Íslendingur - 26.03.1863, Blaðsíða 1

Íslendingur - 26.03.1863, Blaðsíða 1
ÞRIÐJA ÁR. 26. marz. M 22. Frjetlir. J>að er að heyra á brjefum með norðan og vestan- póstum, að tíðin hafi verið víða stirð hjer á landi í vetur. Svo skrifar oss 28. jan. þ. á. einn hinn merkasti maður í þingeyjarssýslu. »Árið 1862 má með rjettu teljast hjer um sveitir eitt hið bágasta ór, sem komið hefur á þessari öld. Fellivet- urinn mikii 1858—59 mun lengi verða í minnum hafður, en það er efasamt, hvort hann hefur orðið lakari að afleið- ingunum til, en þetta ár, þegar á allt er litið. þá fjell fjórði hluti fjár í sumum sveitum, en þá kom líka gott sumar á eptir, sem bætti úr bráðustu vandræðunum, og þá voru menn lika betur undirbúnir eptir góðu árin á undan. Norðanfari nr. 13—14 drepur stuttlega á afleið- ingar vetrar og vorharðindanna í fyrra, og mun það satt sem þar er sagt, að sumir basndur hafi misst þriðjung til helmings alis fjenaðar, og sem lakast var, að það sem af lifði, mun hafa orðið gagnslítið. Mest voru brögð að fjárfellinum í norðurhluta þingeyjarsýslu og sumum sveit- um Múiasýslu, og er ástandið mjög voðalegt i þeim sveit- um sem lakast eru farnar. Ekki var það fyrir fóðurskort eingöngu, að svona margt fjell, því margirfelidu semáttu hey afiögu; óþrif og veikindi í fjenu hjálpuðu til að gjöra fjárfallið enn meira. Menn telja ýmsar orsakir til þess- ara veikinda og óþrifa í fjenu. Sumir segja, að fjórkvnið sje að vesna eða spillast, að fje sje tápminna og kvilla- samara en áður var; aðrir halda að einhver ólyfjan hafi fallið á jörðina í fyrra sumar og gjört grasið banvænt; en jeg vil ætla, að orsakirnar geti legið nærmanni. það er sjálfsagt, að hey það sem aflaðist í fyrra sumar hefur verið Ijett og óhollt, vegna óþerranna, og svo þess, hvað grasið visnaði snemma; en að ólyfjan hafi blandazt þar saman við, held jeg sje ástæðulaus getgáta. f>egar nú hjer við bættist, að jörðin reyndist ónýt til útbeitar í úti- gangssveitunum, en veturinn kaldur og umhleypingasamur, getur það verið skiljanlegt, að hina mestu nákvæmni verði að viðhafa í allri fjárhirðingu, eigi skepnan að halda þrif- um og heilsu. Að fje sje lingerðara og kvillasamara en það áður var, er heldur ekki alveg rjett; því þó að ineira hafi brytt á kvillum í fjenaði þessi árin, en að undan- förnu, held jeg það sje fremur árferðinu að kenna, en kynfari fjárins. f>að hefur altjend verið kvartað um veik- indi og kviila í fje í hörðum árum; svo hafði það verið um aldamótin, og eins í harðindunum kringum 1780. f>etta er líka eðlilegt; í harðindum og ísárum verðurloptið saggasamt og óholit bæði úti og inni, grasið á jörðunni verður rýrara og Ijettara, og þegar nú skepnan liður skort á nauðsynlegu viðurværi meiri hluta ársins, og það frá barnsbeini, en hlýtur að sæta allnjafna kukla og vætu, þá er eðlilegt hún verði þrekminni, veikiulegri, og óhraust- ari heldur en ef hún hefði hollt og notagott viðurværi. f>að er sjálfsagt, að hið svokallaða Jökuldalsfjárkyn, sem flestir eru að sækjast eptir, er fínbvggðara en hið eldra fjárkyn, ogþarfbetri og nákvæmari hirðingu; en sje hirð- ing og viðurgjörningur í því lagi, sem ætti að vera, þá uiun ástæðulaust að telja það kvillasamara. Jeg hefi því komizt á þá skoðun, að