Íslendingur - 03.03.1863, Blaðsíða 2

Íslendingur - 03.03.1863, Blaðsíða 2
154 það þá, að honum liðnum, optast tortýnzt eða farið víðs vegar, af því eigandinn ekki bar umhyggju fyrir viðhaldi þeirra eptir sinn dag, og þeir sem þá hlutu þær, sýndu þeim litla eða enga alúð. Aptur eru dæmi til, að þó mörgum hafi verið laust í hendi með fornmenjar, af því þeim ekki gat hugkvæmst hvað bezt væri að gjöra við þær, eða og möttu þær minna en vertvar, þá hefur stöku manni þótt mjög vænt um þær, sem menjagripi frá forn- öldinni, og því ekki viljað farga þeim, enda til þeirra manna, er líklegri voru, en hann, til þess að sjá þeim farborða. j>ó hefur sá hinn sami ekki hugsað um, að sjá þeim framvegis borgið; svo allt hefur borið að sama brunni. Á seinni tímum hafa að vísu margir metið mik- ils fornmenjar og ekki viljað þær glötuðust, en þeir hafa ekki sjeð neinn betri veg til að viðhalda þeim, en, eins og fyr var drepið á, að senda þær Dönum. þeir áttu að eiga þær og sjá um þær, eins og íleira. Nefndum mönn- um, er þannig hafa þótzt sjá fornmenjunum bezt borgið, hefur þótt vanta góðan geymslustað fyrir þær í landinu; og þótt sumum ekki hafi þótt öll vankvæði á því, hafa þeir haldið, að til lítils væri, að fara að safna fáeinum fornmenjum, annaðhvort af því þeir hafa örvænt um, að fleiri myndu svo gjöra, eða þeir hafa ekki gætt þess, að margt smátt gjörir eitt stórt. ( stuttu máli, gamla skoð- unin sýnist allt af hafa verið ríkust sú, að íslenzkum forn- menjum væri bezt borgið hjá Dönum, og að hún hafi haidist við, síðan Árni Magnússon safnaði og færði Dön- um allar þær fornsögur og handrit, bæði á pappír og kálfskinni, er liann gat fest hendi á, um allt landið. En þó þessi skoðun væri rjett á döguin Árna Magnússonar, þegar mikið þekkingar- og hirðulevsi á fornmenjum drottn- aði, gat hún, að rjettu lagi, ekki átt við á seinni tímum, þegar margir í landinu voru farnir að hafa mætur á ís- lenzkum fornmenjum. J>ví þá sýndist, sem menn hefðu átt að fara að safna þessurn fornmenjum fyrir í landinu, eptir því sem kraptarnir þar til uxu, þó það, eins og kunn- ugt er, ekki væri gjört. J>ví þóttmargtaf fornmenjum hafi glatazt, hefurþó til þessa nokkuð verið til af þeim í landinu. Og utan að þessu, sem til var eða er, var vegur að halda. En það hefur eins farið í þessu falli sem tleiru, að gamli vaninn er ríkur og á opt langt í Iand að breytast til batn- aðar. Á þetta sjer ekki fremur stað í Islandi en mörg- um öðrum löndum. Og hafi nú þessu þannig verið varið á seinni tímum, eins og nú er vikið á, hvað íslenzkar fornmenjar áhrærir, er ekki að furða, þó minni alúð væri lögð við þær á fyrri tímum, og margt af þeim hafi þá glatazt, eins og fyr er minnst á. J>ví geta allir nærri sem þeim tímum eru kunnugir. Og er mönnum það, eins og fleira, á þeim tímum, virðandi til vorkunar, sök- um þess að þá var þjóðarandinn orðinn svo mjög niður- kæfður ogúrkynjaður af öllum þeim hörmungum, erdunið höfðu yfir landið öld eptir öld, vegna óheppilegrar stjórn- ar á landinu og annara landplága. Og þegar svona stóð á, var naumast ætlandi til, að öðruvísi færi, eða að forn- menjarnar hefðu betri afdrif en svo margt annað ágætt. Hjer er að vísu stuttlega yfir sögu farið um afdrif ís- lenzkra fornmenja hingað til, en þó, að ætlan minni, svo mikið sem nauðsyn ber til; enda er það sem hjer er sagt, meðfram og einkum sagt í því skyni, að ókunnugir menn, einkum útlendir ferðamenn ekki þurfi að bregðast ókunn- uglega við, þótt þeim bregðist von sín um, að sjá fjár- sjóð eða safu af fornmenjum í landinu, þótt þeir annars, (þ. e. ef öðruvísi hefði verið ástatt), hefðu liaft ástæður til að vænta þess í fomsögulandinu mikla. Eins og það er geðfelt, að eiga fræga fornöld, eins er það ógeðfelt, að eiga ekkert