Íslendingur - 22.05.1862, Blaðsíða 4
20
ýmsu til tryggingar fjárforræði sínu. En aðalatriðið var
það, að þeir heimtu, að ráðherrarnir skyldu sjerstaklega
tilgreina öll útgjöld. Hjer brugðust hinir þverir við, en
þingið hjelt á rjetti sínum. Lauk þessu svo, að ráðgjaf-
arnir sögðu af sjer vöklin, en konungnr þekktist það ekki
og kaus heldur að hleypa upp falltrúaþinginu. Eigi að
síður rjeðust þeir nú úr ráðaneytinu, er reiknaðír eru
með framfaramönnum (Scliwerin, Schleiniz, Auerswald og
II.) og fengust skjótt aðrir til að skipa sæli þeirra, en við
forustunni tók prinzinn af Hohenlohe-Ingelfngen, er var
forseti í efri þingdeildinni (lendra mannaj; en hann er bæði
í litlu áiiti og lítilli vinsæld af alþýðu. |>að má nærri geta,
hvern fagnað þetta haft fœrt þingherraflokknum er svo
nefnist, lendum mönnum Prússa og konungstrúarmönnum,
er hafa ímigust á öllu þjóðfrelsi; þeir hafa lengi í blöð-
um sínum brýnt fyrir rnönnum geigvæni tímanna, sýnt
fram á að framfaramennirnir væru eigi annað en umbrota-
seggir og guðleysingjar, er brytust fram gegn hinum hei-
laga konungsrjetti, spiltu siðum þjóðarinnar og svo frv.
Menn ganga nú úr öllum skugga um, að Vilhjálmur kon-
ungur muni mjög hafa látið hverfast við fortölur vild-
armanna sinna og gœðinga, er flestir eru í lendra manna
tölu, og það því heldur sem hann er í sömu trúnni upp
alinn og þeir. Stjórnin hefur nú öll brögð í frammi, að
kosningarnar nýju megi fá þær lyktir, er henni þykja hlýða;
kosningarnar eiga fram að fara 28. dag marzmán., eður
sama daginn og »páskamarkaðurinn», er kallaður er í
Leipzig, er mest sóttur. Framfaramenn sparast eigi við
á móti, að hvetja til samheldis, og skora á kaupmenn, er
til Leipzig eiga erindi, að þeir þegar mæli sjer mót ein-
hvern annan dag. Fœstum þvkir efunarmál, að þeir hafl
hlut sinn, og ef til vill, með vildara móti en fyr. Stjórn-
in hefur ritað embættismönnum, að þeir ljeti sjer skylt, að
styðja kosningarnar af liennar hálfu. Ilefur þessu verið
misjafnt tekið, og hafa háskólakennnrar í lionn og Ber-
linni sett þvert nei við slíkum kvöðum, er þeim hafa þótt
nærgöngular þegnlegum rjetti og þegnlegu frelsi. Prúss-
ar leggja mikið kapp á herskipareisningar. Er sagt að
þeir í Englandi láti búa til járnverjur eða brynspangir til
tveggja freigátuskipa, og ætli þetta árið að verja 4 mill.
prússn. dala til skipagjörða. Mun þeim nú þykja sýnu
vænna en fyrr, að þeir eigi að eins muni fá varizt fyrir
herskipum Dana, ef í hart fer, heldur haft ráð þeirra í
höndum sjer. Enn þá liefur maður gjörzt til að koma
fram banaráði við Vilhjálrn konung; hann kom frá Sviss-
landi, en sagði mönnum til er hann kom að konungs-
23
upp í landi, hjer um bil á 15. mælistigi suðurbreiddar
(það er fyrir norðan Zambesi). Vatn þetta kvað vera
margfalt stœrra en Ngami, ®em fyr er nefnt. Vatn-
ið í því kvað vera beyskt á bragð, en nœgð er í því af
fiskum, nykrum og krókódílum. Meðfram því eru skógi-
vaxin fjöll og hálsar, mannfjöldi mikill, en aldrei hafði
•hvítur maður« komið þar fyrri. Landskostir eru þar á-
kaflega góðir; grasið var 3 og 4 álnir á hæð, og varð
allt gát á að haí'a, að menn týndu eigi hverir öðrum, er
þeir fóru þar yfir. Landsmenn þar höfðu sauði og geit-
fje, fugla og hunda, önnur alidýr þekktu þeir eigi; þeir
báru boga og eitraðar örfar; járnsmiðir eru þeir sœmi-
legir. I það skipti, er Livingstone fann vatn þetta, hafði
hann haft þriggja vikna litivist og legið úti undir berum
himni 20 nætur; sá maður hjet Iiirk, er þá var með hon-
um. |>eir komu aptur heilir á hófi til skipsins. J>egar
síðast frjettist af Livingstone var hann búinn að fara á
gufubáti sínuin frckar 300 mílur danskar upp eptir Zam-
besi. Á ekki fullu ári höfðu menn flutt frá Tete 6000
höllinni í Potsdam, hvert erindið væri, — því maðurinn
var vitfirringur.
