Norðanfari - 09.04.1873, Blaðsíða 2
Annast danskan ísleuding
Eins og rakkann sinn.
|>ó jeg enn að nafninu eigi að heita íslendingur,
þá stendur samt einhvern veginn svo á því, að jeg þori
ekki sem hezt að treysta vinfengi og aðstoð landsmanna
minna, hvað sem mjer kann á að liggja. Jeg veit þeir
kalla mig nú af skömmum sínum danskan íslending og
vildu líkalega helzt óska, að það væri búið að dysja mig
nokkrar álnir niðri í jörðinni, þar sem svínin «þrifna
þrúðig undir Vendilbúðum... En það sem þeir leggja
mjer til lasts og hafa fyrir átyllu, til þess að biðja mjer
ills, það er einmitt mestur sóminn og ábatinn. þeir
skulu því ekki halda að mjer sje neitt stríð í því, þó
þeir kalli mig danskan íslending; jeg skal kalla migþað
sjálfur. Já, jeg skal gjarnan meðkenna það, að jeg er
danskur íslendingur. Jeg lít á viðskipti íslendinga og
I)ana að fornu og nýju með dönskum augum; jeg tek
þátt í málefnum hinnar íslenzku þjóðar með dönsku
hjarta; jeg kvs eigi annað enn að íslandi sje stjórnað
af dönsku vaidi og eptir danskri vild. En jeg er ekki
svo hræddur um að mjer verði þetta að nokkrum ófarn-
aði. Mig skal ekki taka það sárt, þó jeg sje í minna
hlutanum hjer úti.á íslandi; jeg er samt í meira hlut-
anum suður í Danmörku. þar eru þeir menn, sem kunna
að meta kosti mína, svo sem maklegt er t og umbuna
mjer trygga fylgd. þar eru drottnar mínir, ogþeirskulu
vera mitt traust. Meðan allt tollir uppi svo sem nú toll-
ir, munu þeir sjá fyrir því, að molar og molar ekki svo
litlir nje ljelegir detti smásaman til mín af borði þeirra.
Jeg tíni upp molana eptir beztu sannfæringu, ogþá er
jeg.ánægður, þá er mjer borgið. þegar Danirerumeð
mjer, hvað geta þá íslendingar gjört mjer?
FJENAÐARVERZLUNIN OG TOLLURINN.
(framhald). þegar maður fer nú að virða fyrir sjer
tollinn sem brjefritarinn í <iTímanum» stingur upp á -—
jcg man ekki núna hvort það er nokkuð áþekkt því sem
Doctorinn heflr stungið upp á — þá sjezt undir eins að
hann er alit of lítill til þess að ná augnamiði höfundar-
ins, nema á kjötinu, því 10rd. tollur á kjöttunnuna er
meðal sem hefur góðan lækningakrapt ef það væri gefið
inn, og kæmist sá tollur á, yrði ekki ein einasta tunna
flutt hjeðan framar, því hann er hjer um hilf eðameira
en \ af því verði sem kaupmenn geta átt von á fyrir
kjölið, og \ til f af innkaupsverði þess. En 15rd. toil-
ur á nautkindina, er varla nóg til þess að hindra kaup
Englendinga, því þeir geta boðið meira en því svarar
fram yflr það sem Reykvíkingum og öðrum góðum herr-
um þykir hæfllegt að gefa fyrir nautgripi. En 3rd. toll-
ur á hrossunum getur engin áhrif haft á útflutninginn.
Landsmenn selja Bretum eins fyrir það, þó þeim verði
meinað að gefa meira en 37 rd., þar sem þeir hefðu
annars gefið 40rd. fyrir hestinn. Og sama verður ofan á
með sauðfjeð, því við seljum hiklaust sauðina, þó við fá-
um ekki nema 14 dali fyrir þann sauð, sem Bretar hefðu
annars gefið 16 rd., en Danir og Reykvíkingar hafa gefið,
8rd. fyrir. Af þessu sjer nú brjefritarinn að tollurinn
sem hann talar um, getur einungis friðað saltkjötið, en
lifandi sauða- hrossa- og jafnvel nautakjöt, verðuríhers-
höndum eptir sem áður, nema hann taki dýpra í árinni,
og þessi hans uppáslunga miðar ekki til annars hvað
snertir lifandi fjenað, en bara að ná svo sem 30 þús-
undum dala úr vasa hændanna. þetta kann nú brjef-
ritaranum í rauninni að þykja nauðsynlegt, til að vera viss
um að landsjóðurinn og limir hans svelti ekki þegar til-
lagið frá Dönum fer að ganga undan. En okkur bænd-
unum finnst ekki liggja svo mikið á að hugsa fyrir því.
