Norðanfari


Norðanfari - 09.04.1873, Blaðsíða 1

Norðanfari - 09.04.1873, Blaðsíða 1
Sendur kattpenduin lcostnai- u‘latist; veid úrtj. 26 arkir 1 rd 40sk., einstðk nr. » »k. •'alulaiin 7. hvert. A tttjltjstnjar erti teknar i ílad- td fyrir 6 slc. Iwer líua. Vid- ankablöd eru jrrentud d kostu- ad Miitadeigeiida. 13. AK AKUREYRI 9. ARPiL 1872. M 19.-SO, IÍAFLI Tií BRJEFI. —---------f>að er reyndar fátt, sem jeg hef að skrifa t’jer af frjettum að svo komnu, en allt útlit er til þess eitthvað gjörist hjer frjettnæmt áður langir tímar líða. ^enn sýnaiH vera vaknaðir til meiri umhugsunar um hagi sjálfra sín heldur en að undanförnu, og fmna betur til hinna mörgu meinsemda í þjóðlífi voru. þjþð vorálíka •sánnarLega við bágan kost að búa á þessum síðustu og Verstu tímum, bæði i andlegu og likamlegu tilliti; ófrels- dregur allan kjark úr andanum, en óblíða náttúrunn- ar gjörir oss margt erfitt í líkamlegurrr efnum. þ>að er íiöldi manna sem örvæntir, að á þessu muni ráðast bót, °s' byggja þeir því einka úrræðið að flytja sig af landi brott til annara frjálsari og veðursælli landa, þar sem auövelt er að fá atvinnu með góðmn kostum, og þar Se® meiri líkindi virðast vera til þess, að niðjarnir fái újóta þess frelsis, sem skyns'emigæddir menn mega e‘gi án vera, ef þeir eiga ekki að gjörast líkir skynlaus- bm skepnum. f>ó gengur það með þetta eins og rnargt annað, að allir eru eigi á eitt mál sáttir. Sumir segja, að þjóð vor hafi fullmikið frelsi og það sjeu helber ósannindi, að hún haíi nokkurn skort á því. f>að eru einkum bless- áðir mennirnir moð borðalögðu húfurnar sem þetta segja. I>essir góðu menn eru í alla staði svo virðingarverðir — fyrir niargt annað samt meira en borðann um húfuna — aö það er ótillilýðilegt og óhyggiiegt að gefa orðum Þeirra engan gaum, og jeg hefði því gjarna viljað heyra lra þeim skynsamlegar ástæður fyrir þessari kenningu ^irra, að þjóð vor hafi nægilegt frelsi; því flestum hef- Ur alit liingað til verið ómögulegt að sjá að svo væri. Eithvért hið fyrsta og nauðsynlegasta frelsi fyrir livort Þjóðfjelag er, að það hafi löggjafarvald og fjárhagsráð. Og hafa íslendingar nú þetta frelsi? Menn kalla ís- land hluta Danaveldis með sjerstökum landsrjettindum; en í hverju eru þessi sjerstöku landsrjettindi fólgin? í því að Islendingar hafa landsíög fyrir sig, en enganrjett, ehkert vald, ekkert frelsi til að ráða því hvaða lög sett er° í landinu. J>eir hafa fjárhag og eiga landssjóð út- af fyrir sig, en hafa hvorki rjett, nje vald, nje frelsi til áð ráða til hvers nokkrum skddingi aflandsfjenu er var- ið. þarna sjá menn sýnishorn af hinum »sjerstöku landsrjettindúmn, og þetta eru sjálfsagt sjerstök rjett- indi í sjerstökum skilningi. Er nokkur von til að rnenn geti verið únægðir með þetta? Sumir segja, að íslendingar hafi hafnað frelsinu, hafnað stjórnarbót, sem þeir hafi átt kost á. þetta er ekki satt; þeir hafa ein- Ungis hafnað göllunum á því stjórnarfyrirkomulagi, sem þeir liafa átt kost á, en ekki stjórnarbótinni sjálfri. |>eir hafa af tvennu illu tekið heldur að bíða hennar lengur, en að á henni væri slíkt hálfverk, að hún yrði litlu eða engu hagfeldari enn þetta ásigkomulag sem nú er. Fyr- ir nokkrum árum var lagt frumvarp til nýrra íslenzkra sakalaga fyrir alþingi. þingið