Fralikland. Vjer gátum þess seinast, að rœðurn-
ar um Rómaborg og páfann urðu svo háværar í fulltrúa-
þinginu og öldungaráðinu, að við hjelt fullnm þingsglöp-
um og þingsvömm. í öldungaráðinu varð enn fremst-
ur í flokki, gegn páfanúm og veraldarvaldi hans, Napoleon
keisarafrœndi. Hann fœrði til rök af sögunni, að vald-
stjórn páfans hefði sjaldan farið með feldi, og allajafna
mátt sæta óvinsældum af þegnum hans. Hann vitnaði til
erindsreka Frakka í Rómaborg á 17. og 18. öld, er hver
af öðrtim liefðu sent stjórninni sömu hermdarsögurnar, er
nú bærust þaðan. Einn hefði sagt (1669); »veraldarvald
páfa hrapar að heljarþröm, nema stjórn hans bœti ráð
sitt«; annar (1771): , »það fer að í páfaríki eins og í
klaustri, allt með pukri, launráðum og tortryggni», seinna:
»í Rómaborg er allt gert fyrir gróðans sakir, við fjemút-
um liggur alit laust fyrir<•; og enn (á undan byltingunni
1789): »hjer versnar með degi hverjum og hætt þykir
injer við, að stjórn Píusar 6. muni olla honum mikillar
sútar og koma útáhonum mörgum tárum«. Svona hjelt
nú prinzinn áfram, vitnaði ennfremur til Napoleons l.,er
hefði þókzt í þann vanda rekinn í stímabrakinu við páf-
ann, að hann liefði orðið að hóta þvi, að gjöra enda á
öðruhvoru valdinu, því andlega eða því veraldlega. Cha-
teaubriand, sendiherra Bourbonninga í Rómab. eptir fall
keisarans, hefði borið páfasljórn sama vitnisburðinn og
allir hinir. Svona væri nú vitnisburður fyrri tíma á alla
lund samhljóða því, er nú hevrðist handan yfir fjöllin, og
væri það óyggjandi rök fyrir því, að engra umbóta þyrfti
að vænta í veraldarstjórn páfans. Frakkar gerðu þá ekki
annað í Rómab. en halda vörð iun vargsbœli; páfastjórn
kynni þeim enga þökk fyrir, utan í orði kveðnu, heldur
myndi hún klappa lofl í lófa, ef hún sæi Frakka hrakta
þaðan af fjendum Ítalíu. Nú leiddi prinzinn rök að því,
að Italir bœði þyrfti Rómaborgar að höfuðborg og hún
bæri þeim með fullum rjetti. f>eir sem segðu, að Róma-
borg væri eigi eignarborg Itala einna, heldur allra ka-
tólskra manna, færu með hlœgilega hjegilju, er þeir
gleymdu því, að kirkjuríkið væri engin aldarmálsgjöf við
biskup Rómaborgar af hálfu þeirra, er játa kat. trú, þar
sem 3 höfðingjar prótestantiskra þjóðvelda og með þeim
meginhirðir ennar fráskildu hjarðar (Rússakeis.) hefðu átt
hlut í að skapa það og setja niður mörk þess. Ilann
minnist þess, er keisarinn (Nap. 3.) hefði boðað einingar-
samband og frelsi allrar Italíu, en þetta næði aldrei við-
24
fílstennur niður eptir fljótinu til Kviiimane. En það, sem
mest af öllu var í varið, var það, að Livingstone komst
að þeirri raun, að í sveitum þessum væri landslag og
loptslag ágætlega vel fallið til baðmullaryrhju. En það
er eittlivert hið mestumvarðandi mál fyrir England og
jafnframt alla Norðurálfuna. Baðmullarvoðir Englendinga
klæða tvo þriðjunga manna í Norðurálfunni, oghálffjórða
millión manna, konur og kallar, á Englandi hefur atvinnu
sína af baðmullarvinnu. Mestur hluti ullar þeirrrar, sem
unnin hefur verið á Englandi, hefur, eíns og kunnugt er,
komið frá Ameríku. Nú þegar þar er stríð og styrjöld
þá er því meira í það varið, að vera ekki við eina fjöl
felldur, vera ekki bundinn við Ameríku eina, hvað ullar-
verzlun þessa snertir. »Hvergi hef jeg sjeð annan eins
baðmullarvöxt eins og í Shirvadölunum«, segir Living-
stone. Landsmenn starfa þar talsvert að þeirri ullarvinnu,
en þeim ferst það heldur óliðlega. Yerzlun þekkja þeir
ekki aðra en mansalið. Að útrýma þeirri óguðlegu verzl-
un, mansalinu, og koma hinum blökku þjóðum í Afríku