annað en láta grös- in liggja nokkra stund í köldu vatni, er uppleyst sje í of- urh'tið af hreinsaðri pottösku, og er reiknað, að til þess sje eitt lóð af hreinsaðri pottösku (eða soda) nóg í 10 merkur af vatni. J>að er auðvitað, að ef fjallagrösin skal við hafa eigi að eins til nœringar, heldur og sem Iyf, þá er það einungis til skemmdar, að taka af þeim remmu- bragðið. 178 um hvað rjett og satt er) er því eigi annað en hnittilega hugsuð ráðgáta urn það, hvernig almættið hafi skap- að hnettina, og hún er að eins hnittileg að því leyti, að henni ber saman við margt af því, sem vjer vitum, og hneykslar því ekki mannlegt hyggjuvit, en hún er samt ráðgáta og ekkert annað. La Place ímyndaði sjer, að hnötturinn væri logandi innan, og þessi hans ímyndun hefur síðan af mörgum jarðfrœðingi verið talin rjett og óbilug. J>að, sem mest virðist að hafa styrkt hana, er það, að hitinn vex alstaðar, eptir því sem grafið er lengra of- an í jarðarskorpuna, sem kölluð er, og þetta ímynduðu menn sjer að hjeldi á fram, uns menn væru komnir að þeim glóandi ofni, þar sem allt væri í eínlægri bræðslu. J>að er nú raunar ómótmælanlega satt, að jarðhitinn vex víða á jörðunni við hvert hundrað feta, er menn grafa ofan í jörðina, nærfellt um 1 mælistig á hitamæli Gehius, svo að jarðarhitinn 10000 fet undir yíirborði jarðar er á- líka mikill og sjóðandi vatnshiti, og það er einmitt þessi jarðliiti, sem hjá oss (þar sem jörðin er svo holótt í sjer, J>að er sögn grasafrœðinga, að fjallagrös sjaldan fmn- ist á lægri stöðum, en sem svari 1500 fetum yfir sjávar- mál, en hjá oss munu þau frá þessari hæð ná á flestum stöðum allt upp undir snjólínuna. J>jettir, lítið grasi vaxnir gamburmosar eru þeirra móðurjörð, og eins og almenn- ingi er kunnugt, dugar varla aö tína grös nema í rekju. J>á er ein tegund fjallagrasnnna, er maríugrös kallast (Cetraria niualis), og lýsir Björn llalldórsson þeim all- nákvæmlega á þessa leið: »J>essi grös eru smærri en fjallagrös, og líka smærri en hreindýramosi, en eru að öllu honum lík; þau þurfa mikla suðu, og nær þau fá hana, eru þau vel æt, og þá eru þau haldin holl brjóst- veikum mönnum; þau eru fagurljósgul og fallegust allra þess háttar grasakynja; maríugrös og tröllagrös eru helzt auðþekkt frá hreindýramosa af því, er þau vaxa í blöðku- formi, opin, en hann vex uppholur innan og sívalur í grein- um, en á lit þessara tegunda er eigi mikill munur«. Mosa- frœðingurinn (Lichenolog) dr. Lindsay, er hjer var fyrir tveim árum og sem ritað hefur ágæta mosafrœðisbók fyrir landsmenn sína, Skotana, segir, að geitfje jeti þessi grös, en eigi talar hann um, að þau sjeu til manneldis höfð. Iljá oss mun og hafa verið lítið um það, en opt hafa þau verið við höfð sem lyf móti brjóstveiki, og heyrt höfum vjer af þeim, er þau hafa borðað, að úr þeim mætti til búa dáindis-bragðgott mauk. 11. Hreindýramosi (Lichen rangifcrinus) kallast af hinum nýjari mosafrœðingum »Cladonia rangiferina«. Mosategund þessi er mjög almenn, og vex nálega alstaðar hjer á landi; hjá Birni Halldórssyni er honum þannig lýst: »J>essi mosi er hvítur og fínn; vex á þúfum upp til fjalla, að mynd sem hjartahorn eða flókin birki-krœkla afkvistuð; hann er holur innan, sömu tegundar og maríu- grös eða tröllagrös, og er þessum minni, en hinum stœrri«. Oddur Hjaltalín lýsir honum nákvæmlega á þessa leið: »Hann samanstendur af uppreistum, sívölum, marggrein- óttum, upprjettum bol, ljósgráum og hvítleitum, hvers ytri smágreinir eru tvískiptar, settar kúlumynduðum dökkum vörtum; hann heitir og öðru nafni tröllagrös eða mó- krókaru. Björn Halldórsson segir, að hann megi sjóða í lím eða kvoðu, og höfum vjer reynt að svo er, og vegna þess liggur það í augum uppi, að hann hefur í sjer fólgið mikið af mosaefni eða »Lichenin«, sem er nœrandi bæði fyrir menn og skepnur. llinn síðast nefndi höfundur telur liann og »gott lyf handa brjóstveikum mönnum, og þeim, sem uppdráttarsýki hafa, eins og hann líka sje góð fœða fyrir hvern mann, sje hann vel saxaður og eitthvert 180 svo að vatnið gelur komizt svo fjarska-djúpt ofan í hana) af sjer fœðir Geysa vora og liveri. J>essi reynsla gaftil- efni til, að álykta sem svo: ef jarðhitinn að öllum jafnaði vex um eitt mælistig fyrir livert hundrað feta, er graflð er í jörð niður, þá koma menn með slíku áframhaldi við nokkur þúsund feta dýpt til þess ofns, þar sem allir málmar og allar jarðtegundir verða að vera i einni hvít- logandi leðju, það er með öðrum orðum: jörðin verður að vera glóandi innan, og jarðarskorpan varð eptir þeim reikningi, er menn gjörðu um jarðhitavöxtinn, að vera mjög þunn, þegar húnvarborin saman við þvermál hnatt- arins. J>essar kenningar voru fyrir nokkrum árum taldar sem nokkurs konar trúarlœrdómar, og þær þóttu koma einkar-vel saman við álirif eldfjallanna, eldgosin og jarð- skjálftana; hinn lærði jarðfrœðingur Leopold von Buch, Elie de Beaumont (sem tunglferðamaðurinn er að skýrskota til) og ótal fleiri, báru þæráhöndum sjer, og öldungurinn Jlumholdt gaf þeim samþykki sitt. Ilann taldi því eldfjöll- in á jörðinni eins og nokkurs konar tryggingarsmugur

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.