Íslendingur - 26.03.1863, Blaðsíða 2

Íslendingur - 26.03.1863, Blaðsíða 2
170 sk.; en kaupmenn hjer nyrðra vildu ekki borga nema 42 sk. og 22 sk., en víst held jeg þeir hafi orðið að slaka til við hina betri höndlunarmenn sína, og borga þeim bet- ur, altjend í laumi. Rúgur var seldur alstaðar á 10 rd. í sumar og bánkabygg á 12 rd., en í haust færðu kaup- menn upp matvöruna um 1 rd. Heldur hefur þetta ár verið sótthætt eins og árin á undan; skæðust var kvefveikin, sem gekk hjer yfir allt í júní og júlímánuðum; hreif hún burtu margt fólk í sum- um sveitum einkum gamaltfólk og brjóstveikt. Takveikin og taugaveikin hefur stungið sjer niður bjer og hvar; en á barnaveikinni hefur lítið borið. Svo þegar litið er yfir ein 2—B ár til baka, hefur manndauði verið hjer mikill; og hafa hinir ungu varla við að fylla í skorðin. Mun það ekki rjett skoðað, að veikindi og manndauði sje tíð- ari i hörðum árum; það held jeg reynslan hafi sýnt í harðindaköflunum á undan, því þó maður dragi frá það, sem dáið hefur úr harðrjetti á ýmsum tíma, verður hitt, sem dáið hefur úr sóttveikjum, tiltölulega fleira, en í góðu árunum. Við erum hjer að kalia læknislausir, og megum því deya drottni vorum í næði fyrir honum; því þó læknir sje á Akureyri, og það duglegur læknir eins og Jón Finsen er, þá nær hann skamt til að bjarga mönn- um. J>að bætir dálítið úr skák, að blessaðir Homopa- tharnir okkar, miðia okkur mörgum sikurmolanum; menn segja nú, að það sje trúin, sem verkar þar, en ekki syk- urkúlurnar, en mjer þykir næsta ólíklegt, að trúin sjálf verki meira í þessari grein en öðrum greinum, og það á þessari trúarleysu öld, þegar enginn trúir nema hann taki á«. Vestan úr Breiðafjarðardölum segir í brjefi dagsettu 3. marz. »Veðráttufarið mátti heita gott fram á þorra, þó að það væri umhleypingasamt, því að hægviðri og frostlinjur voru jafnast, en nú í næstliðnar 3 vikur hefur verið ein hin höstugasta og umhleypingasamasta tíð, ýmist stór blotar og jafnvel flóð í ám, eða utan vestan fannfergjur, og nú fyrir skemmstu norðan áhlaup hvern daginn eptir annan. Jarðbönn meiga því heita eins og stendur ogvíða farið að brydda á lieyskorli. Iieilsufar fólks hefur verið allsæmilegt, þó hefur kvef verið að koma aptur og apttir og sörnuleiðis borið á tauga- veiki á stöku bæ. Fjenaðarhöld eru hin bestu hjer í nálægum sveit- um. Að eins hefur borið á lungnaveiki á stöku stöðum og nokkrar kindur farið. Vörubyrgðir í Stykkishólmi nmnu nægar og góðar, og sama verðlag sem í haust. Að vísu mun þar vera orðið ölfanga lítið, en það ættu menn ekki að telja með skaða sínum. Skipskaði varð í Rifs veiðistöðu núna á þorranum. Skipið fórst í lendingu, af 8 sem á því vorti náðist með lífi formaðurinn, sem lifði, þá síðast frjettist, og annarr maður til, sem dó strax á eptir. Fiskleysi og gœftaleysi undir Jökli. í síðustu viku þorra mun hæstur hlutur hafa verið nálægt 90. yfir allar veiðistöðurnar«. Yestur á Snæfellsnesi hefur tíðarfar verið líkt og hjer syðra, og getið er þess í brjefum þaðan, að víöa hafi brytt á bráðapest og lungnaveiki í sauðfje, og sumstaðar svo gífurlega, að á einum bæ höfðu síðan í haust, að haustskurður hætti, drepizt úr þessum kvillum undir 60 sauðkindur, tlest sauðir og ær. Ilvorstveggjaþessarakvilla hefur einnig orðið vart hjer syðra. er nýbúið að gefa út á prent skýrslu um aðgjörðir sínar og efnahag, frá byrjun ársins 1856 til þess, er hinn fyrri ársfundur var haldinn 28. jan. 1863. Af þessari skýrslu sjest, að fjelag þetta varstofnað í Reykjavík 28. jan 1837. Viðvíkjandi efnahag fjelagsins 28. jan. 1863 vísum vjer til Isl. Nr. 18. 