Íslendingur - 20.06.1862, Blaðsíða 8
40
1859 gat ekki verið fyrri búin en að ofan er sýnt, (og
liefur Jón Guðmundsson ekki hrakið það enn þá í |>jóð-
ólfi sínum), sem var af því, að prófarkalesturinn gekk svo
afleitlega seint, og handrit tíðindanna þess utan illa undir
búið; prentsmiðjan gat því ekki haft neina ábyrgð á því,
þar eð forseti þingsins hafði sjálfur tekið menn til þessa
starfa. Sú neðanmálsgrein er að þessu lýtur, sem Jón
Guðmundsson hefur sett aptan við reikninginn við tíðind-
in 1861, og fleira er bann um þetta hefur skrifað, sýnist
til lítils þarfa og ekki nema til kostnaðarauka fyrir þjóð-
ina, er ekki hefði átt að eiga sjcr stað.
Reykjavík, 14. d. júním. 1862.
E. Pórðarson.
„Ef þú, djofull, átt hann Jón,
þá eigí)u aí) tarna líka*'.
Jón f>orláksson.
Nú! nú! »margur hefur geispað og ekki rifnað«,
segir gamalt orð, og svo lítur út sem Laugarness, og
Kleppseigendur sjeu þessu máltæki samdóma. Jeg vona,
að fleiri en jeg hafi rekið augun í auglýsing þeirra í þjóð-
úlfi nr. 25 þ. á., og þá ekki síður í auglýsingarskáp bæj-
arins. Jeg vona, að fleiri en jeg, þegar þeir lásu þessa
auglýsing, hafi spurt sjálfa sig þannig: hvaða rétt hafa
Laugarness og Kleppseigendur til að auglýsa slíkt, og hvaða
rjett vinna þeir með slíkum auglýsingum? Jeg hef að
vísu sjálfur svarað mjer þessum spurningum þannig: Með
slíkum auglýsingum, þó þær komi með »gapandi höfði og
gínandi trjónu«, geta þeir alls eigi breytt því sem lög
eru, enda munu varla landvættir laganna fælast slíkar
trjónur. Menn skyldi nú að vísu ætla, að lögvitringurinn,
málaflutningsmaðurinn, alþingisforsetinn, bæjarfulltrúaodd-
vitinn, salvo titulo herra Jón Guðmundsson (sem nú er
komið upp úr að er einn af Laugarneseigendunum), mundi
eigi sem lögvitringur vilja fara með lögvillur, eigi sem
tnálaflutningsmaður flytja rangt mál, eigi sem aípingis-
forseti vera kynntur að því, að vekja ósamlyndi í þjóð-
fjelaginu, og eigi sem bœjarfulltrúaoddviti Ileykjavíkur
vilja halla rjetti Reykjavíkurbúa. En livað um það, þar
ber mjer eigi um að dæma sem ólögfróðum manni; en
því skýt jeg til hverrar heilbrigðrar skynsemi, hvort það
eigi sje ábyrgðarliluti, ef einhver auglýsir, að hann ætli
að taka fjármuni mína með valdi að mjer fornspurðum,
án þess hann hafi þar til laganna leyfi; hvort, segi jeg,
slík auglýsing er annað en að hann auglýsi, að hann ætli
að gjörast rámmaður. Sje því eigi lög til að Laugarness og
Kleppseigendurnir liafi rjelt til að banna mjer að nota renn-
anda læk, þó nm land þeirra renni, eður taki liesta mína
eður aðra gripi, sem í landareign þeirra hittast kynni, og
lieimti af mjer fyrirþað sektir og skaðabætur, eðurþáhitt
að reka mjer þá til ógreiða, og, ef til vill, til stórskemda*,
á afrjett, sem jeg ímynda mjer að þeir eigi ekki meira
með en jeg, þá segi jeg: þetta er rán, það er landrán.
Að vísu get jeg verið þeim herrum þakklátur, þar eð jeg
er sjáifur atvinnulaus, að þeir hafa fundið upp þenna — á
vorum dögum — nijja atvinnuveg, þó bann að vísu tíðk-
aðist, eptir því sem jeghef heyrt, á Sturlunga öld; en vest
er, efnokkrar skæðar tungur kynni að segja að hann mundi
vera miður vel hugsaður, þessi nýi atvinnuvegurinn, heldur
en nýja goðorðið hans gamla Njáls forðum, sem mig eitt-
hvað rámar til. En jeg verð þó að skora á Reykjavíkur-
húa, aðþcirláti eigi gorgeirinn eintóman reka sig í gegn,
því sá sem er óttasleginn fyrir gorgeirnum, hann ætti að
grafast í rennisteininum. Drcngur, sem við gengur.
