Íslendingur - 04.07.1862, Page 2

Íslendingur - 04.07.1862, Page 2
42 \ Austurríki. Eigi hefur enn dregið saman með keis- aranum og Ungverjum, en sagt er að stjórnin liafl nýjar tilraunir í hyggju til að fá misklíðunum Ijett. Á þinginu í Vínarhorg liefur Rechberg ráðherra látið í ljósi, að stjórnin framvegis mundi sneiða hjá allri áieitni á íta- líu og eigi ráðast til styrktar hinum útflæmdu höfðingj- um, enda mundu þar þan lok bráðum verða, að Austur- ríki mætti vel una við. Ilafa surnir ráðið það af orðum hans, að fást mundi af stjórn Ítalíukonungs, að bindast í einkamálum um að láta Feneyjaland í friði. Að sönnu hafa menn gjört góðan róm að slíkum ræðum, en til skamms tíma hafa þær sögur af farið, að í Triest og fleirum borgum liafl menn verið týjaðir og sendir til Rújmaborgar til að fylla þá óaldarriðla Frans konungs, er hann hleypir út til óspekta á Púli. Frakkland. Allir er þekkja sögu Napóleons 3. vita, að hann frá öndverðu hefur eigi síður orðið að beita und- irhyggju en áræði, og svo hafa menn litið á flest stórræði seinni tíma, sem þau væru undan hans rifjum runnin. Ilvað sem í því kann hæft að vera, þá verður eigi á móti borið, að ráð hans eru opt sem á huldu. Virða sumir svo sem það beri hjer til, að maðurinn sje flestum kænni, en aðrir að ráð hans optlega sje á reiki, og honurn opt þyki, sem hann sje i báða skó bundinn. Svo er um ítalska málið; engin þykist enn mega skilja, hvað liann i rauninni vill, hvort hann ætlasttil, að páfinn haldi veraldlegu valdi sínu eður selji það af höndum sjer. Ef hann vill, að endir skuli á verða hrakstjórn páfa, liví — segja menn — kveð- ur hann þá eigi her sinn á burt, og selur Ítalíukonungi bæði borg og land til umráða? Vjer höfum áður hermt frá innihaldi úrræðum ráðgjafa keisarans á þinginuíPar- ísarborg um þetta mál, og mun af þeim mega sjá, að keisarinn þykist eigi mega leika svo laus við, sem margir halda; enda veit hann, að Frökkum muni þykja, sem þeir liorfl í tómar gaupnir, ef ráðataumarnir á Rómaríki verða dregnir úr höndum þeirra. Sami áskilnaðurinn, er virð- ist búa í huga sjálfs hans, liefur lengi verið á bugi með þeim, er rekið hafa erindi lians í Rómaborg, sumsje La- valette (sendiherra) og Goyon (liðsforingja). Lavalette hefur horft öndverður við öllu ráðbruggi páfastjórnar, og opt veitthenni þjettar álölur fyrir þrá sitt, en Goyon hers- höfðingi hefur eigi að eins sýnt Píusi páfa mjúkustu auð- sveipni, og látið sjer mest að því geflð, að ná blessun hans á stórhátíðum fyrir sig og herinn, heldur hefur hann verið grunaður um vitorð og íhtutun með þeim Frans konungi og Antonelle. þetta dróg Lavalette til að fara á fund keisarans og skora á liann, að setja annan til for- ráða yflr herinn, því hann yrði að öðrum kosti að afsala •sjer erindareksturinn. Lengi er sagt, að keisarinn hafl verið tregur til að gjöra nokkra breyting, en þó kom þar að hann kvaddi Goyon lieim, en tók lionum með mestu virtum, og gjöröi hann að ráðherra í öldungaráðinu. l>ann mann hefur hann skipað yfir setuliðið, er Monte- bello (hertogi af) heitir. Eigi er líklegt, að hann fari að dæmi Goyons, en þó þykir það eigi góðs viti að klerka- blöð láta allvel yfir þessu, og hitt er víst, að frú hertog- ans sem er ein af hirðmeyjum keisaradrottningar, er ramm- katólsk, og eins brugðin við kæki klerka sem kvenna. Sagt er, að Lavalette víki aptur til sýslu sinnar. — Á líkan liátt þykir keisaranum fara í atfaramálinu við Mexico. l>ar hafa erindsrekar hans orðið sundurleitir, en báðir þótzt fara að hans fyrirlögum, og hefur málið nú tekið aðra stefnu en við var búizt. Eptir samningnum í Lundúnum við Spánverja og Breta (er nú er mönnum kunnur) skyldi leiðangurinn að eins farinn til að ná fullrjetti og bótum af Mexicomönnum; stjórn þeirra