Íslendingur - 04.07.1862, Side 3
43
iskeisara. Stjórnin fjekk vitneskju af þessum ráðum og
ljet setja fyrirliðann í höpt, en þeir voru flestir úr leiðang-
ursliði GaribaJdi. Hann liefur skorað á stjórnina að láta
þá lausa, en hún hefur eigi að eins tekið iijer þvert fyr-
ir, heldur hefur hún beðið hann að hætta yflrsóknum á
meginlandinu og láta heldur fyrirberast á eyju sinni, því
þó hann væri að engu valdur, þá mætti hún eigi að
síður ugga æsingar og uppþot af návistum hans við landa-
mæri Austurríkis. þetta er nú auðsælega gjört tit að sýna
á sjer sem flest friðarmerkin, meðan til þrautar verður
reynt, livað fengizt getur með friðmálum og samning-
um. En nærri má geta að stjórninni verður vandasamt
að sigla hjer milli skerja og báru, ef hún ætlar sjer að
vingast við Austurríki, hlýðnast Napóleon keisara í öllu,
en ybbast við Garibaldi, átrúnaðargoð landsmanna, og
samt sem áður úti byrgja óspektir og halda vinsældum
og þokka á Ítalíu.
Grilckir og Tyrkir. Nú er uppreistinni á Grikk-
landi slegið niður að sinni; kastalinn (Navplia), er upp-
reistarmenn sátu í, gaf vörn upp, eigi fyrir atorku kon-
ungsmanna, heldur fyrir ósamþykki fyrirliðanna. Tyrkir,
er sjaldnast eiga um frjálst liöfuð að strjúka, eiga nú fullt
í fangi við óeirðarseggi sína, því nú hafa Svartfellingar
hlaupið í leikinn og gjört þeim mikil spell og usla. Tyrk-
ir hafa þó í seinustu bardögum borið efra skjöld, og halda
nú með allmiklu liði inn á land Svartfellinga. Yerið get-
ur, að þetta verði eigi afdrifalaust, því Rússar og I'rakkar
kvað hafa lagt bann fyrir, en Austurríkismenn og Bretar
goldið samþykki. Sagt er og að Rússar hafl drjúgan lið-
safnað suður frá við landamæri Tyrkja.
Bretar. Hvergi varð viðureign brynspangaskipanna
í Yesturheimi að meiri nýlundu en á Englandi. Bretum
varð ekki rótt fyr en þeir höfðu fundið skeyti þau, er
vinna megn á brynspöngunum. Skeytin voru reyndar til
áður, eður hinar strendu fallbyssur Armstrongs barúns,
en hleðslunni skyldi öðruvísi hagað og meiru af púðri til
varið. Verða þær hlaðnar með 50—90 pundum af púðri,
en skothylkin á Monitor voru að eins hlaðin með 12pund-
um. í málstofunum hafa andmælamenn stjórnarinnar, sjer
í lagi katólskir menn, veitt henni harðar ávítur fyrir af-
skiptaleysi á Ítalín, talað um veldi llómabiskups, að það
yrði að vera óhaggað um aldur og æfi, og það fram eptir
götunum. Palmerston lávarður hefur að vanda orðið fyrir
svörunum og kveðið það skýrt upp, að sú væri sannfær-
ing sin, að veraldarvald páfa ætti engan þrifnað framar í
vændum og að ítalir yrðu að fá Ilómaborg fyrir konungs-
setur. Enginn gæti metið þann frjálsan höfðingja, er 20
þús. hermanna hefðu haldið í sæti sínu í 13 ár, og eigi
sagðist hann trúa öðru en Frakkakeisari yrði þá sem fegn-
astur, er eigi þættist lengur þurfa að halda vörð á páf-
anum móti eigin þegnum hans. Á írlandi hafa menn
orðið uppvísir um launungarsamtök til að myrða enska
menn, sjer í lagi ármenn og umsjónarmenn lendra manna.
Er sagt að katólskir prestar hafi æst til slíkra ódæðisverka;
voru 9 morð framin er seinast frjettist, en þá höfðu ill-
virkin stöðvast er rannsóknir voru hafðar. |>að sem mest-
ar og flestar sögur fara af á Englandi um þessar mundir,
er gripasýningin í Lundúnaborg. Lesendum vorum mun
kunnugt, að Bretar liófu fyrstir þess konar fyrirtæki l851:
síðan hafa Vesturheimsmenn og I'rakkar gjört að þeirra
dæmi. Hjer er alheimsbúum stefnt á friðarfund, til að
kynnast framförum og kunnáttu hverrar þjóðar og fræðast
hver af öðrum um svo marga hluti. Hvert bysnavirki
hjer er reist, má af því ráða, að gripahöllin, með auka-
húsum er til liggja, stendur á grundvelli, er að ummáli
nemur hjer um bil 90 dagsláttum. Af öllum álfum og
löndum heims koma menn til að skoða alla hina fjöl-
breyttu kjörgripi, listaverk, stórsmíðar og alls háttaðan verkn-
að, er hjer ertil sýnis. Yppurstu mönnum landsins hef-
ur verið falið á hendur að gangast fyrir um alla skipun og
regln, og er Granvilli lávarður formaður þeirrar nefndar.
