Íslendingur - 20.06.1862, Blaðsíða 3

Íslendingur - 20.06.1862, Blaðsíða 3
35 að kostnaðinn. J»á segir þar og, að kostnað glæpamála skuli greiða fyrirfram úr jafnaðarsjóðnum, en þó sjálfsagt gegn endurgjaldi af eigum þess er sekur er. J»ó skal enn standa það sem sagt er um málaflutningskaup i hæsta dómi, að það skal fyrst greitt úr ríkissjóði eptir kóngsbr. 21. desbr. 1831. Flutningskostnaður sakamanna héðan til Danmerkur er endurgjaldslaust greiddur úr ríkissjóði, sem fyrr segir. Ætla má og, að jafnaðarsjóðurinn geti fengið lán hjá jarðabókarsjóðnum fyrirfram, efhann hetir eigi fé til, líkt og i rentukbr. 11. apr. 1818 er leyft. Að lyktum skal þess getið, að með glæpamálakostn- aði má telja ýmsan smákostnað annan en þann sern þegar er getið, svo sem ef gjöra þarf ferð til að flytja dóms- skjöl í glæpamáli, þá skal þann kostnað greiða sem annan málskostnað, tilsk. 25. júlí 1808 5. gr. og kansbr. 7. sept. 1847. Fyrir þýðingu á dómsskjölum glæpamála skal að einsborga skrifföng, sjá lögstjórnarbrjef 25. júní 1858. þess má enn geta, að kostnaður af fangelsinu í Reykja- vík, viðurhaldi þess og kaup varðhaldsmanns skal greidd- ur úr löggæzlusjóðnum eptir kóngsbr. 24. jan. 1838, og nær því eigi til jafnaðarsjóðanna. Um borgun þá er varð- lialdsmaður fær fyrir fæði og umönnun haptamanna sinna sjá lögstjórnarbr. 6. júlí 1855. II. Kostnaður heilbrigðismála. í 8. og 9. gr. tilsk. 17. apríl 1782 segir, að ferða- kostnaði landlæknis og héraðslækna, er þeir ferðast til að ráða bót á næmum sjúkdómum, og eins læknisdómar, er geflns er útbýtt í þeim sjúkdómum, skuli verða jafnað niður á amtsbúa (sbr. erindisbr. landlæknis og hjeraðs- lækna 25. febr. 1824 25. og 24. gr.). J>ó getur eigi lagzt meiri kostnaður á fyrir læknisdóma en það sem fram yfir verður gjafameðul, en fyrir þau eru veittir alls 400 rd.; af þeim fær lifsalinn í Reykjavík 272 rd. 48 sk., lifsalinn í Stykkishólmi 90 rd. og lifsalinn á Akureyri 37 rd. 48 sk.; en meðulunum er skipt meðal læknanna, sjá t. a. m. kgsúrsk. 27. marz 1839. Opið brjef 27. maí 1808 telur bóluna með næmum sjúkdómum. Eptir 6. gr. kóngsbr. 24. marz 1830 er kostnaður til bólusetningar greiddur úr jafnaðarsjóðnum. Eptir þessari lagagrein var og lijeraðs- lækni einum endurgoldinn fararbeini úr jafnaðarsjóðnum er hann fór til að kenna manni bólusetningu, sjá kansbr. 5. júni 1830. Kansbr. 29. sept. 1836 og 14. nóvbr. 1837 leggur og kostnað af endurbólusetníng á jafnaðar- sjóðina. Bólusetjarar fá 12 sk. fyrir hvern er þeir setja bólu, hvort það er heldur hið fyrsta sinn eður aptur, ef hún kemur út, en annars enga borgun, kóngsbr. 18. júlí 1821 og kgsbr. 24. marz 1830. Kanselíbr. 17. okt. 1835 leyíir að prenta eyðnblöð á kostnað jafnaðarsjóðanna. Af tilsk. 17. apr. 1782 leiðir, að kólera sje talin með þeim sjúkdómum, er læknar eigu sjerlega að athuga, og geta í þeim erindum heimtað fararbeina ókeypis, sbr. kansbr. 11. og 14. júní og rkbr. lS.júní 1831. í erindisbrjefi landlæknis 21. septbr. 1787 og 25. febr. 1824, og erindisbrjefi hjer- aðslækna 25. febr. s. á, er landlækni og hjeraðlæknum áskilinn skylduflutningur eður fararbeini til ýmsra erinda- gjörða, þótt það sje eigi tekið fram með berum orðum í erindisbr. 25. febr. 1824. Ferðir þessar eru einkum til að skoða lík og til líkskurðar, er við þarf í dómsmál- um og gjörðar eru að amtmanns boði; skoðun lifjabúðar; tilsjón með yfirsetukonum og próf þeirra, og ýmsar ráð- stafanir í hættulegum og næmum sjúkdómum. þessar greinir eru nákvæmar ákveðnar með brjefum stjórnarráð- anna. í kansbr. 