Íslendingur - 22.05.1862, Blaðsíða 2

Íslendingur - 22.05.1862, Blaðsíða 2
18 að honum sje fœrt í flestan sjó; bjuggu þeir nú skipið til heimferðar og biðu þess að ísar leystust. Áður en vjer ljúkum að segja frá »norðurförum« þessum, þykir eigi illa hlýða að geta þess, hvers végna Jón Franklín lagði einmitt þessa leið suður að meginland- inu, er honum varð að bana, og hvers vegna liðsmenn hans entust eigi að liggja lengur í ísnum, en þeir gjörðu og urðu vistarlausir, þar sem vjer þó vitum, að Erebus og Terrof voru engu síður gjörð út, en önnur norðurfara- skip, sem öllu lengur hafa þolað útilegur í norðurhöfum. Ilinu fyrra atriðinu viljum vjer svara að miklu leyti með orðum Mac Clintocks, en hann segir svo: »sundin fyrir vestan King Williams ey eru án alls efa sí og æ ísum þakin, sem þangað rekur úr útnorðurhafinu er við blasir, og hleðst saman í ófœrar og ofboðslegar hrannir vestan- undir eynni (í þá hrönn komust skip Franklíns). Hefði sír Franklín vitað, að sund liggur fyrir austan Iving Wil- liams ey (en það vissi enginn á hans dögum, en allir hjeldu það væri land áfast við Boothiu Felix), þá hefði hann aldrei hætt skipum sínum inn í ísinn vestanundir eyjunni. flefði Franklín stýrt suður með eynni að austan- verðu, þá hefði hann án alls efa, samsumars (1846) getað fleytt skipunum alla leið vestur í Beringssund. En á lands- uppdrætti þeim, er Franklín hafði, var engin leið til aust- an um King Wiiljams ey; þar sást að eins King Willjams land, áfast við meginland Ameríku, en Dr. Bae hefur fyrstur manna frœtt oss um, að það er eyja umflotin á alla vegu. f>ess vegna hafði Franklín einungis um einn veg að velja, og þann fór liann. Jeg hygg, þegar það allt er borið saman, sem Franklín, Collinson, Dr. Rae og jeg höfum kannað og aðgætt, þá sje ekki önnur sjóleið fær norðan um Ameríku, en sú er liggur austan um King Willjamsey. Vera má að einhverjum takist, þegar fram líða stundir, að fleyta skipi sínu alla leið frá BaíTinsflóa til Beringssunds, og er honum þá innan liandar að leyta fyrir sjer á þeim hluta að greiðasta vegi, sem jeg liefi nú hent á. En hvað sem þessu líður, pá er Jón Franklín sá, er manna fyrstur fann novðvesturleiðina, þó honum auðnaðist ekki að koma skipurn sínum alla leið«. Ilvað hitt atriðið snertir, sð skipshöfnum hans entust eigi leng- ur vistir, en raun varð á, þá báru mörg matarílát þau, er eptir þá fundust, ljós merki til þess, að kaupmaður sá, er selt hafði vistir til skipanna, hafði haft óguðleg svik í frammi; því mörg af ílátum þessum höfðu Frankiínsmenn að eins opnað og kastað þeim svo frá sjer, er þeir sáu, að þau voru full af hornum, hári, skinnbótum og öllum 19 þar þá vöru, er þeim má að gagni verða, og þá eiga þeir eigi lengur að freistast til þess að selja menn í þrældóm, eins og þar hefur tíðkazt um langan aldur, og þannig mun Englendingum takast að auðga sjálfa sig og útrýma man- salinu. En í broddi fylkingar og jafnhliða kaupmönnum eiga kristniboðendur að ganga og breiða gleðiboðskapinn út meðal lýðsins. {>etta er í fám orðum mið og mark Livingtones, og til þess að ná því og koma þessu málefni i rjett liorf afræður nú, (eða rjettara hefur nú afráðið), kristniboðunarfjelagið í Lundúnum að setja tvær fastar kristniboðarastöðvar (stations) við Zambesifljót, inn af land- eignum Portugalsmanna í Kvilímane, aðra fyrir sunnan fljótið í Matabela-löndum, hina innar og vestur á Máko- lóla-sveitum. En þó nú svo hefði farið, að Lundúna-fjelagið eigi hefði viljað fallast á ráð Livingstones og ráðast í svo mik- ið, þá var hann samt einráðinn í því, að snúa aptur suð- ur til Afríku til vina sinna í Makololo, er liann hafði heit- ið apturkomu 0g sem