Sökum þess, að svo skammt var um liðið frá harmadögum
drottingarinnar, var hún eigi sjálf viðstödd á hátíðardegi
þeim, er höllinni var upp lokið (1. maí), en fól sinn starfa
á hendur hertoganum af Cumbridge; hátíðin var svo dýrð-
leg og stórkostleg, sem hæfði svo mikilfengu fyrirtæki;
margar þúsundir hljóðfæra og mannsradda ómuðu þjóð-
söng Breta og hátíðarsönginn fyrir þennan dýrðardag, er
saminn var af hinum fræga sönglagasmið Auber. Inni í
höllinni voru 32000 manna viðstaddar hátíðarhaldíð. Yjer
skulum seinna geta markverðustu og fágætustn hluta, er
vjer sjáum lýsingar af í frásögnum þeirra manna, er þang-
að vitja.
Vesturheimsmenn. Að vísu hefur mikið í gjörzt,
síðan vjer höfðum þær sögur af, er vjer þegar höfum
hermt, og hafa norðurmenn vegið sjer töluverðan hag í
liendur, en meginherdeildir suðurmanna eru enn ósigr-
aðar, svo enn er mjög tvísýnt um hvernig lýkur. Af
strandaborgum hafa norðurrnenn síðan unnið Beaufort og
Neu) Berne (í Norður-Carólinu), Savannah (í Georgíu),
New Orleans (í Louisiana) og NorfoUt (i Virginíu). í
Norfolk var helzta hafnarvígi og skipastöð suðurmanna,
og höfðu þeir, áður en borgin gafst norðurmönnum á vald,
eytt öllum skotvjelum, skipum, skipasmiðjum og skipa-
gjörðarföngum; einnig höfðu þeir hleypt sprengeldi í járn-
barða sinn Merrimac. New Orleans er mikill verziunar-
staður, og höfðu suðurmenn þar sömu aðferð og annar-
staðar, að þeir eyddu öllum vörubyrgðum, helzt baðmull
og tóbaki, brenndu og eyddu eða fluttu þær á burt. Mesta
fjandskap og mótþykki sýna þeir hvervetna gegn setuliði
norðurmanna, og draga eigi dul á, að þeir fyrir ótta sak-
ir, en eigi velviidar, ganga til hlýðni eða sigurvegendum
á hönd. í byrjun aprílmánaðar rjeðst Beauregard (yfir-
foringi suðurmanna) á norðurmenn með miklu liði (70000)
skammt frá borginni Korint (í Tennessee); voru þeir þar
hættlega koinnir, er þeir uggðu eigi áhlaupið, er fremstir
voru, og sátu þá að mat sínuui, er sveitir Beauregards
þeystu að þeim. Var þar ógreitlf um viðnám í fyrstu, og
fjöldi manna og skotvopna Ientu þegar í höndum suður-
manna; en seinna tók bardaginn að festast, og urðu þá
norðurmenn að svigna fyrir, því þeir höfðu vart meir en
helmingsafla við suðurmenn. Um kveldið taldi Beaure-
gard sjer sigurinn vísan, og er birti, tókst orrusta á ný
(7. apríl) með mesta ákafa, og lá þá við, að norðurmenn
yrði upp tefldir með öllu, er svo mikið lið kom þeim til
styrktar, að þeir urðu eins liðmargir og suðurmenn. |>að
var herflokkur Buels liershöfðingja, er hjer skakkaði leik-
inn; en fallbyssubátar lögðu að vígvellinum eptir á þeirri
(Pearidge), er rennur þar fram hjá, og skutu suðurmenn
niður hrönnum saman, er þeir riðluðust fram til að kvía
norðurmenn eður keyra þá út á fljótið. Yið þetta tók
bardaginn að hallast á suðurmenn, og urðu þeir þá að
hörfa undan til meginstöðva sinna við Korint. Telja
norðurmenn að þeir hafi misst 11 eða 12000 manna, að
þeim með töldum, er herteknir urðu; en hinir miklu
meira. Síðan hefur Beauregard haldið stöðvum sínum
við Korint, og hafa hinir ei á hann ráðizt; en hvorir-
tveggja hafa dregið lið að sjer, svoþar mun að líkindum
til skarar skríða á hinn versta bóg. í Virginíu hafasuð-
urmenn látið hörfast suður eptir landinu0 og hefur M.
Clellan sótt á eptir þeim með meginher norðurmanna.
\ ið bæ þann, er M illiamsborg heitir, eigi langt frá Bich-