2. júní 1827 er leyft að borga ferðir hjeraðslækna til þess að reyna yfirsetukonur, en þó jafn- framt sagt, að slíkar ferðir skyldi eigi gjöra nema brýn nauðsyn bæri til, og mundi betra, að læknir fengi þá borg- un fyrir kennslu yfirsetukvenna heima bjá sjer og próf þeirra þar, sbr. erindisbrjef lækna 25. febr. 1824 21. gr., og erindisbr. landlæknis 22. gr. í kansbr. 18. júlí 1840 og 23. júní 1842 er leyft, að landlæknir fái úr jafnaðar- sjóðunum endurgoldinn ferðakostnað, þá er hann fer til að skoða lifjabúðir, og er þar svo fyrirskipað, að hann fái þriðjung kostnaðar úr jafnaðarsjóði snðurumdæmisins, en hina tvo þriðjunga úr jafnaðarsjóði þess umdæmis er lifjabúðin er. Ilann fær 2 rd. dag hvern á ferðinni, en fyrir sjálfa skoðunina hefir landlæknir enga borgun, og því eigi þá er hann skoðar lifjabúðina í Reykjavik. Ann- ars er í kansbr. 1. desbr. 1843 hjeraðslækni þeim erbýr næstur lyfjabúð í hinum umdæmunum falið á hendi að skoða lifjabúðirnar þar, og fá þeir fyrir það enga borgun, ef þeir búa á staðnum. J>á segir og í erindisbrjefum landlæknis og hjeraðslækna 1824 (s. 25.gr. erindisbrjefanna), að amtmaður eður annarr maður fyrir hans hönd skuli vera viðstaddur slíka skoðunargjörð, og fær þá amtmaður ferðakostnað eptir opnu brjefi 10. febrúar 1847, en fari sýslumaður til skoðunargjörðar í stað amtmanns, þá mun hann eiga að fá borgun eptir aukatekjureglug. 13. gr., sbr. 16. gr. J>á eigu læknar að fá ferðakostnað, er þeir fara að kanna næma sjúkdóma, eptir tilsk. 17. apríl 1782. þá er og rétt að greiða læknum ferðakostnað, er þeir ferðast í dómsmálum, svo sem til að skera upp lík; hafa þeir 1 rd. dag hvern á þeim ferðum í fæðiskostnað og 4rd. fyrir líkskurðinn, eptir kansbr. 25. sept. 1825, sbr. erindis- brjef landlæknis 21. sept. 1787 18. gr. Ferðakostnaður þessi er greiddur úr jafnaðarsjóðunum eptir opnu brjefi 10. febr. 1847. Ef landlæknir semur rit um hættulega landfarsótt og ráð við henni, þá skal það verða prentað á almennan kostnað, eptir 6. gr. i erindisbr. 21. sept. 1787. Opið brjef 23. ágúst 1848 leyfir að verja megi 200 rd. úrjafn- aðarsjóði hvers amts til að kenna aðstoðarlæknum. þá segir í lögstjórnarbrjefi 11. desbr. 1856, að verja megi 80 rd. úr jafnaðarsjóði suðurumdæmisins til meðalakaupa handa holdsveikum einkum í Ilosmhvalaneshrepp; lög- stjórnarbr. 9. okt. 1860 segir, að verja megi nokkru meira en 80 rd. til þessa. Nokkuð skytt við þetta mál eigu lækningar á skepn- um. Kóngsúrsk. 1. júní 1831 leyfir, að senda megi mann frá Islandi, einn frá umdæmi hverju þriðja hvert ár, til kvikindislækningaskólans í Kaupmannahöfn, til þess að nema þar skepnulæknisfræði, og að kostnaði öllum af þessu ferðalagi og námi megi jafna niður á öll tíundarbær lausafjárhundruð í landinu; en skyldur er þá kvikindislæknirinn að setjast að á lslandi og ferðast þar um fyrir hæfilegt kaup, ef á þarf að halda. í rentukbr. 18. júní 1831 segir, að fyrst um sinn skuli jafna þriðj- ungi kostnaðar þessa á hvert umdæmi; ríkissjóðurinn skuli greiða kostnaðinn fyrirfram, en hann sje endurgold- inn aptur jarðabókarsjóðnum úr jafnaðarsjóðunum. Kóngs- úrsk. 5. febr. 1834 gjörði hér á þá breytingu, að reynd- ar mætti amtmaður senda manninn, ef hann gæti fengið nokkurn hæfilegan, en hvert amt skyldi þá kosta sitt skepnulæknisefni. III. Alþíngiskostnaður. Kostnaður afkjöri alþíngismanna er lagður á jafnaðar- sjóðina í 79. gr. alþíngistilskipunarinnar, en kostnaður þessi er á kveðinn í opnu bréfi 6. júlí 1848, og er þar farið eptir ákvæðum aukatekjureglug. og opnu brjefi 21. marz 1800. Fjórðungur alþíngiskostnaðar þess er landið á að gjalda er og greiddur úr jafnaðarsjóðunum eptir opnu brjefi 18. júlí 1848, sbr. 79. gr. alþíngistilskipunarinnar. íslandi er ókylt að greiða nokkurn kostnað til konungs- fulltrúa, til hans sjálfs, skrifara hans eður fyrir þýðíngu

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.