væntu hans; og enda þótt fjelagið i óþverra o. s. frv.; af slíkum leyfum fundu menn helzt of mikið eptir þá Franklín á Beechey-eyjunní. Enginn get- ur sagt hve mikil brögð hafa verið að svikum þessum, en hitt er víst, að það hefur ldotið að skerða stórum matar- forða þeirra; þegar nú þar við bætist, að á King Willjams ey sjest valla nokkur lifandi skepna, svo þeir hafa eigi getað drýgt fyrir sjer fœðuna með dýraveiðum og fugla, þá hefur Franklín vafalaust neyðst til, þegar um haustið 1846, að draga matinn við sig og menn sína og þetta hefir því fyrr dregið mátt úr þeim, og þess vegna hafa þeir að líkindum verið orðnir mjög máttfarnir af hungri og sjúkir af skyrbjúgi veturinn 1847—48, og fyrir því lagt svo snemma af stað frá skipunum vorið 1848, hið síðasta sem þeir lifðu. En sæll var Jón Franklín, að hann fekk að deyja, áður hann þurfti að horfa á allar þær skelfilegu þjáningar, er menn hans hafa hlotið að líða hið síðasta missiri, sem þeir voru við skipin. Að þeir bafi allir dáið þá um vorið, er þeir gengu á land (1848) og ætluðu að komast suður að Fiskelfi, þar á er víst enginn efi; því þó Mac Clintock finndi eigi nema að eins þrenn manna bein, af 105 manns, þá er það ekki tiltökumál, bæði eptir svo langan tíma, og af því að King Willjams ey og landið umhverfis Fiskielfi var allt undir snjó, er hann fór þar um, og gat þar hœglega margt undir legið, sem hann og aðrir gengu yfir. {>egar sumri tók að halla og kom fram undir höfuð- dag greiddist ísinn loks í sundur og kornust þeir Fox- verjar þá í auðan sjó; hjelt Mac Ciintock þá viðstöðulaust austur um Lankastersund lieim til Englands og kom til Lundúna 22. september. Var honum og mönnum hans þar vel fagnað, sem maklegtvar. Viktoría drottning veitti honum eðalmannsnafnbót og rjettindi, og er hann síðan nefndur Sír (sjera) Mac Clintock. Lundúnamenn gjörðu hann að heiðursborgara í Lundúuum; landafræða-fjelagið mikla í Lundúnum gaf honum hinn dýrasta verðlauna- pening úr gulli, er það veitir fyrir sjerlegar uppgötvanir í landafræði. Annan heiðurspening jafndýran sendi fje- lagið frú Franklín, og hafa verðlaun þess, ef til vill, aldrei verið veitt að meiri maklegleikum, en þar sem hún átti hlut að máli. En ofan á alla þessa sœmd, gaf frú Frank- iín Mac Clintock skipið Fox, er hún sjálf bafði keypt fyrir 18000 rd. Vjer höfum því miður í þætti þessum,þar sem efnið er svo mikið og rnargbrotið og tími og rúm af skornum skamti, getað lítið talað um þessa afbragðskonu, en það lítið, sem vjer höfum hennar minnst, er nóg til þess, að 20 hefði neitað honum um fjárstyrk, þá ætlaði hann samt að fara, því Livingtone er ekki annar í gær og annar í dag. En það kom eigi til þess, að Englendingar Ijeti hann standa einan uppi. Valla hefur öðru sinni komið maður til Englands, að meiru athygli hafi sætt, heldur en Living- stone, þá er hann kom heim 1856. Menn þóttust hafa heimt hann úr helju; hann hafði að vísu mikið gjört og var alls góðs maklegur, enda var því líkast, sem hann fœri í einlægu sigurhrósi um England. Glasgów1 og Lundúna- borg gjörðu fiann að hci.ðursborgara, og Glasgow tók að sjer uppeldi sona hans, meðan hann væri utanlands, eða ef hann ljetizt og kæmi eigi aptur; bœjarforingi Lundúna- borgar gekkst fyrir því, að menn skutu fje saman og gáfu honum; var það stórmánnleg gjöf allt að 180,000 rikisd.; stjórnin enska Ijet eigi heldur sitt eptir liggja, hún gaf honum 45000 speciur, og gjörði út gufuskip mikið og fríttt til að flytja hann suður í Zambesí-ósa, og Ijet smíða 1) Glasgów er mikil og fiignr borg á Skotlaiidi vestur frá Edíu- borg. par er háskóli og þvínær 400,000 manua.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.