ljet þegar til slaka, og hjet bótum eptir samningi, ergjörður var í Solidad, þar- lendri borg; en honurn vildi keisarinn ekki hlíta og þótti lítið orðið erindi hers síns, en ónóg festa fengin eða trygging fyrir bótunum. Bandamenn hans drógu sig nú aptur úr og ljetu her sinn hverfa um hæl aptur og til skipa. flöfðu Frakkar þegar sýnt þau mót á sjer, að þeír aitluðu að hlutast i þrösur iandsmanna, og höfðu skotið hlífiskildi yfir hershöfðingja, er Almonte heitir, og gjörzt liefur for- ustumaður þess flokks, er fram vill hafa konungsstjórn yfir landinu. þvkja mönnum þessi ráðabrot keisarans und- arleg, og fáir spá honum mikils árangurs af þeim. — Yíðræmdur peningakaupmaður, er Mires heitir, varð fyrir ári síðan gjaldþrota, og var hafin sök gegn honum fyrir að hann hefði misfarið með sjóði og hlutabrjef. Ifefur hann setið í höptum til skamms tíma, er dómsorði var á lokið málið; en dómurinn gjörði hann sýknan saka. Eu sagt er, að það hafi ráðið miklu um lok málsins, að Mi- res liafi átt hægt með að brenna mörgum af vildarmönn- um keisarans ljóta díla, ef málið hefði fallið á hann. Ítalía. Eins og í vændir má vita eru það einktun klerkarnir á ltalíu, sem gjörast forgöngumenn um sam- særi og ýmsar tilraunir til að víkja í gamalt horf ástandi landsins. í öndverðum aprílmán. komst samsæri upp um þá í Bologna til að gjöra menn einhverfa í að heimta að páfinn hjeldi ríkisvaldinu og fengi aptur lönd sín. Iljer við var boðin fyrirgefning synda. Sáluhjálp og syndafyr- irgefning I hver dýrindisvara liefur það eigi verið í hönd- um presta frá öndverðu! Mikill fjöldi biskupa sækir dýrðlingahátíðina í Rómaborg, og er sagt að páfi niuni þar láta skotið til atkvæða um veraldarvald sitt. Svo fara sögur af, að hann hafi hótað að fara fótgangandi út af borginni með öllum klerkalýð sínum, syngjandi sálminn: «Þá fsraels lýöur«, og halda í útlegð, ef keisarinn kvæði lið sitt burt og leyfði konungsliði inngöngu í borgina. Yerið getur að þetta hafi skelkað trúarhjarta Napóleons keisara. Seinast í aprílmán. ferðaðist Viktor konungur til Na- pólíborgar og var honum tekið með mestu alúð og stór- kostlegum hátíðarhöldum. Frakkar og Bretar Ijetu flota sína leggjast á höfnina til að taka á móti konungi, og varð koma hans til borgarinnar hin dýrðlegasta, en hið mesta við haft á skipunum um skotkveðjur, fánaskraut og flugelda. Konungur ritaði Napóleon keisara vináttubrjef frá Napólí og tjáði honum af fagnaði sínum og þegnanna, en viðtökurnar, sagði hann, væru Ijósastur vottur um hversu lítil hæfa væri fyrir rógsögum þeim, erfluttarværu af Suður-ítölum um mótþykki þeirra og óvild gegn stjórn lians og sameining ítölsku landanna. Meðan hann dvaldi í borginni kom á fund hans tengdasonur hans, Napóleon keisarafrændi, og sögðu sumir að ferð hans væri meira en kynnisferð. Mjög er það konungi til lofs lagt, hve athugull hann var um hag þegna sinna þar suður frá og hve grandgæfilega liann leit eptir allri embættisfærslu; slíkt kemur sjer vel á Púli, þar sem svo mikið eymir eptir af gömlum slenskap og vanhirðu hjá embættismönnum. Sjálfur gekk hann á spítala og ómagahús og leit eptir um kost og aðhjúkrun, rjeði hvervetna bætur og tók af þeim sýslu, er honum þótti illa með fara. Frá Napólí fór hann tii Sikileyjar og var honum þar eins tekið með alúð og fagnaði. Yjer höfum áður getið þess, að Garibaldi ferð- aðist um Norður-ltalíu, til að skipa fyrir um skotmanna- fjelög og líta eptir framförum manna í skotlist. Var þetta með vilja stjórnarinnar. En nú hefur ferð hans og ræð- ur til lýðsins þótt draga meiri dilk eptir sjer, er samtök urðu hafin í Milansborg, Bretcia og fleiri borgum til út- rása yfir landamærin inn á Tyrol, sem er land Áusturrík-

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.