Íslendingur - 26.03.1863, Blaðsíða 4

Íslendingur - 26.03.1863, Blaðsíða 4
Fáeinar athugasemdir, einkum um skólamenntun á Islandi. f>að er kunnugra en frá þurfi að segja, að eitt af liinum mörgu inálefnum, sem alþingi vort seinast 1861, fjallaði um, var um endurbót iiins lærða skóla í Reykja- vík. Eins og sjá má i þingtíðindunum bls. 109, komu 5 ; bænarskrár frá ýmsum sýslum og fundum um þetta mál til þingsins, og þó það mætti nokkrum mótmælum, eink- um frá hálfu konungsfulltrúa, sjá alþ.tíð. bls. 112—113, og þingmanni Iteykvíkinga, skólakennara Iialdóri Friðriks- syni, sjá bls. 114—116, að þingið tæki þetta mál til með- ! ferðar, að því leyti sem þeir báðir töldu nokkur tormerki j á því, að þingið mundi geta fellt rjettan dóm á þetta mál, og sjeð ráð til, að hrinda því i betra og æskilegra horf, gat þingið samt sem áður eigi skoðað huga sinn um það, að kjósa nefnd í málið, er það síðan ræddi á lögskipaðan hátt, og sendi allraþegnsamlegasta bænarskrá um til kon- ungs vors, er lesa má í alþingistíðindum 1861, bls. 809. Yjer getum nú að vísu varla efast um, að landar vorir sem alþingistíðindin hafa fengið, muni hafa lesið með athygli og eptirtekt þessa bænarskrá þingsins, en svo mönnum sje auðveldara að skilja eptirfylgjandi athuga- semdir vorar utn þetta mál, prentum vjer hjer orðrjett niðurlagsatriði bænarskráarinnar, er vjer smámsaman get- um eigi komist hjá að vísa til: A. Að yðar hátign þegar láti breyta reglugjörð hins lærða skóla í Reykjavík þannig (í einu hijóði): l.o. Að inntöknprófið falli burt sem skilyrði fyrir inn- töku í skólann, en að öðru leyti sje farið eptir vitnisburði, sem piltarnir hafa með sje'r, að þeir kunni að minnsta kosti að lesa og skrifa, nokkuð í dönsku, og 4 species í óbrotnum reikningi (í einu hljóði). b. Að þeir þó sje prófaöir við inntökuna, en að eins til að vita, hvar og í hvern bekk þeir skuli setjast (í einu hljöði). 2. Að enginn inntakist ýngri í skólann en 12 ára, og enginn í neðsta bekk eldri en 16ára, enapturámót sje inntaka í 2. og 3. bekk Ijett með því að flytja ýmsar kennslugreinir til (með 16 atkv. gegn 2). J>ó sje stiptsyfirvöldunum leyft að veita mönnum inn- töku í skólann, þó eldri sje, ef sjerlegar kringum- stæður mæla með því (með 18 atkv. gegn 2). 3. Að skólaárið sje stytt þannig, að það byrji 1. okt., en endi 1. júní (með 20 atkv.). 4. Að einkum sje lögð stund á að kenna íslenzku, latína og grísku, en að kennslan í hinum öðrum greinum sje löguð sem mest eptir þörfum lands vors, og dregin saman, eins og verður, svo að skólatíminn þurfi ekki að vera lengri en 6 ár fyrir þann sem sezt í neðsla bekk (í einu hljóði). o. Að hafðar sje íslenzkar kennslubækur (með 20 atkv.) er skólastjórnin hlutist til um, að kennendur hins lærða skóla semji mót hæfilegri borgun úr skóla- sjóðnum (með 17 atkv.). 6. Að launaður impector eða umsjónarmaður sje settur við skólann til þess-, undir umsjón skólameistarans, að við halda reglu í hönúm (með 19 atkv.). 7. Að drykkjuskapur og sjerhver önnur megn óregla sje útrekstrarsök úr skóla (í einu hljóði), ef skólasveinn- inn, þrátt fyrir ítrekaðar áminningar skólameistarans, eigi lætur af þessu háttalagi sínu (með 13 atkv.gegn 3). 