Íslendingur - 03.03.1863, Blaðsíða 4

Íslendingur - 03.03.1863, Blaðsíða 4
156 son, en vissi ekki hvað af væri orðið; enda hef jeg ekki getað til þeirra spurt. 12. Gamalt drylcltjarhorn, allt út grafið, með trjebotni og tinstút. Á því er mynd af tóu og ílattri örn, og ut- an um það í hring er lína með höfðaletri og í henni orð þessi: drekktu varleg(a). Aldraður maður, er lengi hafði átt það, gaf mjer það, og kvaðst ekki vita aldur þess, en sá, er sjer liefði fengið, hefði sagt sjer, að sá hotn, erfyrr hefði verið í því, hefði verið orðinn fúinn af elli, svo nýr hefði verið í látinn, og þá hefði færzt upp á hornið. Af þessu, og einkum því, hvað máð hornið er, sem að líkindum ekki hef- ur opt mætt sliti, má ráða, að það sje allgamalt. 13. Kálfskinnsblað, með pápiskum latínusöng á annars vegar, og söngnótum yfir hvcrri línu. Línurnar með mjög vönduðu letri,. en daufu og lítt læsilegu, eru 13 og nóturnar, sem sumar hverjar eru að mestu burt máðar, jafnmargar. þegar jeg eignaðist það, voru inn í það fest ómarkverð blöð. Gat jeg þá ekkert frjett um uppruna þess, nema að það áður hefði verið á flækingi. 14. Partur af kálfshinnsblaði, er sýnist hafa verið kaup- mála- eða samningsbrjef, dags. 22. nóvemberm. 1594, að Skálholti í Diskupstungum. Blaðið er dauft af- lestrar, einkum seinni hlutinn. 15. Forneskja og galdur á 19 blöðum í 8 blaða broti. Eru þar á meðal annars, ýmsar stefnur og særingar (tóustefnur o. fl.) eignaðar Sæmundi fróða, Gísla lærða í Melrakkadal, og þórði á Strjúgi. þar á eru og: Syrpuvers, lásavers, ýmisleg galdradæmi (og eru að- alatriðin þar með villuletri), og sum þeirra með til- heyrandi stöfum, mjög margbrotnum, er lieita ýms- um nöfnum. Seinast koma svo nefndir varnarstafir (verndar- og heiilastafir) allra stafa mestir og marg- brotnastir, með ýmsum nöfnum, svo sem: Himins- harnahjálmur, Drotningarsignet, Gimsteinn Jónasar, Móisesstafur, Oríonsauga, Prófetaprýði, Sólarvagn, Yeldisvagn, Karlamagnúsarinnsigli, Móisesinnsigli, Sa- lómonsinnsigli, Baldursinnsigli. Kver þetta er sýnis- liorn af galdri og forneskju fornaldarinnar, bæði á Isiandi og í öðrum löndum. það er svo undirkomið, að maður nokkur ljeði mjer nokkur lausablöð með forneskju þeirri á, er nú var nefnd. Áskildi liann, að jeg dyldi nafn sitt í því tilliti. Hafði hann skrif- að upp nefnd blöð á yngri árum, þá er hann reri fyrir vestan Jökul. Af blöðum þessum skrifaði jcg upp það sem er í kverinu. Um leið og jeg lief talið upp hluti þessa, hefur mjer þútt eiga við, að drepa á hið helzta, er jeg vissi um uppruna þeirra, sögu, tilgang og ásigkomulag. Geng jeg að því vísu, að þeir sem unna fornmenjum, muni taka það vel upp fyrir mjer. þess skal og getið, að nefnda hluti hef jeg eignast smátt og smátt á þremur fyrstu árunum, eptir að jeg kom frá Kaupmannahöfn, nema hlutina 9. og 10. Síðan hef jeg ekki getað spurt til eða eignast neitt af slíkum hlut- um, þótt jeg jafnan haldi spurnun þar um; og sýnir það, að hjer nærlendis ekki er orðið um auðugan garð að gresja. Sökum þess, að jeg hjer að framan hef hvatt landa mína — og það með gildum rökum, að ætlan