Íslendingur - 19.02.1862, Qupperneq 7

Íslendingur - 19.02.1862, Qupperneq 7
159 kunni nokkuð verða að bíða, en líði svo, hjer um bil manns aldur, að engirhjer á landi, haldi ættfrœðinni uppi eður því, að skrifa ættir, mun svo fara, að fáir geti úr því rakið ætt sína saman við ættir þær, sem nú eru kunn- ar, í stað þess að nú mun mega rekja flestra manna ættir, sem nú eru uppi hjer á landi, á einn eður annan veg upp til landnámsmanna. það yrði því mjög fróðleg, og þau verk metin mikils meðal eptirkomaridanna, ef nokkr- ir menn, hver í sinni sveit, rituðu upp hjá sjer á bók allt það, er þeir gætu komizt eptir um ættir bœnda þar og hinna heldri manna, svo greinilega sem þeim væri unnt, mundu þá ætíð úr því einhverjir þeir verða uppi í sveit- inni, er hjeldu þessu á fram eptir þeirra daga og rituðu inn í bœkurnar það, sem við bœttist, og þeir sem stœrri ættartölubœkur ættu, gætu þá aukið ættartölubœkur sínar með því, að fá upplýsingar úr þessum smærri bókum, eins og hinir gætu fengið ýmsan fróðleik hjá þeim. Jeg vona, að, þó sumum nú kunni þykja lítið varið í þessa ráðlegg- ingu, muni þó sumir þeir finnast, er falli hún vel í geð, og láta það ásjást með því að taka upp þetta ráð. Jeg ieyfi mjer að bœta því hjer við, að með því jeg hef ættartölubœkur undir hendi, er ná yfir allt land, og jeg ímynda mjer á hinn bóginn, að ýmsum enn þá kunni þykja meðal annars fróðleikur í því, að vita, af hverjum liann er kominn, og liverjir hafi verið forfeður sínir, þá er jeg fús til þess móti sanngjarnri borgun, að semja fyrir þá, er vilja, ættartölu þeirra svo greinilega, sem jeg get, en til þess ættartalan geti orðið þess betri, verða þeir að gefa mjer sjálfir alla þá upplýsingu, er þeir geta um ættina, bæði um forfeður sína og eins systkin þeirra, pg hverjum þau hafi giptzt, og hvað sje komið út af þeim, eins, ef auðið er, rekja ættina saman við einhvern prest eður aðra heldri menn, sem venzlaðir hafa verið henni, eður þá venzlaðir venzlamönnum hennar Jón Pjetursson. Hið deyjamll barn. (Eptir H. C. Andersen). Móðir ljúf, mig langar til að sofa, lát mig sofna hœgt á brjósti þjer; að ei grátir, átt mjer áður lofa, af því tár þín brenna’ á kinnum mjer. Inni’ er kalt og úti livasst, en pínu eyða fagrar draumasjónir þá; þegar loka’ eg mœddu auga mínu, mun eg góðu englabörnin sjá. 189 mílur í ummál, og dýpt hans eru 1200 fet, en hann spýr þó aldrei neinum þungum málmtegundum, heldur brenni- steini og ljettum vikur. |>að munu flestir hafa tekið eptir því lijer á íslandi, liversu ijett mörg liraun eru í sjer, og einkum sjest þetta, þegar þau eru borin saman við steina- tegundir úr forngrýtisfjöllunum, sem aldrei hafa brunnið, en þetta kemur samt sem áður eigi að eins af því, að hraunin eru holótt, lieldur einmitt af því, að þau hafa í sjer þjettar jarðartegundir, sem allt stríðir á móti því, að þau sjeu sprottin úr hinum þyngri pörtum jarðarinnar. Á hinn hóginn þurfa menn og alls eigi að stíga nið- ur í undirdjúp jarðar, lil að geta fengið nœgan hita, sem bræðir bæði allamálma og allar jarðtegundir; það mábúa til slíkan hita með mjög einföldum efnum, er finnast í og á yfirborði jarðarinnar. Ef vjer til að mynda hlöðum oss vörðu eða turn af tveimur ólíkum