Íslendingur - 22.05.1862, Blaðsíða 7

Íslendingur - 22.05.1862, Blaðsíða 7
23 ar og skattamál, frelsidóma, málasóknir í heyranda hljóði og s. frv. Undir heilræði þeirra tók keisarinn á þá leið, að hann sendi þangað einn af herforingjum sínum með mannafla, og ljet setja þá alla í liöpt og leiða til rann- sókna. Voru 13 af þeim sendir til varðhalds í kastalann Petro Pawlosk i Pjetursborg; en þeir höfðu lesið ávarpið upp fyrir bœndunum. — Pólland er ennþá í hervörzlum, en, að því sagt er, eigi svo hörðum sem áður. — Hinn frœgi og fjörgamli ráðaneytisforseti Nikulásar keisara, Nes- selrode er látinn. Grikkland. Iljeðan hafa frjettirnar verið svo marg- háttaðar, að ekki er hægt að vita hverju helzt skyldi trúa. Opt hafa konungsmenn átt að vera búnir að bœla allan ófrið niður og vinna kastalaborg þá (Nauplia), er upp- reistarmenn halda vörn uppi í, en nú hefur sannfrjettst, að þetta er eigi svo; uppreistarmenn halda henni, ófriður- inn fœrist víðar út um landið, og full tvísýni þykir á, að Otto konungur fái haldið ríki sínu. Norðurameríka. J>ar var seinast komið sögu vorri, að Norðanmenn eptir mikinn undirbúning, voru farnir að sækja fram á ölluin megin stöðunum ; hefur þessu síðan mikið ánnnizt og bafa Suðurfylkjamenn orðið að lúta í lægra haldi. Norðanmenn, sem hafa meiri liðsafl- ann, hafa þá aðferð, að þeir einkum sækja þær herdeildir sunnanmanna að vígi, er langt eru í burtu frá meginliðinu, og ráðast á strandaborgir og kastala þeirra til þess smám- saman að höndla semflestaaf þeim og neyða þá að gjöra þunnskipaðra í Virginíu, þar er meginher hvorutveggja lengi hefur horfzt í augu. Norðanmenn hafa veitt öflugar árásir í Kentuchy, Tennessee og Mi.ssouri og hverv.etna borið efra skjöld. Við Tennesseefljólið unnu þeir öflugan kastala er nefnist Donelson; hann varðist í fjóra daga, en N'orðanmenn sóttu hann með 40 þús. manns. Eptir það hrukku sunnanmenn suðureptir, staðnæmdust í Nashville- borg í Tennessee, en treystust eigi að láta þar lengi fyrir- berast og stukku á burtu, en reyndu áður að brenna bœ- inn og rændu því, er hendur festi á, svo bœjarbúar tóku við Norðanmönnum fegins hendi er þá bar að. Ilöfðu sunnanmenn látið þar eptir veika menn og særða, 1600 að tölu. Nú hefur Fremont hershöfðingi aptur tekið við aðalforustu yflr herdeildunum í Kentuchy, Tennessee og vesturhluta Virginíu. J>essi maður hefur mestu þjóðrœmi fyrir kjark og kænsku, og lengi mun för hans til Cali- forniu, ylir eyðimerkur og firnindi, að ágœtum höfð; en honum á Ameríka að þakka, að hún náði gulllandinu. Milli hans og stjórnarinnar hljóp töluverð snara á í haust eð var, er hann lýsti þrælana frjálsa á því sviði, er hann átti framsókn fyrir höndum á. Var honum þessvegna vik- ið frá herforustu urn hríð, að Lincoln þótti hann liafa of mikið i fang fœrzt, og líka myndi það espa Suðnr- menn meir til fjandskapar, að taka til slíkra ráða. Nú lrefur Lincoln þólt hyggilegra ráð, að fá honurn aptur for- ustuna í hendur, því valla geti hraustari mann og vildari foringja í öllu liði Norðanmanna. í Missouri og Arkansas hefur hershöfðinginn Halleck forustu fyrir Iiði Norðan- manna og hefur hann tvívegis vegið frægan sigur, fyrst i Missouri við Springfjeld á hershöfðingja Sunnanmanna, er Price heitir, og varð sá að hrökkva út úr iandinu og leita hælis í Indiana, er liggur fyrir vestan; síðan í Arkansas, er liggur suður frá Missouri, er hann mætti við Pea Uidge aptur Price með fleirum herdeildarforingjum þrælanna (van Dorns og Mac Culloch). Höfðu Sunnanmenn mikið lið og góðar vígstöðvar, en þó rjeðst Ilalleck á þá, og varð þar allharður bardagi. Cn Þar kom a^ flótti brast í lið Sunnanmanna; ljetu þeir þar á annað þúsund manna og meðal þeirra hershöfðingjana Mac Cuiloch og Mac Intosh, þar að auki mestan hluta af skotgerfi sínju og fjölda her- tekinna manna. Skipskaðinn frá Flatey á Breiðafirði í desemb. 