Íslendingur - 22.05.1862, Blaðsíða 6

Íslendingur - 22.05.1862, Blaðsíða 6
22 um guðdóm Krists -væri álíka trúanleg og holdganarkenn- ing Indverja. Stúdentar deildust hjer í tvo flokka og var nær lent saman í handalögmál. Til þess að gera enda á þessu uppnámi var prófessornum vikið úr kennarasæti; en keisarinn hefur bœtt svo úr skák fyrir honum, að hann ljet veita honum fje til frœðiferða um Austurálfu. Erki- byskupinn í Toulouse (á Frakklandi) hefur nýlega í brjefi til presta sinna boðið þeim að halda aldarhátíð í minn- ingu þess þrekvirkis, er katólskir unnu í þeirri borg 16. mai 1562. En hið »miklaafreksverk«, er byskupinn nefn- ir það, var það að katólskir menn hjuggu niður 4 þús. af Huguenottum vopnlausar, eptir að þeir, eptir samningi höfðu selt vopn sín af hendi og ætluðu burt úr borginni. j>ó að nú byskupinum þætti þetta vel sœma, þá hefur þó stjórnin orðið annars hugar, því hún hefur lagtbann fyr- ir, að prosessíur yrðu gjörðar eður aðrar dýrðir framdar á strœtum eður vegum úti; yrðu því klerkar að hlýta við messuhöld og rœður inni í kirkjunum. Liði því, er þeir sendu til Mexico Frakk. og Spánv. og Bretar, hefur eigi orðið neinna afreksverka auðið, því forseti þessa þjóð- stjórnarríkis, Iuares, Ijet þegar leiðast til samninga, lofaði að greiddar skyldu í bœtur 130 þús. fránka, en áskildi þannig landinu fullt frelsi og kvittan af kröfum banda- manna. Ítalía. Skamma stund höfðu ítalir setið á þingi áður en það fór að bera á því, að þorri þeirra hneigðist til mótdráttar við Ricasoli og sessunauta hans í stjórnar- ráðinu. Að vísu hafa menn eigi dregið það af honum, að liann vœri fastlyndur og vitur maður, en hann hefur ekki þótt árangurssæll í rómverska málinu og litlu til leiðar koma af því, er hann hafði vakið vonir manna um. Ilann sagði völdin sjer af höndum, og tók við forsæti hins nýja ráðaneytis Ratazzi, vinur Napól. keisara. Honum treysta menn betur um, að úr einhverju ráðist, því hann kvað vera maður snarráður og kœnn, en líklegri til þess að fá sveigðan vin sinn, keisarann, til ítarlegra fylgis við mál- stað ítala, en RicasoJi auðnaðist. Ratazzi hefur nú reynd- ar unnið sömu heitin og hinn vann, sumsje að halda á- fram stefnunni uns það ynnist að ná bæði Feneyjum og Rómaborg, en Ijet þó áskiljast að hana verði að sœkja með friðarvopnum. Skömmu eptir ráðgjafaskiptin kom Garibaldi til Turínborgar og fann bœði Viktor konung og Ratazzi að máli, og er sagt að allt hafi farið laglega með þeim. það liafa menn fyrir gott merki, er Gáribaldi sýnist bera meira traust til hinnar nýju stjórnar en hinn- ar fyrri. Ferðaðist hann síðan til Milansborgar og ileiri 27 síns«. »IIvert embætti hafði hann þá« ? »IIann var hlaup- ari; hefði faðir minn viljað, þá værum við auðménn, en hann var einfeldningur«. »j>ví samsinni jeg«, kvað hinn, »og jeg sje að hann liefur eptirskilið þjer það í arf, en allt þetta sannar eigi ættgöfgi þína, jeg get sannað mína um 500 ár«. »Og jeg mína um 800 ár«. »það er lítið«, ansaði sonur dyravarðarins, »jeg skal rekja niína ættgöfgi til syndaflóðsins«. »Og jeg mína til Adams«, sagði hlaup- arasonurinn. »Og jeg mína fyrir Adam«, mælli hinn. »Nú hefur þú rjett að mæla«, kvað hann, »sönnunin er mjög auðveld, því að á undan Adam voru eigi til nema skyn- lausu skepnurnar, og það er öldungis víst, að þú ert frá þeim kominn«. »Gomplirnent« á víxl. Tíginn maður nokkur, er sá fríða stúlkli, gat eigi orða bundizt að segja benni, að sjer þætti hún furðuliga fríð. »IIerra minn«, ansaði stúlkan«, jeg er yður skuld- bundin