skortur á nákvæmri hirðingu, og notalegum aðbúnaði fjárins hafi margvíða stutt að því, að fjárfellirinn varð svona stórkostlegur; og jeg hefi nokkra reynslu fyrir mjeríþessu; þarsem fje var bezt hirt, hús- rými gott og hollt, og heyhirðing þolanleg, munlítið sem ekkert hafa borið á veikindum í tje; aptur þar sem hirð- ing var slæm og hús og fóður að því skapi, munu mest brögð hafa orðið að fjárfellinum, enda þar sem ekki var fóðurskorti um að kenna. Mörgum mun þykja þessi kenning heldur hörð, sem halda, að fjárrækt og fjárhirðing sje svo ágæt hjer fyrir norðan; en það er mikilla muna vant, að svo sje almennt; það er satt, að fjárræktin hefur tekið stórum framförum í sumu tilliti, nú á seinni tíð; í sumum sveitum og hjá sumum mönnum, má hún heita í góðu lagi, en fjarri að svo sje almennt. J>að verður því aldrei nógu opt og rækilega brýndur sá sannleiki fyrir mönnum, að vanda sem mest til, ekki einasta um fjárhirðinguna, heldur einnig um heyhirðingu og húsaskipan, m. fl. Meðaí hinna bágu afleiðinga vorharðindanna, má telja grasleysið í sumar. í sumum sveitum gat varla heitið sauðgróður 10 vikur af sumri. Sláttur var almennt ekki byrjaður fyr en í 13. og 14. viku sumars, og þá á lítið meir en hálfsprottinni jörð. Eplir þessu fór heyaflinn; sumir bændur höfðu helfíngi minni hey í haust enímeð- alári; og flestir sem hjeldu fje sínu í vor, urðu að lóga því í haust hálfónýtu, fram yfir þarfir og venju. J>á var skurðtíð í haust einhver hin lakasta, sem jeg man eptir; þvi fje sem enda gekk bærilega undan í vor, reyndist 6- nýtt bæði á mör og hold, og það jafnvel í góðsveitunum sem kallaðar eru. Ilvernig nú ræðst með fjárhöldin í vor, er bágt að segja enn þá; veturinn hefur verið heldur jarðsæll, það sem af honuvn er; fáir kvarta um veikindi í fje, eða heysvik, og kýr gjöra almennt gott gagn; mun það því að þakka, að hinar litlu töður eru kjarngóðar og hirtust vel. Um afiabrögð vísa jeg þjer til Norðanfara; hann er miklu fróðari um þau en jeg. J>egar maður frá skilur Höfðhverfínga, sem eru mestu sjógarpar, sækjum við hjer miklu linlegar sjó en sunnlendingar, og höfurn lakari útbúnað; enda verður ekki talið, að hjer sje nokk- ur sjávarbóndi — þ. e. stundi eingöngu sjávarútveginn — því allir hafa landbúnaðinn fyrir aðalatvinnuveg. Sama umkvörtunin .er hjer og fyrir sunnan, um yfirgang útlendra fiskimanna. Merkur maður af Langanesströndum, hefur skrifað mjer meðal annars á þessa leið : »J>að er merkilegt, að þessi ár, sem jeg er búin að vera á Strönd, hefur að kalla enginn dráttur úr sjó fengizt fyr en fiskiskútur Frakka og Englendinga, sem liggja hjer hópum saman úti fyrir, eru farnar; og þykist jeg sannfærður um, að þeim sje að kenna fiskileysið, sem hjer er á sumrum; og ekki nóg með það, heldur bæta sumar fiskiskútur því ot'an á, að stela því sem þær geta frá okkur«. Svona segist þess- um manni frá, ogverður hann ykkur sunnlendingum sam- dóma um ójöfnuð útlendra fiskimanna. Yerzlun var all- lífleg hjer um tíma i sumar; lausakaupmenn sóttu hingað með meira móti, og kepptu við kaupmenn. Beztir urðu prísar á Vopnafirði, enda var þar mest verzlunarkeppnin. J>ar var ull borguð almenut með 44 sk., og tólg nteð 24

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.