Íslendingur - 22.05.1862, Blaðsíða 5
21
gangi fyrr en Rómnborg væri orðin höfuðborg ríkisins og
páfinn sviptur veraldlegu valdi. Góðfúslega myndi hann
aldrei selja það af hendi, þess vegna yrði að kreppa að
honum, en það vrði hœgast með því móti, að Frakkar
fœru burtu og hleyptu ítölum að. Á fulltrúaþinginu tal-
aði hinn þjóðrœmdi mælskumaður .Jules Favre gegn her-
setunni í Rómaborg. Hann sagðist ekki skilja í eptir
hverju væri beðið. þá væri að eins hœgt að talaumbið,
er menn Ijotu hugann staðnœmast við eitthvert takmark,
þar henni yrði lokið. Hjer væri einkis að bíða. Páfrnn
haíi svo optsinnis lagt sárt við, að hann aldrei skyldi láta
leiðast til samþykkis við mótstöðumenn sína. Málið væri
nú orðið að einberu hneyxli fyrir alla Norðurálfuna ; Franz
konungi væri leyft að sitja í Rómaborg í ófriðarsmiðj-
unni, smíða þar uppreistar- og morðvjelar, en klerkum
látið hlýða að blása að kolum hans. Alt þetta væri til
sýnna ofrauna við ítali, en Frakklandi sjálfu til heiður-
hnekkis. Veraldarvald páfans yrði að hverfa; fœri það
út um eitt af hliðum borgarinnar, kœmu Italir inn um
annað og með þeim siðlegt og reglubundið stjórnaratferli.
Eigi ósnjallara eða óskorinorðara mæltist öðrum manni, er
Olivier heitir af flokki þjóð.-tjórnarmanna (eins og FavreJ,
og var allmikill rómur gjörður að rœðum beggja. Á báð-
um stöðum reis til andsvara af hálfu stjórnarinnar Bil-
laúlt ráðherra, og skulum vjer í einu máli drepa á aðal-
efnið í báðum rœðunum. Hann sagði að bœði ítalir og
Frakkar ættu mikið í veði, ef liðið væri kvatt burtu frá
Rómaborg; keisarinn hefði tekið undir verndarskjöld Frakk-
lands þann höfðingja, er i sáluhjálparefnum væri leiðtogi
200 miljóna af kristnum mönnum; hann mætti því síður
gera endasleppt við hann, eins og sumir vildu, sem stjórn-
in enn treysti því, að það myndi takast, er stundir liðu
fram, að samþýða sjálfsforrœði Italíu við frelsi páfans. í
þessu efni væri það einmitt biðtundin og þolgæðið, er
betur mundi hlýða en snögg breyting og bráðrœði. f>að
væri fleira, sem ítalir ættu í biðunum, en það, að Róma-
borg yrði lokið upp fyrir þeim. Frakkland hefði í 4 ald-
ir verið að kornast í þjóðarheild og ríkiseining, ítölum
væri það þá valla aúlandi á tveimur árum. Frakkar hafl
gefið Viktori konungi góð heilrœði, þeir hafi sagt við
hann: »láttu þjer fyrst annt um að lúka við sem flestar
járnbrautir og rafsegulþrœði, því það eru megintengsl
milli landsparta, komdu almennri þjóðarmeðvitund inn lijá
öllum þegnum þinum, gerðu þá svo að ítölskum mönn-
um, að nafninu fylgi ítölsk þjóðarmenning, þá mun margt
af því renna upp í hendurnar á þjer, er menn nú eru að
25
til að stunda aðra sóinasamlegri, og leyta sjer annarar
lieiðarlegri atvinnu, það er mark og mið Livingstones,
eins og vjer höfum þegar vikið á, og það mun honum
með guðs hjálp takast.