fyrir vðar góða álit á mjer, og mjer þætti vænt, borga, og var honum hvervetna tekið með frábærum fögn- uði og virðingu. Garibaldi lætur sjer í miklu rúmi, að ungir menn temji sjer vígfimi og skot, og ferðast hann um landið til þess að sjá vígaleiki í skotmannafjelögum. í rœðu þeirri, er hann hjelt til fólksins í Mílansborg af svölum hallarinnar, er hann bjó í, sagði hann, að þjóðin yrði mest að treysta eigin kröptum, yrði að temja sjer allan vopnaburð, vera samtaka og með þolgœði bíða betri daga, því vinnast skyldi það, að ná úr hershöndum Róma- borg og Feneyjum. Um þessar mundir ritaði hann og brjef ítölskum klerkum og skoraði á þá, að hneigjast til hollustu við ættjörðu sína, en hverfa nú frá Rómaborg, er væri orðip að »bœli glepsandi varga«. I Rómaborg hef- ur páfi lengi fyrirhugað dýrðlega og mikla hátíð, en hún er gjörð til þess að taka upp í tölu helgra manna 3 menn, er á Japan hafa látið líf sitt fyrir kristna trú. Menn hafa þegar lýst þá i dýrðlinga tölunni, en aðalhátíðin á að hald- ast í maímánuði. Er þá stefnt lil Rómaborgar erkibisk- upum og lýðbiskupum frá öllum löndum, og búast menn við stóreflisyfirlýsingum af hálfu páfans og byskupanna um lagarán það, er hann hefur mátt þola; og það þykir ekki ósennilegt, að hann hafi í hyggju, að lýsa það trú- argrein, að Rómabiskup þurfi að hafa veraldlegt vald. það má nærri geta, að stjórn Viktors konungs hefurillan augastað á þessu klerkaþingi, og sagt er að Napóleon keis. sje ekki mjög um það gefið. Sendiherra Frakka, Lavalette, er ávallt hefur verið páfastjórn þyngri i skauti en Goyon hershöfðingi, ferðaðist fyrir nokkru síðan til Parísarborgar, að sagt er með klögumál bæði um Goyon og þáfa. Áður en hann fór af stað, kvaddi hann páfann, en hann bar sig sárlega út af því, að keisarinn hefði bannað byskupum á Frakklandi, að sœkja dýrðlingshátíð- ina án leyfis stjórnarinnar. Lavalette greiddi þau ein svör á móti, að keisarinn fœri hjer beint eptir lögum (sáttmál- anum við Rómabyskup), en hitt ljet hann páfann skilja, að hann mætti vilt vinna keisaranum, ef hann hvetti bysk- upana til meíri hlýðni og auðsveipni við keisarann, en þeir hafi sýnt að undanförnu. Iljer fór páfi undan í viðrœð- unni, en hinn burt og leiðar sinnar. Rússland. Fyrir nokkru áttu með sjer fund lendir merm í hjeraðinu Twer 112 að tölu og sömdu ávarp lil keisarans þess efnis, að bráðra bóta væri þörf í allri land- stjórn og lagaskipan. Töldu þeir það einasta úrræðið, að kveðja menn á allsherjarþing til að skipa til grundvallar- laga. Einnig greindu þeir til þær bœtur, er þeim þóttu á mestu standa, svo sem fjárforrœði i höndum þjóðarinn- 28 ef jeg gæti sagt hið sama um yður«. Maðurinn tók óðar undir : »það er undir yður komið, að hve miklu leyti þjer getið lagt á samvizku yðar að tala ósatt eins og jeg. Giptingamáti í Babylon. í Babylon mátti enginn vera ókvænlur. Stjórnin tók að sjer að gipta stúlkurnar og framkvæmdi það á þann hátt: Jafnskjótt og tiltekin tala gjafvaxta meyja var fyrir hendi, var þeim safnað saman á opinberan stað og seldar hvei' um sig. Hinar fríðustu voru fyrst boðnar upp og gefnar þeim, er mest buðu. Sem nú var búið á þenna hátt að selja fríðleiksmeyjarnar, þá var andvirðinu varið til að fá menn til handa hinum ófríðu; þær voru eins boðnar upp og tilslegnar þeim, er heimtuðu minnst í heimanfylgju. Af þessari venju virðist enn nokkuð eima eptir vor á meðal. Að fátœku stúlkunum ber menn, ef þær eru fríðar, en að hinum ófríðu, sje þær auðugar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.