Íslendingur - 25.04.1863, Blaðsíða 1

Íslendingur - 25.04.1863, Blaðsíða 1
ÞRIÐJA ÁR. 25. apríl. M Fáeinar athugasemdir, einkum um skólamenntun á Islandi. (Framhald). 2. J>að, sem menn vanalega telja sem tálmun fyrir heimakennsluna, er skortur á kennslubókum á íslenzku, einkum, að latinska mállýsingu vanti. Menn finna þar að auki að því, að ný kennsluaðferð hafi verið inn leidd í latínu, og kennslan í þessu máli verði erfið- ari, af því málið á mállýsing þeirri, sem við er höfð, sje svo þungt. En upp á það má svara því, að fyr meir, þegar menn lærðu svo vel latínu heima, höfðu þeir ann- aðhvort enga eða að minnsta kosti mjög ófullkomna mál- lýsing prentaða á íslenzku; en menn höfðu skrifað ágrip, sem kallað var dónat, og bætti kennarinn því sjálfur við munnlega, sem vantaði í slíkar kennslubækur. |>ar á móti var hinn svo kallaði Nucleus Latinitatis lagður út á ís- lenzku og gerði mikið gagn. Að því er snertir hina nýju kennsluaðferð og það, hve mállýsing sú er þung sem við er höfð, þá er það engin furða, þótt líttvönum kennurum á íslandi veiti örðugt að nota hina ágætu og djúphugsuðu mállýsing Madvigs, fyrst menn láta þá skoðun í ljós í Danmörku, að þessi bók sje óhentug. J>að, sem þá næst liggur fyrir, er að fá styrk til að semja smátt og smátt kenuslubækur á íslenzku, og fyrst og fremst Iatínska mállýsingu og latínska orðabók; og verður þá þess að geta þar við, að slík mállýsing ætti ekki að vera útlegging af hinni latínsku mállýsing Mad- vigs, heldur svo stutt ágrip sem unnt væri, stuttort og ljóst, og mætti, þegar slíkt ágrip væri samið, hagnýta þetta ágæta verk Madvigs og um leið hafa hliðsjón af frönskum og enskum kennslubókum, og á nú skólabóka- safnið ekki svo litið af slíkum bókum. Sama er að segja um aðrar kennslubækur. J>að eru til svo margar bækur, sem stuðning má hafa af, að það gæti engan veginn á- litizt ofætlun fyrir kennarana að semja slíkar bækur, ef stjórnin lofaði aðstoð sinni og vernd til þess. 3. Menn tilfæra enn eina ástæðu fyrir því, hverk vegna foreldrar eru svo ófúsir á, að láta börn sín fara í skóla, nefnilega að skólinn er í Reýkjavík. Skólinn hafði áður verið í Reykjavík, nefnilega, þegar hann var fluttur frá Skálholti, en þegar hann hafði verið þar hjerum tutt— ugu ár, þótti sá staður, sem skólinn var á, vera svo ó- hagfelldur, jeg vil ekki segja, svo skaðsamlegur fyrir gott siðferði, að það varð að ílyija hann þaðan suður að Bessa- stöðum, og þar var hann frá'1805 til 1846; en þá var það ráðs tekið að flvtja hann aptur til Reykjavíkur. Nefnd nokkur, sem hinir helztu embættismenn landsins voru í, hafði, af ástæðum, sem að nokkru eru mjer ókunnar, komizt að þeirri niðurstöðu, að skólinn ætti að fivtjast aptur til Reykjavíkur. Nokkrir málsmetundi merm í nefnd- inni voru þó móti þessum flutningi, og þar á meðul hinn þáverandi biskup, sem var sá einasti í nefndinni, er verið hafði skólakennari, og á sama máli og biskupinn voru tveir af amtmönnunum, báðir innfæddir; þeir höfðu lengi verið embættismenn, og voru öll líkindi til, að þeir bæri gott skynbragð á, hvað landinu hagaði bezt. Uppástung- an um flutning skólans varð þó framgeng ahnaðhvort með li'tlum atkvæðamun, eða, eptir því sem mjer þykir líklegra, af