Íslendingur - 26.03.1863, Blaðsíða 7

Íslendingur - 26.03.1863, Blaðsíða 7
175 er alþingi stofnaðist, er nú orðinn að kalla má fulltíða- maður og veit fótum sínum forráö. En vjer íslendingar allir til samans, hver er munurinn á oss nú og þá sem pjóð? Harla lítill. Oss vantaði flest meðöl þá til fram- fara, og oss vantar þau enn þann dag í dag. Vjer höf- um reyndar þrisvar sinnum þrisvar sent þá, sem vjer treyst- um bezt að vitsmunum og fyrirhyggju til að ræða um þjóðmálefni vor, þeir hafa talað margt og mikið, og vjer erum fyrir það búnir að gjalda af fátækt vorri hjer um 72000 rd. eður hjer um bil V35 hluta þess, sem allt Island er nýlega metið af eiðsvörnum mönnum. En hvað höfum vjer haft í aðra hönd? Ýmislegt smávegis en ekkert það er teljandi sje. Enn þá er öll stjórn landsins tvístruð og útlend. Enn þá er verið að berjast við, að öll ný löggjöf fyrir ísland sje ekki annað en dönsk lagaboð ef ekki að efninu, þá að nafninu. það er sannarlega t. a. m. eptirtekta- vert, að titillinn á hinu nýja lagaboði urn illa meðferð á skepn- um, skyldi ekki niega heita þessu nafni, eins og alþingi stakk upp á, heldur hinu, sem er alveg rangt, að það lögleiðir danskt lagaboð sem það eltki lögleiðir; eða hvernig mundu dóm- stólarnir skera úr því? Enn þá dæmir útlendur dómstóll um málefni vor, sem eigi er setinn af neinum þeim manni er skiiur vora tungu, sem vor allramildasti konungur þó hefur mildast skipað að skyldi vera lagamál vort. Hvað þessi útlendi dómstóll kostar menn, sem leita vilja rjett- ar síns hjá honum, er kunnugra en frá þurti að segja, og það er óhætt að fullyrða, að mál sem varðar 500 rd. geta orðið þeim, sem vinnur það við hæstarjett, til skaða,' og þar sem slíkt mál má heita stórt hjer á landi, er hæstirjettur einnig í þessu tilliti mikil hefndargjöf fyrir oss íslendinga, En látum nú þetta vera, þó bágt sje og al- veg óskiljanlegt. Yjer vitum ofur vel að alríkisfyrir- komulagið í Danmörku er það, sem jafnan er borið í vænginn, þegar ræða er um nýtt og betra stjórnarfyrir- komulag hjer á landi, og þetta viðkvæði er orðið svo marg ítrekað í alþingistíðindunum, að eg held að hvort mannsbarn á Islandi kunni það utan að, en það er ein- mitt það, sem vjer skiijiun eigi, að Islendingar eigi eða þurfi að gjalda þess í neinu, að þegnar konungs vors í hertogadæmunum og útlent ofríki og fjendur, spilla af sjer gæðum reglulegra og stöðugra stjórnarlaga. (Framhald í næsta blaði). Svo almenningur geti fengið vitneskju um það, hvernig fjárkláðamálinu i Suðuramtinu nú er komið, leyfi jegmjer hjer með að birta aðalinntakið úr skýrslum þeim, sem komnar eru um það seinastar til amtsins frá sýslumann- inum í Borgarfjarðarsýslu og fjárskoðunarnefndum þeim, sem settar hafa verið í Gullbringu- og Kjósarsýslu til þess að halda vörð á heilbrigðisástandi fjárins, sjerí lagi hvað kláðaveikina snertir, því annarstaðar í amtinu hefur ekki orðið kláðavart árið sem leið, eða á því, sem nú stend- ur yfir. í brjefi sýslumannsins í Borgarfjarðarsýsiu, dags. 14. febrúar, segir, að hann (o: sýslumaðurinn) hafi fengið skýrslu frá öilum fjárskoðunarnefndunum í suðurhluta sýslunnar um, að allt fje hali í janúarmánuði verið þar vandlega skoðað, og við skoðun þessa alls enginn sak- næmur fjárkláði fundizt i Skoradals-, Skilmanna-, Akra- nes- nje Leirárhreppitm, því lamb það, sem við skoðun- ina í desember, hafi þótt grunsamt i Grafardal í Skora- dalshrepp, hafi skoðunarmennirnir nú álitið heilbrigt, og mundi því áður að eins hafa verið óþrif í því, er farið hafa úr eptir áburð. Viðvíkjandi fjenu á Draghálsi í Ilvalfjarðarstrandarhrepp, segir sýslumaður að hrepp- stjórinn