fornmenjasafn, nje geta sýnt útlendum mönnum, er koma til að skoða okkar nafn- kunna land, neitt þvílikt. En eins er varið með þetta, eins og annaö, er vjer ekki liöfum getað öðlast, að ekki tjáir þar um að fást; og ekki verður það aptur fengið, sem misst er til fulls. En úr mörgu má bæta; og svo má segja um þetta. fljer og hvar á landinu eru enn til fornmenjar, ef vel er leitað, þó þær sjeu, eins og við er að búast, mjög á sundrungu. En enginn getur sagt, hvað þær sjeu margar, eða hve markverðar, fyr en þeirra cr leitað með alúð og þær geymdar vel og notaðar. Látum því ekki ásannast, að vjer lengur sjeum hirðulausir með þær fáu fornmenjar, er sumir af oss enn kynnum hafa lianda á milli, vita af eða finna. llöldum þeiin saman og munum eptir því, að margt smátt gjörir eitt stórt, að þetta fáa, ef saman kæmi í eitt, getur erðið margt, getur orðið að safni, er bæði væri þjóðlegt og í marga staði markvert. Illynnum því af alefli að þessum dýrmæta fje- sjóði. Reynum til að safna fornmenjum og koma saman á einn stað. Leggjumst á eitt i þessu, og hver leggi sitt til, af þeim er það geta, og láti í tje, þó ekki sje það nema einn forngripr, eða fáir. Ilöfum því betri von um hluttekning annara og aðstoð, sem áform þetta er nauð- synlegt og fagurt, og margir ágætismenn eru í landinu. Vitum og að margir af alþýðu eru farnir að skilja í ágæti fornmenjanna, og meta þær, ef til vill, á við fornsögurn- ar, eins og þær líka eiga skilið ; og væntum því að þessir menn geti á sinn hátt, engu síðr en menntuðu mennirnir á sinn, orðið hinir beztu aðstoðarmenn fyrirtækisins. þess vegna er ósk mín og von til allra Íslendínga, er eg veit að sjá nauðsyn á íslenzku forngripasafni engu síðr en eg, og óska þess af heilum hug 1. að þeir komi inn hjá sem flestum, þar sem þess þarf, verðskuldaðri virðing, þekking og ást á fornmenjum landsins. 2. að þeir sjeu í fyrirspurn um fornmenjar þessar, og nái til sín því af þeim, semunnter, til þess að frelsa allt þvílíkt frá mögulegri glötun. 3. að þeir verði samtaka í og sam- ráða um, að safna öllum þessum fornu hlutum (eða mynd- um, uppdráttum og lýsingum af þeim hlutum, er ekki yrði safnað) svo fljótt, sem auðið er, saman, á einn stað í landinu, og þannig leitast við að landið geti eignast t's- lenzkt furnmeniasafn. þetta safn, svo lítið eða mikið sem það yrði, ætti að vera á helzta stað í landinu og í einu lagi. Og staður þessi er, að ætlun minni, sjálfsagt Iteykjavík, og ber einkum tvennt til þess 1. þangað koma flestir, bæði inn- og útlendir menn, tii þess að sjá safnið, eða hafa gagn af því. 2. J>ar fæst að líkindum bezti geymslustaður fyrir þvílíkt safn, einkum þegar hið nýja bókhlöðuhús yrði þar fullgjört. Ættu þá stiptsyfirvöldin og bókavörður stiptsbókasafnsins (eða ef betur þætti við eiga, annaðhvort í bráð, eða vegna breyttra kringumstæða, 2— 3 af skólakennurunum) að hafa jafnt umsjón yfir þeim sem bókunum. En það segir sig sjálft, að ekki mætti Ijá út neitt af fornmenjunum, enda mun það bvergi gjört þar sem slík söfn eru. En þetta á heima meðal ákvarð- ana um geymslu á safninu. Ný nefnd ósk mín er sprottin af löngun minni og vilja að hlynna að fornmenjum okkar. Og af því jeg hef jafnan haft mætur á þeim og verið í fyrirspurn um þær, hefur mjer tekizt að eignast fáeina þesskyns hluti, er jeg, samkvæmt tilgangi greina þessara, skal nánara skýra frá, svo þeir sýni hvaða árangur orðið hefur af viðlcitni minni. En ekki getur verið ætlan mín, að þessu sinni, að skipta lilutum þessum í flokka, eptir aldri þeirra eða gildi — því til þess þurfti ýtarlegri ransókn, en hjer er rúm eða tími til — heldur ætla jcg fyrst að geta þeirra scm eru úr trje eða horni, og því næst þeirra, sem eru úr málmi,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.