Íslendingur - 20.06.1862, Blaðsíða 2

Íslendingur - 20.06.1862, Blaðsíða 2
34 v dómi, en um kostnað fer sem segir um glæpamál. Um málaflutningskaup fyrir isíenzk mál í hæsta dómi sjá kongsbr. 21. desbr. 1831 og opið brjef 9. maí 1855. í kongsbr. 21. desbr. 1831 segir, að kaup málaflutningsmanna skuli þeim fvrst greitt úr ríkissjóði, en amtmenn skuli annast um að það verði endurgoldið af eignum sakamanns, en eigi hann ekki fjár, e&urværi honum eigi gjört að greiða málskostnað,þá skal greiða það jarðabókarsjóðnurn úrþeim sjóði, er þá er skyldur að bera málskostnaðinn. þess skal getið að lyktum að dómendur eigu að skilja um kaup málaflutningsmanna í dómsorði sínu, eptir tilsk. 3. júní 1796 42. gr. og 24. okt. 1806 2. gr. 5. Fœðispeningar og ferðakostnaður dómenda. Sýslumenn fá engi starfalaun úr almennum sjóði í glæpamálum né öðrum embættismálum1, en tilkostnað sinn, eður ferðakostnað og annan tilkostnað, fá þeir endurgold- inn eptir rjettum og nákvæmum reikningi sjá aukatekjuregl. 10. sept. 1830 13., 14., 16., 24., 28. og 63. gr. sbr. 80. gr. Við 28.gr. máberasaman kansbr. 25.jan. 1831, er leyfirað kyrsetja stöku sinnum eigur í búi sakamanna, ef þeir eiga ei vörzlur fullar; síðan skal skipta og taka fjárnámi andvirði málskostnaðarins; tekur sýslumaður þá uppboðskaup en enga borgun fyrir fjárnámið sjálft, sjá enn fremur opið bréf2. apríl 1841 1. gr.; þá og kansbr. 17. nóvbr. 1846, er segir, að eigi skuli stefnt til auka- þings í faðernismáium, svo komizt verði hjá þeim kostn- aði. En við 16. gr. mábera saman kansbr. 25. ág. 1846 er segir, að sýslumaður geti fengið, ef amtmaður leyfi, rneira en 48 sk. daglega handa fylgdarmanni sínum um sláttinn eður þegar líkt standi á. En saman við 13., 16. og 28. grein í aukatekjureglug. er rétt að bera kansbr. 15. desbr. 1846 um ferðakostnað og fæðiseyri dómara í meðgjafarmálum og öðrum einkalögreglumálum. Er bréf þetta til amtmanns Vestfirðinga; kveðst kanselíið vonast eptir að amtmaðurinn fari að dæmum hinna amtmann- anna og láti dómara skera úr málum þessum heima hjá Sjer eður á ferðum sínum i öðrum erindagjörðum, en þurfi ferða við í meðgjafarmáli, þá skal telja kostnað sem segir í kansbr. 9. júní 1838 um almenn mál, 1 rd. í fæðiseyri dag hvern, ef hann fer mílu vegar til þingstað- ar eður lengra, en ferðakostnað á kveði amtmaður eptir 16. gr. aukatekjureglug., og lúkist úr jafnaðarsjóði. Sama segir um einkalögreglumál að við hafa skuli sparnað all- an, en þurfi ferðalags, þá skal því að eins greiða ferða- kostnað og fararkaup, úralmennum sjóði, að annarr málsaðili hafi gjafsókn (aukatekjureglug. 13. gr.), og fer þá um kostnað sem fyrr segir um meðgjafarmál, og greiðist úr jafnaðarsjóði. lí. (íjafsóknarmál. Tilsk. II. júlí 1800 kveður svo á í 22. gr., að sækj- endur og verjendur mála þeirra, er veitt er gjafsókn í fyrir fátæktar sakir, skuli fá þóknun nokkra úr löggæzlu- sjóðnum, ef gagnsakaraðila er eigi dæmdur á hendur máls- kostnaður, sjá og tiisk. 16. nóvbr. 1764, 8. gr. c. í lilsk. 24. okt. 1806 segir, að flutningskaup gjafsóknarmála í hér- aði skuli greitt úr jafnaðarsjóði, ef það fæst eigi hjá þeim er dómur dærndi á hendur að lúka málskostnað. í tilsk. 7. marz 1827 stendur, að sækjendur og verjendur gjaf- sóknarmála í yfirdómi og hæstadómi skuli því að eins fá málaflutningskaup, ef þeir vinna málið, og eigu þeir þá að fá það hjá þeim er á máli fellur, eptir tilsk. 3. júní 1796 42. gr., sjá og opið brjef 20. apríl 1825 sbr. kansbr. 