9. febr. þ. á., en getum þess hjer, að um nýár 1856 átti fjelagið 3831 rd. 86 sk., og hefur það því að efnum til aukizt talsvert siðan. Frá því fjelagið var stofn- að og til þessara tíma, hefur það varið rúmum 1800 rd. bæði til verðlauna handa ýmsum mönnum hjer syðrafyrir jarðabætur, og til að gefa út ritlinga og kaupa fyrir ýms áhöld til jarðabóta. Fjelaginu hefur þannig miðað áfram eptir öllum vonum þegar litið er til þess að fjelagsmenn eru ekki nemarúmlega lOOað tölu. þeirsem vilja ganga í fjelagið greiða tillag sitt þannig, annaðhvort 5 rd. eitt skipti fyrir öll, eða 1 rd. á 10 árum. Skýrslan fæst hjá ; fulltrúum fjelagsins: í Gullbryngusýslu Ásgeir Finnboga- syni D. M. á Lambastöðum og Sveinbirni kaupmanni 0- lafssyni í Iíeflavík; i Borgarfjarðarsýslu hjá Guð- mundi Ólafssyni jarðyrkjumanni á Gröf og Árna hrepp- stjóra Jónssyni á Hlíðarfæti; í Árnessýslu hjá þórði Guðmundssyni kammerráði á Litlahrauni og Birni presti Jónssyni á Eyrarbakka; í Rangárvallasýslu hjá Ás- mundi prófasti Jónssyni í Odda og Skúla lækni Thorar- ensen á Móeyðarhvoli; í Skaptafellsýslu hjá Einari hreppstjóra Jóhannssyui á þórisholti og Ilunólfi bónda Sverrissyni áMaríubakka; í Vestmanneyum hjá Brynj- úlfi presti Jónssyni, og í Reykjavík hjá forseta fjelagsins Ólafi prófasti Pálssyni, og málaflutningsmönnum Jóni Guð- mundssyni og Páli Melsteð. Á þetta. fjelag leyfum vjer oss að benda mönnum og eggja þá á að ganga í það, þvi að beinasti vegurinn hjer hjá oss til að koma nyt- samlegum framkvæmdum eitthvað áleiðis, þar sem hver einstakur er svo lítils megnandi, er þó sá, að margir góð- ir menn leggist á eitt og reyni þannig að styrkja hver annan sjerstaklega og alþýðugagn yfir höfuð. þess skal hjer getið, að í skýrslu fjelagsins hefur gleymzt, að geta meðal fjelagsmanna þeirra Gunnars hrepp- stjóra Haldórssonar í Kirkjuvogi og Árna hreppstjóra Ein- arssonar, varaþingmanns, í Vestmannaeyum. Bókmentafjelagið (Reykjavíkur - deildin) hjelt fyrri ársfund sinn 18. þ. m. Var sá fundur bæði fjöl- mennur og fjörugur. þar komu ýms efni til umræöu. þar á meðal var uppástúnga Haldórs skólakennara Frið- rikssonar, að fjelagið gæfi út og greiddi honum borgun fyrir nýa útgáfu af Kormakssögu, er hann hafði undirbúið til prentunar, en fjelagið hratt þeirri uppástungu með mikl- um atkvæðafjölda. Hr. yfirkennari B. Gunnlaugsson lagði fram handrit sitt (hjer um 80 arkir) til reikningsbókar þeirrar, sem hann er að semja og fjelagið ætlar að gefa út. Reikningar fjelagsdeildarinnar fyrir næstliðið ár voru lagðir fram. Ofursti Shaffner, hinn nafnkendi segulþráðs- forstjóri, hafði í haust er leið sent deildinni Amerikusögu í 3 bindum, og sögu um stríð það, sem nú er uppi á Norðameríku, hvortveggja samið af honum sjálfum, en forseti deildar vorrar hafði í fjelagsins nafni ritað honum þakkarbrjef á móti. það var afráðið á fundinum að rita Iíaupmannahafnardeildinni og biðja hana að sjá um að framhald af þýðingu Benedikts Gröndals á Ilíonskvæði Homers yrði bráðum prentað. í fjelagið gengu þessir nýir meðlimir: sjera þorvaldur Stephánsson prestur til Nesþinga; Hjörtur Jónsson stúd. med.; þorsteinn Jóns- son stúd. med.; Árni Gíslason lögreglumaður; Páll Sig- urðsson stúd. theol., þessir 4 allir í Reykjavík; Ketill Hús- og bústjórnarfjelag suðuramtsins

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.