það getur ekki heldur verið tilgangur brjefritarans, þv‘
þá væri hann ekki sjálfum sjer samkvæmur, og af þv‘
jeg þykist vita að liann vilji vera það og stinga upp a
tollinum svo háum í sumar á alþingi, að dugi til að
hindra fjársöluna, þá ráðlegg jeg honum að stýnga upp á
8rd. toll á sauðinn, 20rd. á hestinn og 30' dali á naut-
kindina, því það eru engir smáskamtar, og útheimtir enga
sterka trú til að verka. Honum mun ekki heldur veita
af að taka allar ástæðurnar með sjer á þingið, þvíþjóð-
fulltrúarnir munu heimta þær af honum. áður en þeir
samþykkja frumvarpið. Jeg hef iíka heyrt, að margir
ætli að ræða þetta mál á lijeraðafundum í vor, og jafn-
vel skora á fulltrúa sína að mótmæla tollinum ef hanu
kæmi til umræðu á þinginu, og þá er líklegt að brjefrít-
arinn þurfi á öllu sínu að halda, og enda iiðveizlu Doct-
orsins.
það er mikil von þó Dr. Hjaltalín verði fokreiður
og fornyrðist út af verzlunarfrelsinu og tollleysinu, og
jafnvel grípi til «gamla Tlners» og bregði honum á lopt
til að sýna öllum tollprótestöntum, að hann geti slegið
niður öllum þeirra mótbárum í einu höggi, svo þar verði
dúna logn, — þegar hann frá sínu háa og .læknislega
sjónarmiði lítur niður til vor aumrá óvitanna, sem erum
bunir að selja alla okkar þarfagripi og allt kjötið, svo
varla fæst til smekks; og sem sitjum við «vatnsgraut og
brennt kaffi með hertum grásleppum og þorskhöfðum”
og eigum þó að erfiða; þegar hann virðir fyrir sjer hvað
við verðum miklu mjórri og renningslegri en nokkur
Doctor, og þegar hann enn fremur minnist vísunnar seni
gamli Magnús á Laugum kvað við sjera Jón sál. prófast
í Hvammi einhverntíma þegar þeir voru í orðahnypping-
um út af bændastjettinni. »Ef að dauður almúginn all-
ur lægi á I’róni, mætti ske að mörvömbin minkaði’ í hon-
um Jóni». þegar hann setur sjer nú petta alit saman
fyrir sjónir með föðurlegri umhyggju fyrir óvitum sínum,
og af ofurmegni speki sinnar sjer ekki hvernig á stendur
hjá Okkur, þá er von honum renni til rifja. Ilefði Doct-
orinn verið nokkuð lægri í sessinum, og haft miklu fyr-
irferðarminna vit og þess vegna verið líkari okkur bænd-
unum, þá helði hann átt hægt með að taka eplir því,
að sú þjóð sem lifir mestmegnis á kvikfjárrækt, en afl-
ar engra korntegunda, hlftur að selja til muna af dýra-
fæðu og kaupa aptur jurtafæðu — kornmat — til þess að
viðurværi hennar verði líkara fæði menntaðra manna en
viltra veiðiþjóða, og þá held jeg að honum þætti það
hart að sá bóndi sem ætti 100 ær, 50 sauði, 50 gfeml-
inga eða fleiri og 4 kýr mjólkandi, gæti ekki selt svo
sem 5—6, enda 10—12 sauðkindur árlega úr búi sínu
og 1 naut þriðja eða fjórða hvert ár, án þess að svelta
börn sín og hjú við vatnsgrautinn og hitf; honum mundi
þá sýnast að fæða heimilisfólksins gæti samt verið mest-
megnis: mjólkurmatur, skyr, kjöt og slátur, ásamtnokkru
af fiski er honum mundi þykja þessi bóndi full fær um
.að eignast. Ef Doctorinn hefði 'i höndum greinilegar
skýrslur um, eða væri gjörkunnugur, hversu mikið er
jetið afivíða í sveitunum af þessum matar tegundum, þá
hefði hann varla borið sig svona aumlega fyrir okkar
hönd út af kjötleysinu.
Eins og verzlun hvers lands verður að grundvallast á
aðal afrakstri þess hver sein hann er, og eins og verzlunin
er með rjettu álitin lífæð hverrar þjóðar, og eins og
kvikfjárræktin er aðal bjargræðisvegur þessa lands, eins
hlýtur þá verzlan með fjenað lifandi og dauðann og allt
af honúm að vera lífæð þjóðlíkama vors, sem á að færa
fjör og afl til allra hans lima, og hreysti og heilbrygði
þjóðlíkama vors hlýlur þá að vera undir því komin að
engar stiflur sjeu setlar í þessa lífæð hans. Ef það væri.