því hinn þáverandi stiptamtmaður var henni meðmælt- ur. Meiri hlutinn kvað hafa haft þá skoðun, að nú værl sú breyting á orðin i Reykjavík, að koma mætti piltum fyrir hjá menntuðum mönnum, eða að piltarnir að minnsta kosti ættu kost á að koma til slíkra manna og gætu num- ið þar kurteisi og góða siðu. En því miðtir er sú raun- in á, að breytingin er eigi svo mikil sem menn ætluðu. Næstum allir hinir íslenzku kauptnenn búa enn í Kaup- mannahöfn, og koma nú sjálfir jafnvel sjaldnar en áður til Islands. Bæjarbúar eru því, að undanteknum einstök- um smákaupmönnum, verzlunarstjórar og þjónar hinna dönsku kaupmanna, optastnær ókvongaðir ungir menn, sem yfir höfuð reyndar eru vænir menn, en sumir af þeim mundu þó heldur þurfa að læra fallega framgöngu af öðrum, en geta kennt öðrum hana. Nú eru að vísu fleiri embættismenn en áður í Reykjavík, því fyrir utan skólakennarana eru þar nú þrír embættismenn í lands- yfirrjettinum, læknir og lyfsali. En það má nærri geta, hve lítil áhrif það hefur á, hverja piltar umgangast, þótt nokkrir embættismenn hafi bætzt við í Reykjavík. Laun hinna íslenzku embættismanna eru þar að auki, sem kunn- ugt er, svo lítii, að þeir geta ekki sjerlega opt tekið á móti ókunnugum í hús sitt. Sá hluti bæjarbúa, sem ó- talinn er, eru nokkrar efnalitlar ekkjur, fáeinir iðnaðar- menn og fiskimenn, og er ekki hægt að skilja, hvernig nefndin gat ímyndað sjer, að það yrði hollt fyrir pilta, að umgangast slíka menn. En það gera þeir þó. Hjá þessum hluta bæjarbúa verður piltum vanalega komið fyrir í kost, og getur það þó opt orðið fullörðugt, því einlægt er kvartað yfir, að fæðispeningarnir sjeu ekki nógir, og þótt ölmusurnar, sem áður voru 60 rd., sjeu nú orðnar hundrað dalir, hrökkva þær þó engan veginn til í þá 9 mánuði, sem skólatíminn stendur yfir. Af þessu má sjá, að þeir, sem skólapiltar hversdagslega eiga saman við að sælda, eru engan veginn teljandi meðal hinna helztu bæj- arbúa, og það er þvi erfiðara að sjá um hegðun pilta þann tímann, sem þeir eru ekki í skólanum, sem þeir, er hafa þá til fæðis, eru öldungis ókunnugir foreldrum pilta upp til sveita, og þess vegna þykir þeim sjer ekki koma við, að skipta sjer af hegðun þeirra, þótt þeir kann- ist við, að þeir sjeu fjárhaldsmenn þeirra; en þessirfjár- haldsmenn, sem piltar eiga að hafa eptir skólareglugjörð- inni, eru að eins til málamynda, af því þeir eru þeim ó- kunnugir, sem að piltunum standa. það er eðii ungra manna, að þeir leita sjer skemmtana, þegar þeir hafa tóm til, og er það eðlifegt og jafnvel lofsvert, þegar skemmt- anirnar eru sæmilegar. En hverjar eru skemmtanirnar í Reykjavík? Jeg hef sýnt hjer að framan, að piltar eiga eigi kost á að koma í þau hús, sem þeir hafa gagn af að koma í. Leikhús er ekki til, eigi heldur nokkur sá gildaskáli, þar sem dansleikar sjeu haldnir undir umsjón menntaðra manna, sem annarstaðar tíðkast. Hver eru þá önnur úrræðin, en að leita sjer skemmtunar í nautn á- fengra drykkja, sem norðurlandabúum og einkum íslend- ingum hefur svo opt verið brugðið um? það eru jafnvel dæmi lil þess, að piltar hafa farið að venja sig á slikar naulnir, áður en þeir koma í skóla; og menn vita fyrir

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.