Íslendingur - 20.06.1862, Blaðsíða 4

Íslendingur - 20.06.1862, Blaðsíða 4
36 og prentun á konunglegum málum, er liann leggur fram á þingi, sjá konungsúrsk. 23. ágúst 1845 og brjef lög- stjórnarinnar 16. febr. 1861. 1Y.Annarraiþýðlegur og ýmislegurkostnaður. I opnu brjefi 10. febrúnr 1847 er af tekin sú kvöð að flytja embættismenn kauplaust þá er þeirfara í alþjóð- leg erindi, en ferðakostnað fá þeir greiddan úr jafnaðnr- sjóði þess umdæmis er þeir ferðast í, og fari embættis- maður úr einu umdæmi í anrmð, þá skal greiða úr jafnaðarsjóði hvers umdæmis þann ferðakostnað, er varð í því umdæmi. Embættismenn þeir, sem hjer ræðir um, eru biskup, stiptamtmaður, amtmenn og beknar. í krist- inrjetti þorláks og Iíetils segir, að búandi sá er vist veitir biskupi eigi að fá honum reiðskjóta þann dag er lmnn fer á braut, en húskarlar hans og búar sje skyldir að Ijá hrossa biskupi, þeir er hann biður til, og er því far- arbeini biskupa nálega jafngamall biskupum hjer á landi. 1 erindisbrjefi biskupanna á íslandi l.júlí 1746 12. gr. segir, að biskup skuli á yfirferðum sínum hafaflutning allan og fæði ókeypis sér og sínum mönnum, erhverr sýslumaður skyldi útvega honum. f>etta er staðfest í kóngsbr. 5.maíl749, en sagt að biskup skuli eigi ríða við fleiri menn en hann þyrfti. I opnu brjefi 10. maí 1650 er mönnum boðið að flytja höfuðsmann og erindreka hans ókevpis. Síðar hefur hetta verið heimfært til stiptamtmanns, og rentukbr. 3. marz 1792 virðist að fara því frum, að stiptamtmaður einn eigi flutning ókeypis eptir þessu opna brjefi. En í kóngsúrsk. 16. maí 1829 var skipað, að stiptamtmaður og amtmenn skyldi mega heimta ferðahesta af iandsmönn- um ókeypis, er þeir færi í embættiserindum; skyldi stipt- amtmaður mega heimta 14 hesta en amtmenn 12, og sexæring, er þeir færi sjóveg. |>ar að auki gat hverr þeirra fengið undir 100 rd. fyrir allan annan kostnað á íerðum sínum hvert ár, er greitt var úr jarðabókarsjóðn- um. Sýslumenn fá ferðakostnað eptir 16. gr. aukatekju- reglugjörðarinnar. Um lækna eráður talað. Ferðakostn- aður þessi er nú greiddur úr jafnaðarsjóðunum eptir opnu brjefi 10. febrúarl847, sem fyrr segir. f>á er og ferða- kostnaður sættamanna og eins til að kaupa sættabækur greiddur úr jafnaðarsjóði eptir tilsk. 20. jan. 1797 41. gr. Enn er og kostnaður af próftöku í málum um framfæris- lirepp greiddur úr jafnaðarsjóði eptirkansbr. 18. júlí 1840. ?iú kemur og kostnaður af tilbúningi á verðlagsskrám nið- nr á jafnaðarsjóðina. Fyrrum voru eyðublöðin undir verð- lagsskrárnar borguð úr jarðabókarsjóðnum, sjá rentukbr. 31. maí 1823; en embættismenn unnu að þeim borgun- arlaust. Fyrst í rentukbr. 7. maí 1836 fjekk prófasturinn í Eyjafjarðarsýslu 100 rd. fyrir að hafa starfað að þeim í 13 ár borgunarlaust, og skyldi amtmaður greiða honum þá úr jafnaðarsjóði. En rentukamerið skildi undir sig að athuga, hvort honum skyldi veitast ár hvert nokkur þóknun, ef hann sækti um hana hvert sinn. Eptir opnu brjefi 24. nóvbr. 1856 er kostnaður af framkvæmd verzl- unarlaganna 15. apríl 1854 lagður á jafnaðarsjóðina, þó skal alþingi spurt um það mál. En þetta hefur þó stjórnin forsómað. Ur jafnaðarsjóði suðurumdæmisins er borgaður brúarskattur og laun eins lögregluþjónanna í Keykjavik. 'lil þessa má það og telja, er lögsljórnarbrjef 14. maí 1855 segir að verja megi 20 rd. árlega úr jafnaðar- sjóði norðurumdæmisins til lögreglustjórnar á Akureyri. Eptir konungsúrsk. 