Fleiri menn en Livingstone hafa farið hjeðan norðan
úr álfunni suður á Afríku og boðað þar kristni, en vjer
þekkjum að svo stöddu lítið til þeirra. En það er oss
kunnugt, að Norðmenn hafa sent þangað menn í þeim
erindum; heitir sá Schreuder, er um nokkur ár hefur boð-
að kristni í ZtíZw-landinu, austan til á Suðurafríku, og haft
þar aligóðan framgang. Vjer vonum síðar að geta skýrt
lesendum vorum eitthvað frekar frá Livingstone og fram-
kvæmdum hans. A vorum afskekkta hólma, og innan um
alla vora deyfð og framkvæmdarleysi, er þess í sannleika
þörf og nauðsyn, eins og það er andleg nautn og andleg
hressing, að kynna sjer afreksverk hinna miklu manna út
um heiminn, sem leiða þjóðirnar fram á veginn til líkam-
legrar og andlegrar fullkomnunar. Og vera má að af slík-
»m fróðleik kvikni hjá binni uppvazandi kynslóð á íslandi
seilast eptir með mestu erfiðleikum og orkusliti«. En er
hann vjek sjer að þeim, er lieimtu fullt frelsi fyrir ríki
páfans ogvöld hans yfir lendum þeim, er hann hefur misst,
sagði hann: »ættu Frakkar að taka aptur lendur páfans
úr höndum ítala, þá yrðu þeir að neyða þá þjóð tii að
bera vopn móti sjer, er þeir hefðu barizt fyrir til frelsis
og lausnar«. Viðureign og kjörnm þjóðanna líkti hannvið
leik í skák, sagði hann að Frakkar hefðu leikið manni
sínum á þann reit í borði fvrir 13 árum síðan, er hann
hafi staðið á vel valdaður, og mvndi hann þar bezt kom-
inn fyrst um sinn. Um veraldlegt vald páfans yrði
hann að segja, að það eigi væri enn gjört að neinni trú-
argrein og það væri þvi vegur að víkja því í annað liorf
og breyta því. þó þœtti stjórninni með engu móti við-
urkvæmilegt að beita ofríki í því efni, því hún væri þess
fullörugg, að allt mætti vinnast með samkomulagi seinna
meir. |>að fór hjer sem í vœndir mátti vita, að allur
þorri manna luku lofsorði á rœður ráðherrans og grein-
irnar í andsvaraávörpunum um Ítalíu stóðu óbreyttar.
Verið getur að frændi keisarans segi það, er honum (keis.)
býr næst skapi, en liitt er eigi að síður víst, að ráðherr-
arnir að eins tala það, er hann vill að sagt sje, af því
hann veit að flestir vilja að farið sje í friðarstefnuna, að
flestir eru hrœddir við snöggar breytingar, er mættu orka
nýrri truflan í atvinnu, verzlan og peningagróða. |>eir
hafa mikið fyrir sjer af blaðamönnum, er segja að i hverju
landi á vorum dögttm sitji ósýnilegur drottinn í öndveginu,
er opt vísar entim sýnilega til sætis á óœðra bekk, en hann
kalla þeir »miljónina«, en það er að skilja stórauðæfi og
stórauðæfismenn. »Miljónin«, segja menn, er það sem
rœður meiru t rómverska málinu en Napóleon keisari.
það var eigi að eins í þessu máli, að ráðherrarnir höfðu
fullt í fangi að svara; Jules Favre og fylgismenn ltans
ámæltu stjórn keisarans harðlega fyrir öll þau bönd og
ófrelsi, er blöðin, fundir manna og kosningarnar enn væru
undirorpnar á I’rakklandi. Favre sagði, að í raun rjettri
væri ekki nema einn blaðaritari á Frakklandi, en hann
væri Napól. keisari sjálfur. það ýtti undir, að lögreglulið
keisarans hefur gengið ríkt að mönnum og hvatvíslega,
með högg og höpt, í Parísarborg í vetur; enda hefur þar
verið með ókyrrara móti. Menn hafa hvervetna gjört ó-
læti á leikhúsum, er eitthvað hefur verið leikið, er þeir
ætluðu að væri eptir hirðskáld keisarans. Einnig varð
mikil rósta á fyrirlestrum eins af prófessórunum, er Be-
nan heitir; hann er próf. í austurlandamálum, og las um
truarbrögð Hindúa; en þar Ijet hann í ljósi, að kenningin
26
löngun til að brjótast í eitthvað og framkvæma eitthvað gott
og gagniegt, því að við svo búið má ekki standa í landi
voru eins og verið hefur, það leiðir beinlínis í dauðann.
M a t n i n g u r.
Skraddari og línvefari fóru eitt sinn í kapprœðu um
það, hver þeirra væri ættgöfgari; þóttust þeir hvorir öðr-
um meiri. þjer er eigi til nokkurs að jafna þjer samau
við mig, kvað annar þeirra, mín ætt er þúsundsinnum
betri en þín. |>ú, mælti hinn, »hafði þá faðir þinn á hendi
hið fyrsta embætti í borginni, eins og minn?« »Hið fyrsta
embætti í borginni?" ansaði hinn, »hvort embætti hafðl þá
í'aðir þinn? var hann höfuðsmaðum ? »Nei« »var hann
amtmaður«? »nei, eigi heldur«, »hvað var httnn þá«? spurði
hann enfremur. »Hann var dyravörðum, svaraði hinn; »er
það eigi hið fyrsta embætti í borginni«? »Jú, að vísu,
en minn gekk ætíð á undan hinum æðstu í ríkinu, á und-
an hertogum, höfuðsmönnum, greifum og lendum mönn-
um«, »hvers vegna þá«? spurði hinn. »Yegna embættis