hugleiddi og lagaði þetta trumvarp svo sem það átti kosti á þann stutta tíma, sem það var þá saman, en fann að hann var of naum- úr til að lúka svo miklu og vandasömu verki, og vildi Því geyma frumvarpið þangað tii í næsta sinn til að yfir- íara það þá betur og laga í ýmsum greinum, svo síður ýrði hálfverk á þessum lagabálki. En engu að siður — 47 — var þó frumvarpinu gefið iaganafn móti vilja þingsins. Danir frændur vorir höfðu þó haft sakalög handa sínu landi á prjónunum i 16 úr, og vantaði það þó ekki, að þeir hefðu sjertil stuðnings og fyrirmyndar sakalög ýmsra annara þjóða, sem engu skemmra eru á undan Dönuin í lagasetningu, heldur enn þeir eru á undan oss. Apt- ur hefur alþing i mörg ár viljað fá þvi framgengt, að dálitlum hluta af landsfjenu væri varið til að gera út einn gufubát ú sumrin til að fara liafna í milti og bæta þannig ofurlítið úr hinu óþolandi samgönguleysi, sein hjer er iunan lands, en þetta hefur ekki með neinu móti fengizt allt til þessa dags. Aptur er íje landsins varið þúsundum saman til ýmsra hluta, sem þjóðin kærir sig ekkert um, eða sem lienui er jafnvel móti skapi. Síð- asta alþingi samþykkti iagafrumvarp um toll á aðflutt um áfengum drykkjuin, en batt það því skilyrði að toll- ur þessi yrði ekki lagður á fyrri enn þjóðin fengi sjálf ráð yfir fjenu. Samt sem úður er tollurinn nú þegar látinn heita lögleiddur, en þjóðin fær ekki enn að ráða einum skildingi af landsfjenu. Er þetta frelsi? |>að eru til menn', sem segja, að þjóðinni standi þetta ekki fyrir þrifum, heldur framkvæmdarleysi og atorku- leysi hennar. j>eir segja, að íslendingar hafi nóg frelsi tii að rækta jörðina, stunda veiðiskap, reka verzlun til annara landa o. s. frv. og þó gjöri menn þetta ekki nema af skornum skamti. En er þá ekki nóg reynsla fcngin fyrir því enn þá í heiminum, að ófrelsi í stjórn- arefnúm gjörir menn áhugalausa og framtakslausa? Ætli Englendingar og Ameríkumenn væru slíkir atorkumenn eins og þeir eru, ef þeir hefðu átt og ættu við sömu kosti að búa í stjórnarefnum, eins og þjóðirnar í Asíu? Nei, sá finnur bezt hvar skórinn kreppir, sem hef- ur hann á fætinum. Vjer liöfum nú vænt stjórnfrelsis í heilan fjórðung aldar frá 1848 til 1873 og höfum ekki fengið það enn. j>að er varla tiltökumál, þó allur þorri manna sje nú farinn að örvænta, að landið fái frjálsa stjórnarskipun, og menn hyggi því almennt á brottflutn- ing hjeðan úr ófrelsinu til »Vínlands liinsgóða«, erfor- feður vorir fundu og gáfu þetta fagra nafn fyrir mörg- um öldum. Ilinn gamli norræni frelsisandi feðra vorra lifir enn undir öskunni, »æ hinn sami, þótt aflogþroska nauðir lamin, en lijer getur hann ekki þrifizt eða sýnt sig í sinni rjettu mynd að svo komnu. Mjer sýnist allt lúta áð því, að fólkið muni nú fara að streyma í ákefð úr landinu fyrir óánægju, og landið ef til vill eyðast. Ujeðan af láta menn sjer ekki lynda nema frjálslegustu stjórnarbót, þó menn hefðu tekið þakksamlega móti ann- ari miður frjálslegri, ef menn hefðu fengið hana fljótt og greiðlega fyrir mörgum árum, þegar aðrir samþegn- ar vorir fengu stjóruarbót.--------- GYLLINI -KLENODÍ. IX. Jeg er konungkjörinn, Kvíða engan ber. Varla veltur knörinn; Vel er hólpið mjer. Ríkisþing og ráðgjafinn

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.