8. Að þeim piltum, sém skara fram úr öðrum að sið- semi, ástundun og framförum, sjer í lagi í hinum gömlu málum og íslenzku, sje veitt vérðlaun eða sæmdargjöf (með 20 atkv.), þegar þeir hafa af lokið burtfararprófi (með 18 atkv, gegn 1). 9. Að ölmusunum sje fjölgað við skólann, svo þærverði 40, eins og þær voru í Skálholti og á Hólum (með 20 atkv.). 10. Að piltum, sem ekki eiga heima í Reykjavík, einkum úr fjarlægari hjeruðum, sje veitt ölmusa fyrir piltum í Reykjavík, nema því að eins, að sjerlegar ásíæður mæli fram með hinu (með 20 atkv.). B. Að konungur mildilegast, þegar í haust, setji nefnd manna, einkum kennslufróðra, til að semja nýja reglu- gjörð fyrir skólann, samkvæmt áðurtöldum uppástung- um (með 19 atkv.), og að 2 af þessum mönnum sje búsettir embættismenn fyrir utan Reykjavík, og sem hafi þær lærdómseinkunnir, sem tilteknar eru undir stafl. C hjer á eptir (með 20 atkv. gegn 5). C. Að konungur mildilegast með allrahæstum úrskurði veiti fyrst um sinn rjett til að útskrifa pilta úr heimaskóla þeim mönnum, er nú skal greina: a, þeim, sem hafa fengið bezta vitnisburð við embætt- ispróf við háskólann í Kaupmannahöfn, dóktorum i heimspeki, og kennurum við prestaskólann og hinn lærða skóla í Reykjavík (með 18 atkv.). b, peim, sem hjer eptir fá bezta vitnisburð við burt- fararpróf frá skólanum í Reykjavík og embættispróf við háskólann (með 16 atkv.). c, þeim, sem fá bezta vitnisburð við burtfararpróf frá lærða skólanum, og við examen philosopbicum við Kaupmannahafnarháskólá (með 14 atkv. gegn 7). d, þeim, sem fá bezta vitnisburð við burtfararpróf frá lærða skólanum, í prófi í forspjallsvísindum, og við prófí prestaskólanum í Reykjavík (með 12 atkv. gegn 4). e, Að hvenær sem einhver þessara manna ætlar að út- skrifa nokkurn, þá gefi hann það stiptsyfirvöldunun* fyrirfram til kynna, og útncfna þau þá tvo menntaða menn til að vera prófdómendur, og sendi þeim í því skyni latínskt stýlsefni og íslenzkt ritgjörðarefni, og tiltaki einhverja staði til skriflegrar og munnlegrar úUeggingar í latínu, en einungis til munnlegrar út- leggingar í grísku, í þeim rithöfundum, sem lesnir eru í hinum lærða skóla (með 19 atkv.). Maður sjer þá: 1. Að þingið komst til þeirrar niðurstöðu, að breyta þyrfti regluc/Jörð him lœrða sJióla. 2. Að þingið lók fram ýms undirstöðuatriði fyrir þessari breytingu, og 3. Að þingið fór því á flot7 að konungur mildilegast setti nefnd manna til að semja nýa regiugjörð fyrir skólann samlcvœmt undirstöðuatriðum eður uppástungum þeim, er þingið benti á. það vita nú allir, að þessi nefnd var sett í haust eð var, og hefur hinn heiðraði útgefandi þjóðólfs, málaflutn- ingsmaður Jón Guðmundsson, sem var einn nefndarmanna, auglýst í blaði sínu (sjá þjóðólf 15. ár, nr. 6—7) niðurlags- alriði nefndarinnar. þó ber þess að geta, að einn af nefndarmönnum, yfirkennarinn við skólann, Jens Sigurðs- son, sem kvaddur var í nefndina í stað Rektors sjálfs B. Johnsens, er hann fór utan, greindi á við meðnefndar- menn sína, og samdi ágreiningsálit, og er það eigi, því miður, komið fyrir aimennings sjónir. Niðurlagsatriði slcólanefndarinnar í þjóðólfí, er því að eins niðurlagsatriði meiri hJutans, og leyfum vjer oss að taka þau orðrjett inn í biað vort, eins og þau standa í þjóðólfi, oss sjálfum til hægðarauka, en lesendum vor- um til skilnings og skýringar:

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.