málmtegundum, 1. a. m. pjátri og kopar, eðapjátri og járni, þá getur slík varða, ef hún er nógu stór um sig og eptir því há, gefið frá sjer slíkan hita, að allt braðnar, hvað sem íjrir verð- Ileyrðu móðir, sœta söngva-hljóma, sjerðu hjá mjer engilinn? og tveir hvítir vængir honum skært á ljóma, honum gefnir eru’ af drottni þeir; faguriit, er svífa’ á sjónarbrautum, sje eg blóm, strá engiliinn þeim kann; fæ jeg hjer, eða’ leystur lífs frá þrautum, Ijúfa móðir, vængi eins og hann. Mína hönd þú mjög svo fast um heldur, mjer að vanga leggur þína kinn, liún er vot, en lieit þó líkt og eldur; hjartkær móðir, jeg er ætíð þinn. Mátt ei tárum lengur kinnar lauga, líka’ eg græt, ef gráta sje jeg þig; jeg er þreyttur, sígur svefn á auga, sjáðu, engillinn nú kyssir mig. Br. Oddsson. Selur upp til fjalla. J>að bar til norður í Vatnsdal í vetur löngu fyrir jól, að spor eptir sel sáust á hálsinum fyrir ofan Undirfell, og urðu þau rakin ofan í dalinn og austur að ánni (Vatns- dalsá) fyrir neðan Hof, en þar hurfu þau. þótti mönnum þetta allkynlegt, því að aldrei hefur í manna minnum eel- ur komizt svo langt fram í Vatnsdal á sumrum, en það gegndi mestri furðu, að sporin lágu ofan af fjalli. Hvergi kom selur fram í dalnum, og fjell svo þettaniðurum hríð. En á nýársdagsmorgun varð það tíðinda í Grímstungum, er smalamaður rak fjeð fram dalinn að vanda og fram hjá þórhallastöðum, að hann sá kvikindi nokkurt ókennilegt niður við ána, og þótti líkast sem selur væri. Gekk liann síðan heim og sagði, hvað fyrir sig hafði borið. Fór þá skotmaður heiman með byssu hlaðna; en er selurinn varð hans var, lagðist hann út á ána, því að hún var þarauð, og vildi þá leita ofan eptir, en svo lauk að selurinn varð unninn; var hann þá orðinn mjög rýr og magur, sem von var, af villum þessum og hrakningum. þykjast inenn nú sjá, hverja leið selurinn hefur farið. Ætla menn, að hann hafi flœmzt upp úr Hópinu og svo upp með á þeirri, er Gljúfurá heitir, og rennur út með Víðidalsfjalli að austan og út liáls þann, sem Iiggur að vestanverðu við Vatnsdal; síðan liefur hann snúið, svo sem sporin sýndu, ofan í dalinn. Ritat) í febrúar 1862. J. B. 190 ur. Slíkar vörður búa efnafrœðingar almennt til, og kalla þær »Galvansvörður« eða »súlur«, en krapt þeirra »galvan-rafurmagn«. En hversu stór þarf slík varða að vera? munu margir spyrja; hún þarf til þess að bræða málma, eigi að vera stœrri en nokkur fet í þvermál, og svo sem nokkrir faðmar á hæð; httn þarf þess vegnaeigi að vera nærri eins stór og hið minnsta fjall, sem til er í heimi. En það er eigi einungis járn, kopar- og pjátur, sem liafa þessa eiginlegleika, heldur og allar málmteg- undir, er finnast í yfirborði jarðar. Vjer vitum með vissu að allt, sem vjer köllum jörð og steina, er eigi annað en málmar og málmtegundir, í sambandi við lífsloptið og önnur náttúruefni, svo vjer höfum þannigi yfirborði jarð- arinnar meir en nóg efni í þess konar vörður, sem hjer er um getið. Til þess að galvanvarðan hafi sem mest áhrif, þarf að vera vatn á milli laganna, en það er og einmitt það sem einkennir öll eldlönd, að þau hafa harðla mikið af tjörnum, og nærfellt í nánd allra eldfjalla finnast stórar

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.