2. marz 1861 að prenta skuli greini- lega skýrslu um fjárhag alþjóðlegra sjóða, kemur prent- unarkostnaður jafnaðarsjóðsreikninganna niður á jafnaðar- sjóðina. (Niðurlag í næsta blaði). (tðsent). (>að hefir ekki verið trútt um að heyrzt hafi jafnvel kvartanir um það frá skuldaheimtumönnum í dánarbúi þorsteins sál. kaupmanns Johnsens, og enda fleiri liafa furðað sig á, hve treglega og seint það gengi, að koma á það endilegum skiptum. Sumum hefír þólt skiptastjórn- in í búinu baka því kostnað með þessum drætti, og á öðr- um hefir heyrzt óánægja yfir ýmsum öðrum ráðstöfunum skiptastjórnarinnar, t. a. m. þeirri, er setti niður ýmis- legar verzlunarvörur búsins fremur enn hófi þótti gegna um veturinn 1859 og 60, þeirri, er setti verzlunarfulltrúa og verzlunarþjón með ærnum kostnaði (má ske hjer um -bil 2000 rd.) í eitthvað 2 ár, í stað þess að selja þegar við uppboð allar vöruleifar búsins, sem að vísu að mestu, ef ekki öllu, leyti voru lítt útgengilegar öðruvísi, o. s. frv. Og loksins hefir nokkrum þótt það kynlegt, að aðal- skuldheimtumanni búsins hefir verið fengið í hendur einka- vald til að ráða fyrir sölu verzlunarhúsanna, og hafa þeir einkum fundið það ískyggilegt af dæmi því, sem nýlega er gefið með verzlunarhús konsúls Bjeríngs sáluga, því þar um er sagt, að sama manni hafi verið fengið 1 íkt. einkavald í hendur. Oss er nú allt þetta lítt eður ekki kunnugt, og ekki getum vjer kastað steini á stjórn búsins fyrir það, þótt hún reyndi til — og það hlaut þó að fresta skiptum á húinu — að koma verzlunarhúsunum út á uppboðsþíngi í Kaupmannahöfn, með því á þann hátt voru líkindi til, að meira mundi fyrir þau fást en hjer í Reykjavík var von á að geta fengið; en hafi skiptastjórnin ekki beinlínis sjálf, sem skiptavald, ráðstafað uppboðs- tilrauninni í Kaupmannahöfn, heldur fengið aðalskuld- heimtumanni dánarbúsins í höndur vald sitt til slíkrar ráðstöfunar, verðum vjer að játa, að oss þykir sú tilhögim eptir undanförnu dæmi og eptir þeim kríngumstæðum sem hjer eiga sjer stað, næsta hæpin, ef ekki ískyggileg. Yjer höfum af hendingu sjeð uppboðskilmála þá, sem skiptastjórn dánarbúsins hafði sett fyrir uppboðstilrauninni í Kaupmannahöfn, og höfum ekkert út á þá að setja, því vjer ætlum, að hver sem annars vildi kaupa, hljóti að álíta þá full- aðgengilega og samda með forsjálni og sann- girni; en hitt ætlum vjer og að hefði skiptastjórn dánar- búsins sjálf annazt urrt söluna í Kaupmannahöfn, þannig að hún hefði falið hana t. a. m. uppboðsráðandanum þar, mundi sá embættismaður ekki hafa leyft sjer að breyta söluskilmálunum, eins og gjört hefir verið, kaupanda svo í óhag, að ekki er aðgengilegt. Eins og á er vikið höfum vjer sjeð söluskilmálana bæði þá sem skiptastjórn búsins hefir samið, og þá aukaskilmála, sem umboðs- manni skiptastjórnarinnar hefir þóknazf að bæta við, og skulum vjer setja bjer hvoratveggja, svo að menn geti dæmt um, hvort það er beinlínis skiptastjórn búsins að kenna þótt skiptin dragist, eða þótt minna fáist fyrir verzlunarhúsin, en við mátti búast; þeir hljóða þannig: Skilmálar fyrir uppboðssölu á verzlunarhúsum kaupmanns |>orsteins sáluga Johnsens. 1. Verzlunarhúsin, nl. aðalbyggingin og aukabyggingarn- ar með öllu tilheyrandi múr- og naglföstu, eins og þess- um byggingum er lýst í löglegri skoðunargjörð frá 8. þ. m., verða seld í því ástandi, sem þau eru á uppboðsdegi, með öllum þeim rjettindum, sem eigandi þeirra nú nýtur, og sem afsalsbrjef og heimildarskjöl hafa veitt núveranda og fyrirfarandi eiganda. 2. Seljandi afliendir verzlunarhúsin með öllu tilheyrandi þann 1. maí næsta ár, eður fyrri eptir samkomulagi, og

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.