17. marz 1827. Nú eru það lög í Danmörku, að fáist eigi málaflutningskaup í yfirdómi og hæstadómi hjá gagn- sakaraðila gjafsóknarmáia og hann fellur á málinu, þá skal 1) }>ú eigu breppstjúrar og Kigreluþjúnarnir í Jíej'kjavík 2 rd. erþeir bj'ba sakamann. það greitt úr jafnaðarsjóði, og mun svo vera um íslenzk gjafsóknarmál í hæstadómi (sbr. opið brjef 9. maí 1855). En alla þessa stundljek nokkurr vafi á hvort kostnað gjaf- sóknarmála skyldi greiða úr löggæzlusjóðnum eður úr jafnaðarsjóði, þótt málaflutningskaup og annarr kostnaður muni optast eðurjafnan hafa verið greiddur úr löggæzlu- sjóðnum fram að 1837, sbr. kansbr. 2. marz 1830 og 14. apr. 1832. Árið 1820 var dæmt í þíngeyjarþíngi þrætu- mál urri brennisteinstak í þeistareykjarnámum milli brenni- steinsnáma Húsavíkur (sem var konungseign) og Múla- kirkju. í hæstadómi var 23. janúar 1823 því dómsorði álokið, að málaflutningsmenn prests í hjeraði og yfirdómi skyldi fá kaup sitt ásamt öðrum málskostnaði úr almenn- um sjóði1. Spurði þá amtmaður fyrir norðan kanselíið, hvort eigi ætti að greiða málskostnaðinn úr löggæzlu- sjóðnum eptir kóngsbr. 16. nóvembr. 1764 8. gr. c, og tilsk. 11. júlí 1800 22. gr., og svaraði kanseiíið amt- manni aptur í bréfi 7. maí 1825, að svo ætti að vera. Nokkru siðar spurði amtmaðurinn fyrir vestan rentukam- erið og beiddist úrskurðar á hversu greiða skyldi kostnað í málum, er málaflutningsmaðr væri settur þeim manni er gjafsókn hefir; en rentukamerið leitaði ráða til kanselíisins, og það svaraði aptur 2. jan. 1830, að það vildi halda á reglu þeirri, að einungis glæpamálakostnaði sé jafnað nið- ur á amtsbna á íslandi, en kostnað gjafsóknarmála ætti einkum að greiða úr löggæzlusjóði eptir kóngsbr. 16. nóv. 1764 8. gr. c, og tilsk. 11. julí 1800 22.gr., en fyrir því að löggæzlusjóðurinn væri fátækur, þá hefði rentn- kamerið farið fram á að um þetta mál væri sett föst regla, og hvort eigi skyldi lögleiða á Islandi dönsk lög um þetta efni. Kanselíið var því mótfallið og vildi lálaallt standa við sama sem verið hefði. Á rentukamerbr. 28. maí 1831 sjest, að þá var enn verið að hugsa um að koma dönsku lögum á um þetta mál. Umburðarbr. kans. 27. júní 1837 til allra amtmannanna leysti að lyktum þenna hnút; það býður — eptiý þeirri uppástungu frá stipt- amtmanni, að kostnaður gjafsóknarmála skuli eptirleiðis greiddur úr jafnaðarsjóðnum í ,stað þess að hann liafi þangað til verið greiddur úr löggæzlusjóðnum — að kostn- aður gjafsóknarmála skuli greiddur úr jafnaðarsjóði þess amts, er mál er höfðað og gjafsókn veitt, ef kostnaður fáist eigi hjá gagnsakaraðila. Annars er í 13. gr. auka- tekjureglug. 10. sept. 1830 amtmönnum gefið vald á að veita gjafsókn sbr. kánsbr. 14. apríl 1832. En í tilsk. 11. júlí 1800 22. gr. og konungsúrsk. 1. nóv. 1837 er stiptamtmanni gefið vald á að veita gjafsókn í yfirdómin- um þeim sem þess eru maklegir, sbr. kansbr. 28. maí 1825 og 27. febr. 1838; en um skilmála þá er þurfa til að geta fengið gjafsókn sjá kansbr. 14. apr. 1832. Um málskostnað í umboðsjarðamálum og um skyidur umboðs- manna í þeim málum sbr. lögstjórnarbr. 23. jan. 1858. þess má lrjer geta, að i kansbr. 17. sept. 1831 segir, að fái maður eigi dönsku þýðinguna á dómsskjölum gjafsókn- armála endurgoldna af gagnsakaraðila, þá eigi hann enga heimtingu á borgun nema fyrir skrifföng. Dómendur taka starfslaun og ritkaup í gjafsóknarmálum, ef gagnsakaraðili verður sekr um málskostnað, en annars eigi, sjá aukatekju- reglug. 10. sept. 1830 13. gr. þótt vafasamt kunni að þykja af því sem nú er sagt, hvort allur kostnaður glæpamála skuli lenda á jafnaðar- sjóðnum, ef sá sem sekurergetur eigi greitt, þáerþess- um vafa hrundið í 17. gr. tilsk. 24. jan. 1838, er segir, að allur kostnaður glæpamála skuli greiddur úr jafnaðar- sjóði, þá er amtmaður hefur fengið alla reikningana, end- urskoðað þá og samþykkt, ef sakamaður getur eigi borg- 1) Klausturp. V. lUt —Uó. og VI. 74.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.