1861. Einn merkur maður við Breiðafjörð hefur ritað oss greinilega um skiptjón það, sem varð á Breiðafirði snemma í des.mán. næstl. ár, og getið þess, að írá því væri ekki allskostar rjett hermt í þjóðólfi, sem svo hæglega getur orðið, af því sagnir berast mönnum einatt hvergi nærri eins greinilegar og rjettar eins og vera skyidi. Vjer tökum því hjer orðrjetta frásögu úr brjeö þessa beiðraða manns þannig: »Skipið sem fórst hjet Snarfari, og var annað skip inestáBreiðafirði1. Formaður á því hjet Jón J>or- kellsson, hafði aldrei siglt og ekki lært sjómannafrœði, en þótti allduglegur og heppinn veiðimaður á þiljuskipi, og hafði verið nokkur sumur formaður fyrir þiljubát Brynj. kaupmanns í Flatey. Auk formanns voru skipverjar þess- ir: Andres Andresson bóndi í Flatey, uppeldissonur Olafs prófasts Sigurðssonar í Flatey, inaður í sinni röð einstak- lega vel menntaður, duglegur mjög og hvers manns hug- ljúfi, er þekkli hann, og má telja hann einhvern hinn efnilegasta af yngri bœndum í Eyjahrepp; fullyrða má og, að sem sjómaður, hafi hann verið beztur liðsmaður á »Snarfara«. Ilann Ijet eptir sig ekkju og 8 börn föður- laus. Stefán Jónsson þurrabúðarmaður í Flatey, Konráð Jónsson þilskipasjómaður og þorgeir Einarsson þurrabúð- armaður samastaðar. þessir 5 voru giptir og munu eptir þá alla samtals 21 barn föðurlaust. Ógiptir voru Bjarni Pjetursson Iíolbeinsen, fóstursonur Br. Benediktsens í Flatey, efnilegt og gott ungmenni; Jóhannes Davíðsson trjesmiður í Flatey. Enfremur voru fjórir vinnumenn af Flatey og einn unglingspiltur úr Ilergilsey. Alls urðu hjer 5 ekkjur og 24 börn föðurlaus, þar af 3 hinna ókvæntu. Skip þetta lagði frá Flatey 10. des. næstl. ár. Sama dag- inn lagði og út frá Flatey annað skip, og var formaður fvrir því Olafur Guðmundsson bóndi í Flatey, áður í Bár, og hreppstjóri í Eyrarsveit; hið þriðja skipið lagði og þá frá Bjarneyjum, formaður fyrir því Bjarni bóndi Jóhannes- son. Öll fóru skip þessi í hákallalegu; veður var gott þann dag; lögðust skipin á innstu miðum í svonefndum Bjarneyjarál, og lagðist »Snarfari« innst, eður næst landi. þegar mn nóttina gjörði á austnorðan veður; um morg- uninn sigldu skipin úr legunni, og náðu þeir Ólafur Stykk- ishólmi, en Bjarni Elliðaey, og eptir því liefði Jón J>or- kellsson átt að geta náð Fagurey. En í stað þess að sigla suður, er það víst að hann (J. J>.) hefur siglt norð- ur á tjörðinn og ætlað sjer að ná Oddbjarnarskeri, sem er gömul verstaða og 1V3 mílu veslur af Flatey; en eins og þetta var í því veðri hið mesta óráð, eins lilaut að því að bera, að hann yrði að snúa við um daginn og leita suður vfir Breiðafjörð; hefur þá víst verið mjög á dag liðið og útsær orðinn lítt fœr, því veðrið herli mjög er liallaði degi; þó mun það víst, að skipið hafi eigi farizt mjög langt undan landi, og óvíst, enda mjög ólíklegt, að það hafi við sker farizt, heldur á rúmsjó, af ofviðri og stórsjó, og að því, sem líklegt þykir, eptir því sem rekið hefur af skipinu, — en það rak á Ilarðakampi, út undir Jökli — hefur það farizt undir segli, því stýrið rak með sveifinni á; getur og verið að siglutrjeð hafi dottið út í hljeborða, því bæði höfuðböndin á kulborða voru slitin. Getur þetta margvíslega að borið, er enginn maður fær 1) Brynjfilfur kaupmafcur Beuediktssen var eigandi pess aíi því vjer vitu m. Kitn.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.