— þann 17. f. m. hefur hans hátign konunginum allra-
mildilegast þóknazt að samþykkja:
»Að kandídötum frá prestaskólanum í Revkjavík,
»sem þar hafa notið fjárstyrks af hinu opinbera
»til lærdómsiðkana sinna, verði gjört að skyldu,
• þegar nauðsyn ber til, að taka á móti köll-
»un til hinna rýru prestakalla á Islandi, sem
• enginn sækir um, er þar til er hæfur, móti því
»að þeim sje gefin von um að sjerlegt tillit verði
»haft til þeirra, þegar þeir eru búnir að þjóna
• slíkum brauðum um hæfilegan tíma, að þeir
»fái betra brauð; en ef þeir skorast undan að
• gegna ofangreindri köllun, skuli þeir tafarlaust
»skila aptur fjárstyrk þeim, er þeir hafa þegið«.
þetta auglýsist hjer með eptir boði kirkju- og kennslu-
stjórnarinnar í brjefi 26. f. m. öllum hlutaðeigendum, að
því viðbættu að sjerhver sá, sem sækir um og þiggur
fjárstyrk við prestaskólann, gengst með því undir þá skuld-
bindingu, sem í þessum allrahæsta úrskurði er tiltekin.
Islands siptamtshúsi og skrifstofu biskups, dag 18. júní 1862.
Th. Jánassen, H. G. Thórdersen.
settur.
Anglýsin^ar,
Jljer með gjörist kunnugt, að við hjer eptir eins og
hingað til tökum skepnur til hagagöngu og vöktunar bæði
af Reykjavíkurbúum og ferðamönnum sem koma hjer al-
staðar að til staðarins — því við höfum fullkomna heim-
ild til þess og getum það vel; við búum á einhverri land-
rýmstu sjóarjörð hjer um pláss, sem eins og kunnugt er
hefur bæði landstærð og dýrleika að fullkomnum þriðjungi
móti Laugarness og Kleppsjörðum; þar að auki er okkur
eins og öðrum bæjarbúum frjálst að brúka Reykjavíkurland,
ef við viljum. í tilefni af því hverninn tekið er til orða í
auglýsingu frá sameigendum Laugarness og Klepps, sjá
þjóðólf bls. 104, 14. ár, kann einhver að spyrja hvort
skepnur þær sem við tökum gangi ekki í Laugarnesland,
svo eigendur verði fyrir viðlögum þeim, sem sameigend-
urnir hafa hótað. Yið þann segjum við nei, því allar þær
skepnur sem eru í vöktun og gáð að á hverjum degi þurfa
ekki að koma i Laugarnesland og eru að eins stuttan
tíma, en þær sem eru heilt eða hálft missiri hafa betra
af að vera ekki svo sparhaldið, heldur að mega ganga frjáls-
lega um bæði löndin eins og búfjenaður beggja bæjanna,
sem gengur sameiginlega hvor upp á annars land um-
talslaust. Einnig í þessu tilliti getum við tekið 10, þeg-
ar sameigendurnir laka 20, það svarar til landstærðar og
dýrleika. Uni þeir ekki við þessa reglu hjer eptir, heldur
láti taka fasta fáeina hesta sem við kunnum að taka um
lengri tíma, þá lýsum við því hjer með yfir, að við tökum
fastan hvern grip sem við hittum í Rauðarárlandi. þó
þeim að nafninu kynni að vera keypt hagaganga í Laug-
arness og Kleppslandi. Enn fremur bönnumvið öllum sem
flytja hesta hjer inn á mýrarnar að skilja þá eptir hjer við
túnið, heldur flytja þá þangað sem þeim er keypt liaga-
ganga. Rauliará þann 10. jún/m. 1862.
Steinunn Guðlaugssdóttir. J. Jónsson.
Sjerhvern þann, sem hefur keypt bl. »ísl« lijer í
bænum, en sem nú ætlar að fara hjeðan, og þess
vegna ekki getur móttekið það hjer — um lengri eða
styttri tíma —, biðjum vjer að gjöra svo vel, og láta
útsölumann bl. vita, á hvern stað þeir vilja láta senda
sjer bl. framvegis. úlg.
Ábyrgðarmaður: Benidilt Sveinsson.
Prentaiur í prentsuxibjnuui í Reykjavík 1862. Einar þúrtiarson.