hafi skýrt svo frá, að enginn lifandi kláði þá hefði fundizt, en að hann allt fyrir það hafi skip- að svo fyrir, að böðunarmeðöl væru útveguð í Reykja- vík, og allt fjeð á tjeðurn bæ síðan baðað undir um- sjón fjárskoðunarmannanna, og í viðurvist hreppstjóra, og er mjer kunnugt, að baðinu er nú fyrir löngu orðið framkvæmt. Á Glammastöðum, næsta bæ við Dragháls, fannst við skoðunina í janúarmánuði lítill kláðavottur í einni kind, sem strax var tekin frá, og skipað að baða allt fjeð á bænum; lofar sýslumaður að ganga ríkt eptir því, að svo verði gjört, og yfir höfuð að hafa vakandi auga á fram- kvæmd nefndanna og á málinu yfir höfuð, og hann hefur og síðan hann kom til sýslunnar á næstl. sumri sýntmik- inn áhuga á málinu og öllu sem að því lýtur. I Gullbringusýslu hefur hvorki í Grindavíkur nje Hafna- hreppum orðið vart við kláða á fje næstl. ár, pje heldur á yfirstandandi vetri, og má því álíta að fjeð sje þar al- gjörlega heilbrigt. í Rosmhvalaneshrepp, var eptir skýrsl- um fjárskoðunarmannanna, frá 7. janúar og 10. febrúar, er næst leið, alveg kláðalaust, og er það í fyrsta skipti, síðan kláðinn kom þar, að svo hefur verið. í Vatns- leysustrandarhrepp, hvar fjeð í allan vetur hefur verið heilbrigt, fannst við skoðun þá, er fór fram í næstl. mán- uði, kláðavottur í 2 lömbum og 1 kind fullorðnri í Vog- um, kynjaðri frá Mosfelli. Var annað lambið strax skor- ið, en hinar tvær teknar frá til Iækningar, og skýrði einn af skoðunarmönnunum mjer nýlega svo frá, að þessum kindum væri nú albatnað. Viðvíkjandi Álptaneshrepp, hvar valinkunnur maður hefur skoðað fjeð í vetur í hverj- um mánuði, segir skýrsla hans frá 16. febrúar, að hann hvergi hafi getað orðið var við ldáða í hreppnum, nema lítinn vott í einni kind á Vífdstöðum, og hafi hún strax verið tekin afsíðis frá öðru fje og viðhöfð lækning. I Seltjarnarneshrepp er fjeð eptir vottorði dýralæknis T. Finnbogasonar nú sem stendur algjörlega heilbrigt. í Kjósarsýslu hefur í vetur hjer og hvar komið upp kláða- vottur í fje bænda, og eptir skýrslum þeim, er jeg hef seinast fengið frá fjárskoðunarnefndunum í þessari sýslu, fannst í Iíjósarhrepp, við skoðunargjörð þá, er þar fór fram i byrjun febrúarmánaðar, 1 lamb grunsamt á fránda- stöðum, og voru lömbin þar því öll böðuð; þá fannst og á Fossá kláðavottur í einum sauð, sem tekinn var frá og til lækningar, þá var og fjeð á Vesturkoti, Reynivöllum, Vindási og Möðruvöllum baðað, en þótt það þá væri kláða- laust, en áður í vetur hafði komið fram nokkur kláði í því, og var því böðunin viðhöfð til ýtarlegri tryggingar. Á Hurðarbaki fannst í sama skipti kláði í 3 lómbum, sem þó höfðu verið höfð sjer, og voru þau strax böðuð. Al~ staðar annarstaðar i hreppnum, segja skoðunarmennirnir, sem eru hinir áreiðanlegustu, að fjeð sje frítt og grun- laust. í Kjalarneshrepp fannst í næstl. febrúarmánuði kláða- vottur á 4 eða þó heldur 5 bæjum, til samans í 19 kind- um. það er búið að baða fjeð á þessum bæjnm eður og að bera í það tóbakssósu, sem og á þeim bæjum í hreppn- um, þar sem vart hefur orðið við kláða í fjenu framan af í vetur, en það er enn þá ekki komin skýrsla frá nefnd- inni fyrir þenna mánuð, sem nú stendur yfir. I Mos- fellshrepp hefur í vetur, einkum á nokkrum bæjum í Mosfellsdalnum orðið vart við kláða, helzt á lömburn, en við fjárskoðun þá, sem fór fram í næstliðnum rnánuði, fundu skoðunarmennirnir, eptir því sem segir í skýrslu þeirra frá 7. þ. m. engan kláöa í fjenu á þeim bæjnm, livar klaða haíði orðið vart í janúarmánuði, nema lítinu vott í 1 kind á Hyttu, 1 á Minna-Mosfelli og í 2 lömb-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.