minni, — til að hlynna að íslenzkum fornmenjum og safna þeim á einn stað í landinu, mætti með sanngirni ætlast til, að jeg ljeti ekki lenda við orðin tóm, heldur leggi minn skerf til þvílíks safns. En af mjer, eins og hverjum ein- stökum, verður ckki með sanngirni ætlazt til mikils i þessu efni, heldur að jeg* leggi mitt fram, eins og allir eiga að gjöra, er vilja ávinna landinu nokkurt gagn og sóma með ýmsum fornmenjum. Sökum þessa gef jeg Islandi framantalda hluti, 15 að tölu, og œtlast til og óska, að peir verði fyrsti vísir til safns íslenzkra forn- menja. Vona jeg jafnframt, að margir verði fúsir á, að styrkja þennan vísi, og sjeu þess minnugir: að kornið fyllir mælirinn. Á þessari litlu gjöf skal jeg standa svo fljót skil, sem unnt er, eptir að jeg hef fengið vissu frá þeim ágætis- mönnum, er jeg fel gjöfina á liendur til beztu umsjónar, um, að þeir vilji um gjöfina annast, samkvæmt þeim á- kvörðunum, er jeg nú gjöri um hana, eða má ske seinna gjöri, eptir nánara samkomulagi við hina heiðruðu hlut- aðeigendur. þær ákvarðanir, er jeg nú gjöri fyrir gjöfinni, eru þessar: 1. Gjöfin (íslenzkar fornmenjar 15 að tölu), skal vera undir umsjón stiptsyfirvalda Islands, og geymast út af sjer (helzt í skáp með loki fyrir) í sama húsi sem stiptsbókasafnið, og vera undir geymslu bókavarð- arins. 2. Geymslumaður (bókavörður) skal rita hina gefnu hluti í kver, sem umsjónarmenn (stiptsyfirvöldin) ákvarða þar til með áskript sinni á það. þar skal og getið, hvernig gjöfin sje til komin. 3. Nefnda hluti skal ekki ljá neinum manni, í neinu skyni, burt af geymslustaðnum, og því síður farga, heldur skal.geyma þá þar sem vandlegast. 4. En öllum skal gefast kostur á að sjá nefnda hluti, jafnt útlendum mönnum sern innlendum, á þeim tím- um, er umsjónarmönnum og geymslumanni þykir bezt henta. þeim sem vilja draga upp hlutina, mæla þá eða nota, án þess þeir þar við skemmist, skal þar til gefast kostur á sjálfum geymslustaðuum. 5. Samkvæmt tilgangi gjafarinnar, skal bæta við hana gjöfum þeim, er koma kynnu frá öðrum, og fara með á sama eða líkan hátt. þær og nöfn gjafar- anna skyldi auglýsa á prenti, og jafnfraint mælast til af mönnum slíkra gjafa. Jiirfa, 8. d. janúarm. 1863. Helgi Sigurðsson. Reikningar yfir tekjur og útgjöld opinberra sjóða og stiptana í Norð- ur og Austuramtinu. (Niðurlag). XIII. Jafnaðarsjóður Norður og Austuramtsins 1861. Tekjur. Rd. Sk. 1. Leifar frá árinu 1860 ................. 130 41 2. Yantandi afjafnaðarsjóðsgjaldi frá tveimur sýsl- um eptir seinasta reikningi ....... 201 66 3. Fyrirfram borgað: a, í málinu milli prófasts B. Yigfússonar og Garðskirkju..................15rd. »sk. b, í sakamáli Björns Sveinssonar úr Skagafjarðarsýslu . . . 4 — » — c, þóknun til prófasts D. Halldórs- sonar fyrir að semja verðlags- skrárnar fyrir 1861/g2 . . . 14 — » — d, Fyrir prentun verðlagsskránna 21 — 26 — e, í gjafsóknarmálinu milli prófasts H. Jónssonar á IIoíi og Jóns hónda Guðmundssonar á Melnm út af nýbýlis stofnun Jóns í Tunguheiði................... 28 — 32 — Fyt ~82 — 58 —' 332_ 11

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.